Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 rannsóknartímanum. Lyfjaskammtar þeirra voru 40% lægri en í upphafi. Átta sjúklingar gátu hætt öllum sefandi lyfjum (sjö með geð- hvarfasjúkdóm). Þrír þeirra losnuðu smám saman alveg við síðfettur. Tvær eldri rann- sóknir höfðu bent til þess, að allt að þriðjungur sjúklinga með síðfettur losnuðu við þær innan þriggja mánaða eftir að meðferð með sefandi lyfjum var hætt (48). Af 12 sjúklingum með byrjandi einkenni um síðfettur, losnuðu 11 alveg við öll einkenni innan 26 vikna frá því að dregið var úr meðferð sefandi lyfja, eða henni hætt (49). Við mat á síðfettum ber að fara mjög varlega. Meta þarf sjúklinga yfir langt tímabil og lyfjagjöf getur villt manni sýn. Við skammtaminnkun eða þegar lyfjagjöf er hætt, geta komið fram fettur (withdrawal emergent dyskinesia) sem svo hverfa (37). Meðferð á síðfettum er ætíð erfið. Eina óumdeilanlega meðferðin er sú að hætta með öll sefandi lyf. Ákvörðun um að hætta lyfja- meðferð er ætíð mjög erfið. Rannsóknir benda til þess, að allt að 65% sjúklinga sem fram að því hafi verið í góðu jafnvægi á lyfjameðferð, versni innan árs frá því meðferð er hætt (19). Hluta þessara sjúklinga versnar mjög illilega, þannig að erfitt reynist að ná tökum á sjúk- dómnum á ný (50). Miklu skiptir að greina snemma einkenni, því í ljós hefur komið að horfur eru þá betri (49,51). Rannsóknir á síðfettum hafa verið talsvert misvísandi. Sumar hafa bent til aukinnar hættu samfara forðalyfjameðferð. Þær hafa hins veg- ar verið gagnrýndar á þeirri forsendu, að þeir sjúklingar hafi fengið umtalsvert hærri lyfja- skammta vegna slakrar meðferðarheldni þeirra sem taka töflur (52). Framsýnar rann- sóknir gerðar á síðustu árum, greina ekki aukna hættu á síðfettum hjá sjúklingum á forðalyfjum, miðað við hina sem taka töflur (46,53). Reyndar styðja nýrri rannsóknir ekki þá fyrri trú, að konur og sjúklingar með geð- hvarfasjúkdóm væru sérstakur áhættuhópur. Aukna áhættu er einkum hægt að tengja heild- armagni sefandi lyfja, tímalengd meðferðar og hækkandi aldri (53-55). 3. Geðrœnar aukaverkanir. Eins og fram kemur í töflu II, þá eru ýmsar geðrænar auka- verkanir algengur fylgikvilli meðferðar með sefandi lyfjum. Syfja, oft ásamt sleni, er einhver algengasta kvörtun sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með sefandi lyfjum, sérstaklega háskammtalyfjum. Einkum er hætt við þessum aukaverkunum í byrjun meðferðar, en þær eru þó stundum þrá- látar og geta varað vikum eða mánuðum sam- an. Algengt er að þessir sjúklingar kvarti einn- ig yfir aukinni svefnþörf, einbeitingarerfiðleik- um og gleymsku. Hægt er að rninnka líkur á þessum aukaverkunum með því að velja frem- ur lágskammtalyf, eða þegar hægt er, að draga úr lyfjaskömmtum (41). Ætíð þarf að hafa í huga að mun hættara er við sumum þessara einkenna, svo sem einbeitingarskorti og gleymsku, af sjúkdómnum sjálfum, heldur en sem aukaverkun lyfjanna. Þunglyndi er fátíð aukaverkun af sefandi lyfjum. Það er engu að síður alvarlegt og al- gengt vandamál í tengslum við geðklofa sem hluti af sjúkdómnum. Þá er vel þekkt hve geð- klofasjúklingum er hætt við þunglyndi í kjölfar sturlunar, þegar þeir eru að ná sér og raun- tengsl vaxa. Á þeim tíma sækja gjarnan að þeim sjálfsvígshugsanir. Erfitt getur verið að greina einkennin frá brottfallseinkennum geð- klofans, utanstrýtukvillum vegna sefandi lyfja eða ofskömmtunar þeirra, nema sami læknir hafi fylgst náið með sjúklingnum. Þó þunglyndi hafi greinst hjá geðklofasjúk- lingi, er ekki þar með sagt, að rétt sé að gefa honum þunglyndislyf. Hafi sjúklingurinn mikil bráðaeinkenni eða vaxandi einkenni sturlunar, gera þunglyndislyf oft illt verra (56). Sturlunar- einkenni geta aukist og sjúklingurinn verið lengur að ná sér. Þessa sjúklinga er best að meðhöndla með sefandi og kvíðastillandi lyfj- um. Öðru máli gegnir um þunglyndi hjá geð- klofasjúklingum, sem eru að ná sér eða hafa þegar náð sér eftir bráðaveikindi, eða eru fyrir í góðu jafnvægi á lyfjameðferð. Þeir svara vel meðferð með hefðbundnum þunglyndislyfjum og á tvímælalaust að meðhöndla þannig (57- 59). 4. Illkynja heilkenni af völdum sefandi lyfja er hættulegasta aukaverkun sem fylgir langtíma- notkun þeirra og getur leitt sjúklinga til dauða. Einkenni eru hiti, vöðvastífleiki, meðvitundar- truflanir og truflanir á sjálfráðri líkamsstarf- semi. Greining getur verið erfið og heilkennið jafnvel ógreinanlegt frá banvænum bráða- stjarfa (acute lethal catatonia) eða bráðaóráði (delirium acutum) (60-62), sem var algengari greining fyrir daga sefandi lyfja (63). Þeir eru reyndar til sem telja banvænan bráðastjarfa gjarnan misgreindan sem illkynja heilkenni af völdum sefandi lyfja, en aðrir telja að færri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.