Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
51
Æðaskurðlæknafélag
íslands
Tekjur geta verið mismunandi
eftir stöðum og eru einna hæstar
á austurströndinni en á móti
kemur að þar er dýrast að lifa.
Mismunandi er einnig eftir skól-
um hversu mikil fríðindi menn
hafa svo sem matarmiða og
bókapeninga. Þegar líða tekur á
námið reyna margir að fá sér
aukavinnu sem er venjulega
þokkalega launuð, 50-60 dollar-
ar á tímann sé unnið á svoköll-
uðum „walk in clinics" eða á
slysadeildum. Sumarfrí eru
þrjár til fjórar vikur á ári en
venjulega eru ekki teknar nema
ein til tvær vikur í senn. Flestir
fá nokkra aukafrídaga yfir árið,
svonefnda persónulega daga,
en almennir frídagar eru færri
en við eigum að venjast frá Is-
landi.
Lokaorð
Ég vil hvetja unglækna til
þess að hugleiða þann mögu-
leika að leggja stund á fram-
haldsnám í heimilislækningum í
Bandaríkjunum. Ég tel heimil-
islækningar sem stundaðar eru
hér henta vel íslenskum aðstæð-
um. Flestir skólar eru vel skipu-
lagðir og mikið er lagt upp úr
faglegum vinnubrögðum. Veg-
ur heimilislækninga hefur vaxið
hér á undanförnum árum og
mikill áhugi og gróska er í grein-
inni. Unglæknar sem eru að
hugleiða framhaldsnám í heim-
ilislækningum ættu óhikað að
skoða möguleika á slíku námi í
Bandaríkjunum. Greinarhöf-
undur veitir fúslega allar ítar-
legri upplýsingar, sem kann að
verða óskað eftir.
Heimildir
1. The American Academy of Family
Physicians, Directory of Family Prac-
tice Residency Programs, 1995.
2. The American Academy of Family
Physicians, Annuals Residency Census
Survey, 1973-1994.
3. The American Academy of Family
Physicians, Fellowship Survey 1995.
4. Middlesex Hospital Family Pracice
Residency Program; Residents Hand-
book
Hinn 3. desember síðastlið-
inn var haldinn stofnfundur
Æðaskurðlæknafélags íslands
(The Icelandic Society for
Vascular Surgery). Æðaskurð-
læknafélag íslands er sjálfstæð-
ur félagsskapur lækna um æða-
skurðlækningar. Félagið er opið
öllum læknum sem áhuga hafa á
framgangi og markmiðum fé-
lagsins.
Markmið félagsins er að
stuðla að framgangi æðaskurð-
lækninga á íslandi. Stuðla að
rannsóknum, fræðslu og gæða-
mati á sviði æðaskurðlækninga
og tengdra greina. Sinna sam-
starfi og ráðgjöf við fyrirtæki,
stofnanir og heilbrigðisyfirvöld
sem áhuga hafa á æðaskurð-
lækningum eða tengdum svið-
um læknisfræðinnar. Stuðla að
samstarfi innlendra og erlendra
einstaklinga, stofnana og fé-
lagasamtaka á þessu sviði og
styðja námskeiðahald, útgáfu
Sendið til Haraldar Haukssonar
fræðslu-, kynningar- og frétta-
efnis um æðasjúkdóma, nýjung-
ar og tækni á sviði æðaskurð-
lækninga eða tengdra greina.
Framhaldsaðalfundur verður
vorið 1997 og var nýkjörinni
stjórn falið að vinna að endan-
legri mótun félagsins og stofn-
skrá og aðild að The Scand-
inavian Association for Vascul-
ar Surgery.
Stjórn félagsins skipa:
Dr. Stefán E. Matthíasson for-
maður, skurðlækningadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur,
dr. Halldór Jóhannsson gjald-
keri, handlækningadeild Land-
spítalans og
Haraldur Hauksson ritari,
handlækningadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
Allir sem vilja verða stofnfé-
lagar vinsamlegast fyllið í seðil-
inn og sendið með bréfsíma
áleiðis.
Stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands
ritara Æðaskurðlækningafélags íslands
handlækningadeild FSA
600 Akureyri
Bréfsími 462 4621
Óska eftir að vera stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands
Nafn
Staða
Sérgrein
Póstfang
Staður
Póstnúmer
Sími
Bréfsími
Netfang