Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 saum eða hefti. Með þessu móti er hægt að komast hjá djúpum blæðingarstillandi saumum í gegnum lifrina en þeir geta valdið drepi. Lengi var talið að ekki væri óhætt að hafa klemmu á lifrarrótinni lengur en 15 mínútur í einu en nú er vitað um mörg tilfelli þar sem klemman var á í um það bil klukkustund sam- fleytt án þess að valda skaða (3,23,24). Stöðvist blæðingin ekki með aðferð Pring- les, er annað hvort um ranglæga (aberrent) lifrarblaðsslagæð að ræða eða blæðingu frá hol- æðinni. Ef um ranglæga lifrarblaðsslagæð er að ræða kemur sú vinstri nær alltaf úr vinstri magaslagæð og sú hægri frá efri hengisslagæð (25). Blæðing frá holæðinni er jafnan þar sem lifrarbláæðarnar sameinast henni sem er rétt fyrir ofan lifrina í börnum (26) en öllu neðar og inni í lifrinni hjá fullorðnum. Dánartíðni við holæðarblæðingu er talin vera um 80% (27,13) enda er blæðingin gífurleg og erfitt að komast að. Árið 1968 lýstu Schrock og samstarfsmenn (28) fyrst holæðarþræðingu sem framkvæmd var til að minnka blæðingu frá æðinni á meðan gert var við hana. Árangur hefur þegar á heild- ina er litið ekki verið góður (13,17,29) enda alltaf um mjög bráð tilfelli að ræða. Holæðar- þræðing, þar sem Foleyleggur var þræddur upp eftir æðinni, var reynd í einu tilfelli á Borgar- spítalanum en gaf ekki árangur, enda reyndist meginblæðingin við nánari athugun vera frá stórri portæðargrein og gekkst sá sjúklingur undir lifrarhögg. Lifrarhögg getur verið nauð- synlegt til að komast að holæðinni og gera við hana (1). Önnur ábending er mjög sprungin lifur þar sem alls staðar blæðir og sumir lifrar- bitar hafa misst blóðrás sína eða hafa vafasama blóðrás. Lykilatriði er losun á viðkomandi lifr- arhelft frá þindinni og frílögn á holæð strax í upphafi aðgerðar. Enn ein umdeilanleg aðferð við stöðvun lifrarblæðingar er að hnýta fyrir slagæð til viðkomandi lifrarblaðs. Forsendan væri blæðing djúpt í lifur, sem ekki væri hægt að komast að, en sem stöðvaðist við tíma- bundna sérlokun á æðinni. í flestum tilvikum mundi portæðarblóðið flytja lifrinni nægjan- legt súrefni (30,31). Pökkun með grisjum hefur ekki verið notuð á Borgarspítalanum sem aðal- meðferð við lifrarblæðingu, en séu bæði lifrar- blöð margsprungin og/eða storknunarhæfni blóðsins horfin vegna mikillar blóðgjafar getur hún verið eina leiðin til að stöðva blæðinguna. Pakkað er í kringum lifrina en ekki inn í rifurn- ar og ef sjúklingurinn lifir eru grisjurnar fjar- lægðar tveimur til þremur sólarhringum síðar þegar storknunarhæfnin hefur verið bætt. Ótrúlega góður árangur getur náðst með þess- ari aðferð (2,32) og í tilfelli 6 (sjá kaflann um dauðsföll) kynni hún að hafa verið eina ráðið. Þaö var hins vegar árið 1975 og þá ekki að ráði farið að tala um pökkun í þessu sambandi í læknatímaritum (2). Stöðvun á slagæðarblæð- ingu með hnoðrareki var heldur aldrei reynd (33). Heildaráverkarstigið má nota til að meta horfur sjúklings og gæði meðferðar. Einnig er nauðsynlegt að reikna það út ef bera á saman sjúklingahópa. Dánartíðni hjá sjúklingum með heildaráverkastig 16 er talin vera um 10% (34) en sárasjaldgæft er að sjúklingar lifi ef heild- aráverkastigið nær 50 (5). Horfurnar eru einn- ig háðar aldri sjúklings. I þessu uppgjöri frá Borgarspítalanum lést einn sjúklingur með heildaráverkastigið 9 en hann var með skorpu- lifur og illkynja lifraræxli sem sprakk. Aðrir sem létust höfðu heildaráverkastig upp á 41 eða hærra. Af 41 sjúklingi í þessu uppgjöri létust sjö eða 17%. í öðrum rannsóknum þar sem meirihluti sjúklinganna hafði lokaðan áverka eins og hjá okkur, hefur dánartíðni verið 12-32% (4,13,15-17,29,35). í aðeins tveimur af þessum tilvitnuðu greinum var dán- artíðnin þó undir 20%. Hin tiltölulega lága dánartíðni á Borgarspítalanum, og það að eng- inn sjúklingur með heildaráverkastig undir 41 og eðlilega lifur fyrir slysið lést, bendir til að meðferðin hafi verið í háum gæðaflokki. HEIMILDIR 1. Moore EE. Critical decisions in the management of hepatic trauma. Am J Surg 1984; 148: 712-6. 2. Felicano DV, Mattox KL, Jordan GL, Burch JM, Biton- do CG, Gruse PA. Management of 1000 consecutive cases of hepatic trauma (1979-1984). Ann Surg 1986; 204: 438-45. 3. Pringle JH. Notes on the arrest of hepatic hemorrhage due to trauma. Ann Surg 1908; 48: 541-9. 4. Defore WW, Mattox KL, Jordan GL, Beall AC. Man- agement of 1590 consecutive cases of liver trauma. Arch Surg 1976; 111: 493-6. 5. Baker SP, O’Neill B, Haddon W, Long WB. The injury severity score: A method for discribing patients with multiple injuries and evaluating emergency care. J Trau- ma 1974; 14: 187-96. 6. The abbreviated injury severity scale, 1990 revision. As- sociation for advancment of automative medicine. Des- Plaines. IL, 600 18, USA. 7. Þorvaldsson SE, Jónsson S, Gunnlaugsson Ó. Hemihe- patectomia. Læknablaðið 1978; 64/Suppl. 5: 62-4. 8. Heilbrigðisskýrslur 1986-87. Reykjavík: Landlæknisem- bættið, 1991. 9. Heilbrigðisskýrslur 1988. Reykjavík: Landlæknisemb- ættið, 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.