Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fig.2. The injury severity sœre in 41 potients operated on for liver injury 1968-1993 at the Reykjavik City Haspital. lifrar þar sem lifrarbláæð hafði rifnað af. Rifan í holæðina var saumuð saman með áframhald- andi saum. Eftir það var gert lifrarhögg og var skurðlínan frá holæðinni að ofan að hægri brún galiblöðru að neðan (lobectomy). Bundið var fyrir æðar og gallganga í skurðfletinum. Grönn slanga var skilin eftir í gallblöðrunni og leidd út. Aðgerðin tók um fjórar klukkustundir og má telja víst að klemman hafi verið höfð á lifrarrótinni í um tvær stundir en hún var tekin af í fimm mínútur á 20 mínútna fresti. Gefnir voru fimm lítrar af blóði í aðgerðinni. Kerar voru lagðir inn að skurðfleti lifrar. Tíu klukkustundum eftir að aðgerðinni lauk gekkst sjúklingurinn undir aðgerð vegna end- urblæðingar. Blæðingin var að þessu sinni frá þindinni og var auðvelt að stöðva hana. Eftir þetta heilsaðist sjúklingnum vel. Sjúklingur dvaldist á gjörgæslu í tvær vikur og síðan á skurðlækningadeild í um fjórar vikur. Auk lifr- aráverkans var sjúklingurinn með verulega fleiðruholsblæðingu sem var meðhöndluð með kera og lærbrot sem var lagt í strekk og tafði það fyrir útskrift. Tveimur vikum eftir slysið var skuggaefni dælt um slönguna í gallblöðr- unni og tekin mynd af gallgangakerfinu sem eftir var. Var það eðlilegt, engin merki um leka og slangan þá fjarlægð. Lifrarpróf sem höfðu verið nokkuð brengluð fyrst eftir aðgerðina, voru orðin eðlileg 10 dögum fyrir útskrift. Sjö árum eftir slysið gekkst sjúklingurinn undir að- gerð vegna garnastíflu af völdum samgróninga. Að öðru leyti er sjúklingurinn við góða heilsu 20 árum eftir slysið. Heildaráverkastig: Ef litið er á heildaráverk- astigið (mynd 2) sést að 23 sjúklingar (56%) voru með heildaráverkastig undir 16, það er að segja með áverka sem yfirleitt er talinn lækn- anlegur (5). Einn sjúklingur í þessum hópi lést, en sá hafði óskurðtækt illkynja æxli í lifur, sem rifnaði við högg á kviðinn. Sjúklingurinn lést vegna endurblæðingar þremur dögum eftir að reynt hafði verið að stilla blæðingu frá æxlinu. Aðrir sjúklingar sem létust voru með heild- aráverkastig upp á 41 eða meira (mynd 2). Dauðsföll: Alls létust sjö sjúklingar: 1. Fjörtíu og fimm ára ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri. Hann kom á sjúkrahúsið í alvarlegu blæðingarlosti og með fjöláverka (ISS= 41). Rifur í hægri lifrarlappa voru saum- aðar. Sjúklingurinn lést úr kviðarholssýkingu og nýrnabilun 11 dögum eftir aðgerð. 2. Fimmtíu og sex ára ökumaður úr umferð- arslysi, með fjöláverka (ISS=41). Sjúklingur var í alvarlegu blæðingarlosti og ofkældur við komu á sjúkrahúsið. Rifur í hægri lifrarlappa voru saumaðar. Sjúklingur lést úr fjöllíffæra- bilun 17 dögum síðar. 3. Fimm ára barn sem varð fyrir bíl, með fjöláverka (ISS=43). Rifa í vinstri lifrarlappa var saumuð. Sjúklingur lést vegna heilaáverka fimm dögum síðar. 4. Sex ára barn, vegfarandi í umferðarslysi, með fjöláverka (ISS=50). Rifa í vinstri lifrar- lappa var saumuð. Sjúklingur lést vegna heila- og brjóstholsáverka fimm dögum síðar. 5. Fimmtíu og sjö ára maður sem fengið hafði högg á kviðinn (ISS=9). Þetta var eina dauðsfallið sem ekki var af völdum umferðar- slyss. Sjúklingurinn reyndist hafa stóra skorpu- lifur með illkynja lifraræxli (hepatocelluar carcinoma) sem hafði rifnað. Æxlið var ekki skurðtækt og rifan saumuð. Sjúklingur lést vegna endurblæðingar þremur dögum síðar. 6. Níu ára barn sem varð fyrir bíl. Sjúklingur var meðvitundarlaus, í djúpu losti og með óreglu á hjartariti við komu á sjúkrahúsið (ISS=50). Hann var barkaþræddur, gefið blóð og fluttur strax á skurðstofu. Á brjóstkassa vinstra megin var 15-20 sm löng gapandi rifa. Við komu á skurðstofu var sjúklingur í hjarta- stoppi. Gert var opið hjartahnoð í gegnum rif- una og adrenalíni sprautað inn í hjartað. Sam- tímis var kviðarholið opnað og helltust út tveir til þrír lítrar af blóði. Hjartað fór í gang og blóðþrýstingur var mælanlegur. Sjúklingurinn reyndist hins vegar hafa margar djúpar rifur á neðra borði lifrar á báðum löppum. Sennilega var einnig rifa í holæð. Gífurleg blæðing var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.