Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 52
48 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Elínborg Bárðardóttir Heimilislæknanám í Bandaríkjunum Tilgangur þessarar greinar er að kynna heimilislæknanám í Ðandaríkjunum, en nú hafa að minnsta kosti fimm íslenskir læknar stundað slíkt nám þar. Rætt verður um þróun heimilis- lækninga í Bandaríkjunum, uppbyggingu námsins, skipulag fræðslu, gæðaeftirlit svo og framhaldsnám og kjör meðan á námi stendur. Heimilislækningar eru ung grein í Bandaríkjunum. Elstu skólarnir eru 20-25 ára gamlir og vöxtur greinarinnar hefur verið hraður. Árið 1973 voru til dæmis 164 skólar viðurkenndir til framhaldsnáms í heimilis- lækningum með alls 874 stöður á fyrsta ári. Tuttugu árum síðar voru þeir 410 með samtals 3159 stöður á fyrsta ári. Flestir þess- ara skóla eru tengdir háskólum að meira eða minna leyti, ein- ungis örfáir eru reknir af hern- um eða einkastofnunum. Árið 1973 var hlutfall útlend- inga við nám í heimilislækning- um í Bandaríkjunum 9%, en ár- ið 1994 var það orðið 14%. Hlut- fall útlendinga hefur því heldur aukist þrátt fyrir aukna ásókn heimamanna í greinina. Greinarhöfundur er á þriðja ári í heimilislæknanámi við Mid- dlesex Hospital, Middletown, Connecticut, Bandaríkjunum. Heimilisfang: 7 Brentmore Drive, Cromwell, Ct 06416, USA Heimasími : (860) 632-2585 Vinnusími : (860) 344-6300 Netfang: oliogella@worldnet.att.net Námsskipulag Uppbygging náms í heimilis- lækningum er mismunandi eftir skólum sem allir fara þó eftir staðli sem settur er og fylgt eftir af ákveðinni nefnd (Residency Review Committee for Family Practice). Stefnt er að því að sérhver læknir fái kennslu og þjálfun sem nauðsynleg er til að hann geti veitt skjólstæðingum sínum þá bestu samhæfðu heil- brigðisþjónustu sem þekkt er á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að námið taki þrjú ár og er reynt að blanda saman vinnu inni á sjúkrahúsum og á heilsugæslu- stöðvum. Vinna á heilsugæslu- stöðvum eykst er líða tekur á námið og jafnframt er gefinn meiri kostur á að velja vinnu- staði til að auka þekkingu og reynslu á áhugasviðum. Yfirstjórn sérhvers skóla er í höndum yfirlæknis, sem venju- lega hefur viðskiptafræði- menntaðan framkvæmdastjóra sér til aðstoðar. Auk stjórnenda er einn kennari á hverja tvo til þrjá nemendur. Kennarar sjá um kennslu í formi kennslu- stofuganga og eru leiðbeinend- ur á heilsugæslustöðvunum. Einnig hafa þeir umsjón með morgunfundum og sjá um hluta af hádegisfyrirlestrum. Þeir eru einnig ráðgjafar og hafa faglega umsjón með námsframvindu og störfum nemenda og eru til taks vegna tilfallandi vandamála. Eins og nefnt hefur verið áður er uppbygging námsins mismunandi eftir skólum. Hér á eftir verður lýst uppbyggingu náms í einum skóla (Family Practice Residency Program Middlesex Hospital) en venju- lega er ekki stórtækur munur á skipulagi skóla. Fyrsta árið Á fyrsta ári er megináhersla lögð á spítalavinnu og árinu skipt niður í fjögurra vikna blokkir. Um er að ræða blokkir á lyflækninga-, barna-, slysa-, fæðinga-, kvensjúkdóma- og geðdeildum. Unnið er bæði á spítölum og göngudeildum í viðkomandi greinum. Enn- fremur er unnið á heilsugæslu- stöð einn eftirmiðdag í viku og hver nemandi er heimilislæknir fyrir um það bil 100 manna hóp. Annað árið Á öðru ári er aukin áhersla lögð á stofuvinnu og vikulega eru unnir tveir til fjórir hálfir dagar á heilsugæslustöð og eru um 250-300 manns í umsjá hvers nema. Samhliða því er áfram unnið á spítölum en nú sem reyndir annars árs læknar með kennsluskyldu og umsjón með fyrsta árs nemum. Einnig hefst kennsla í öðrum greinum svo sem húð-, tauga- og bæklunar- lækningum og unnið er á göngu- deildum og/eða stofu með sérf- ræðingum í viðkomandi grein- um. Þriðja árið Á þriðja ári er megináhersla lögð á stofuvinnu og vikulega eru unnir þrír til átta hálfir dag- ar á heilsugæslustöð. Fjöldi fjöl- skyldna í umsjá hvers nema eykst samhliða því og er í heild um 500 manns. Á þessu ári er ennfremur unnið á stofu eða göngudeildum með háls-, nef- og eyrna-, augn- og þvagfæra- skurðlæknum. Einnig er boðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.