Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 hann finnur fyrir í vöðvum, einkum í ganglim- um. Iðulega líður þessum sjúklingum mjög illa og mikilvægt að rétt sé greint, til að ekki sé aukið á vanlíðanina með aukningu lyfja. Fáhreyfni er utanstrýtukvilli sem lýsir sér á svipaðan hátt og brottfallseinkenni geðklofa (39) og er oft greindur þannig. Einnig getur þessi kvilli verið illgreinanlegur frá þunglyndi (40) . Fáhreyfni fer oft saman með aukinni vöðvaspennu og skjálfta. Kemur þá fram auka- verkanamynd, sem minnir mjög á Parkinsons- veiki. í alvarlegum tilfellum verður andlitsfall, göngulag og staða áþekk og í Parkinsonsveiki (41) . Ljóst virðist að hætta á þessum aukaverkun- um vaxi með aukinni lyfjagjöf (37). Rannsókn- ir eru hins vegar misvísandi þegar borin er saman viðhaldsmeðferð með inntökulyfjum og forðalyfjum. Glazer (42) fór í gegnum átta samanburðar- rannsóknir og beitti viðurkenndri tölfræðilegri aðferð (Mantel-Haenszel) (11) til að meta nið- urstöðurnar. Ályktaði hann í framhaldi af því, að hættan á utanstrýtukvillum væri 1,5:1 forða- lyfjum í óhag. Ekki hafa þó allir fengið fram þennan mun. Hafa aðrir orðið til að draga saman niðurstöður á svipaðan hátt og greint minni aukaverkanir hjá þeim, sem fá forða- lyfjameðferð (9). Þá hafa margir orðið til að benda á, að í stórum hluta þessara rannsókna fá sjúklingar á forðalyfjum hlutfallslega stærri lyfjaskammta en hinir (37). Ljóst er að auka- verkanir draga úr meðferðarheldni sjúklinga og því mikilvægt að lyfjaskammtar séu ekki stærri en nauðsyn er til að halda sjúkdómsein- kennum f skefjum. 2. Síðfettur eru alvarleg og algeng aukaverk- un langtímameðferðar með sefandi lyfjum. Langflestir fá einungis mjög vægt form þessar- ar aukaverkunar. Þó er nokkur hluti sjúklinga sem verður fyrir verulegri truflun, jafnvel svo að þeir eiga erfitt með grunnatriði daglegs lífs eins og að matast, tala, ganga og jafnvel að anda (37). Oftast er þó eingöngu um útlitslýti að ræða, sem há sjúklingum lítt eða ekki, en trufla aðra (43). Algengi síðfetta er talið vera nærri 15-20% (44). Samandregnar niðurstöður 18 klínískra rannsókna sýndu að algengi síðfetta var 19,8% (7200 sjúklingar) og algengi sjálfsprottinna fetta (spontaneus dyskinesia) 5,9% (5900 sjúklingar). Munurinn er um 14%, sem er þá sennilega algengi síðfetta (45). í rannsókn (35) sem gerð var á geðdeild Landspítalans 1982, mældist algengi síðfetta einungis 7%, en al- gengi sjálfsprottinna fetta hérlendis er ekki þekkt. Ekki er vitað hví kvillinn er svo miklu fágætari hérlendis, en menn hafa velt fyrir sér hvort íslenskir læknar noti lægri skammta sef- andi lyfja en erlendir starfsbræður þeirra. Nýgengi síðfetta er talið 4-5% á ári (46) og var áður fyrr talið að gangur kvillans væri óum- flýjanlega á einn veg. Hann héldi áfram að versna og hyrfi aldrei. Þetta reyndist rangt, enda fer það illa saman við algengi nálægt 14%. Nýrri rannsóknir hafa sýnt, að síðfettur ganga til baka að talsverðu leyti þegar dregið er úr lyfjaskömmtum. í rannsókn var 27 sjúklingum fylgt eftir í fimm ár og lyf minnkuð eins og hægt var (47). Hjá 17 sjúklingum (63%), minnkuðu einkenni um síðfettur um meira en 50% og hjá níu sjúklingum minnkuðu einkenni um 76% á Table II. Incidence of drug-related side effects (35) and treatment. Side effect Incidence % Treatment Akathisia 16,3 Decrease dose, anticholinergic drugs help 50%, bensodiazepines may be useful Hypokinesia/akinesia 13.0 Anticholinergic drugs Rigidity 16.6 Anticholinergic drugs Tremor 20.5 Anticholinergic drugs Dyskinesia/hyperkinesia 12.8 Decrease dose or discontinue drug Concentration difficulties 6.6 Decrease dose Asthenia/lassitude 21.0 Decrease dose, use low-dose neuroleptics Sleepiness/sedation 17.0 Decrease dose, use low-dose neuroleptics Failing memory 4.4 Decrease dose Increased duration of sleep 14.2 Decrease dose, use low-dose neuroleptics Depression 1.1 Antidepressive drugs, anticholinergic drugs, neuroleptic drugs Neuroleptic malignant syndrome <1 (65,68-70) Discontinue neuroleptics, muscle relaxants, symptomatic treatment
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.