Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 51 Æðaskurðlæknafélag íslands Tekjur geta verið mismunandi eftir stöðum og eru einna hæstar á austurströndinni en á móti kemur að þar er dýrast að lifa. Mismunandi er einnig eftir skól- um hversu mikil fríðindi menn hafa svo sem matarmiða og bókapeninga. Þegar líða tekur á námið reyna margir að fá sér aukavinnu sem er venjulega þokkalega launuð, 50-60 dollar- ar á tímann sé unnið á svoköll- uðum „walk in clinics" eða á slysadeildum. Sumarfrí eru þrjár til fjórar vikur á ári en venjulega eru ekki teknar nema ein til tvær vikur í senn. Flestir fá nokkra aukafrídaga yfir árið, svonefnda persónulega daga, en almennir frídagar eru færri en við eigum að venjast frá Is- landi. Lokaorð Ég vil hvetja unglækna til þess að hugleiða þann mögu- leika að leggja stund á fram- haldsnám í heimilislækningum í Bandaríkjunum. Ég tel heimil- islækningar sem stundaðar eru hér henta vel íslenskum aðstæð- um. Flestir skólar eru vel skipu- lagðir og mikið er lagt upp úr faglegum vinnubrögðum. Veg- ur heimilislækninga hefur vaxið hér á undanförnum árum og mikill áhugi og gróska er í grein- inni. Unglæknar sem eru að hugleiða framhaldsnám í heim- ilislækningum ættu óhikað að skoða möguleika á slíku námi í Bandaríkjunum. Greinarhöf- undur veitir fúslega allar ítar- legri upplýsingar, sem kann að verða óskað eftir. Heimildir 1. The American Academy of Family Physicians, Directory of Family Prac- tice Residency Programs, 1995. 2. The American Academy of Family Physicians, Annuals Residency Census Survey, 1973-1994. 3. The American Academy of Family Physicians, Fellowship Survey 1995. 4. Middlesex Hospital Family Pracice Residency Program; Residents Hand- book Hinn 3. desember síðastlið- inn var haldinn stofnfundur Æðaskurðlæknafélags íslands (The Icelandic Society for Vascular Surgery). Æðaskurð- læknafélag íslands er sjálfstæð- ur félagsskapur lækna um æða- skurðlækningar. Félagið er opið öllum læknum sem áhuga hafa á framgangi og markmiðum fé- lagsins. Markmið félagsins er að stuðla að framgangi æðaskurð- lækninga á íslandi. Stuðla að rannsóknum, fræðslu og gæða- mati á sviði æðaskurðlækninga og tengdra greina. Sinna sam- starfi og ráðgjöf við fyrirtæki, stofnanir og heilbrigðisyfirvöld sem áhuga hafa á æðaskurð- lækningum eða tengdum svið- um læknisfræðinnar. Stuðla að samstarfi innlendra og erlendra einstaklinga, stofnana og fé- lagasamtaka á þessu sviði og styðja námskeiðahald, útgáfu Sendið til Haraldar Haukssonar fræðslu-, kynningar- og frétta- efnis um æðasjúkdóma, nýjung- ar og tækni á sviði æðaskurð- lækninga eða tengdra greina. Framhaldsaðalfundur verður vorið 1997 og var nýkjörinni stjórn falið að vinna að endan- legri mótun félagsins og stofn- skrá og aðild að The Scand- inavian Association for Vascul- ar Surgery. Stjórn félagsins skipa: Dr. Stefán E. Matthíasson for- maður, skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, dr. Halldór Jóhannsson gjald- keri, handlækningadeild Land- spítalans og Haraldur Hauksson ritari, handlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Allir sem vilja verða stofnfé- lagar vinsamlegast fyllið í seðil- inn og sendið með bréfsíma áleiðis. Stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands ritara Æðaskurðlækningafélags íslands handlækningadeild FSA 600 Akureyri Bréfsími 462 4621 Óska eftir að vera stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands Nafn Staða Sérgrein Póstfang Staður Póstnúmer Sími Bréfsími Netfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.