Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 50

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 50
46 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Karl G. Kristinsson*, Þórólfur Guðnason**, Eggert Sigfússon***. Þróun sýklalyfjaónæmis og sýklalyfjanotkunar á íslandi Þörf á áframhaldandi aöhaldi Sýklalyfjaónæmi fer hratt vaxandi í heiminum og ógn- ar áframhaldandi verkun sýklalyfja. Á íslandi jókst sýklalyfjaónæmi hjá pneu- mókokkum mjög hratt á ár- unum 1990-1993 og náðu penisillín ónæmir stofnar um 20% nýgengi í pneumó- kokkasýkingum (mynd 1) (1, 2). í framhaldi af því varð talsverð umfjöllun um mikla sýklalyfjanotkun á Islandi og áhrif hennar á sýklalyfjaó- næmi. Rætt var um aðsteðj- andi vanda og mögulegar úr- bætur á læknafundum og ráðstefnum, auk umfjöllun- ar í tímaritum er snerta læknisfræði og heilbrigðis- mál og í almennum fjölmiðl- um. Árið 1991 var sett ný reglugerð sem afnam opin- bera niðurgreiðslu sýkla- lyfja, og minnkaði notkun sýklalyfja nokkuð í kjölfar hennar. Sýklalyfjanotkunin hefur síðan haldið áfram að minnka þrátt fyrir nánast óbreytt verð (mynd 2). I kjölfar reglugerðarbreyting- arinnar varð hlutfallsleg aukning á notkun súlfa-trím- etópríms (eitt ódýrasta sýklalyfið), en hún minnkaði svo aftur 1993. Niðurstöður rannsóknar á áhættuþáttum penisillínónæmis hjá pneu- mókokkum höfðu þá verið kynntar, en þær bentu til Frá sýklafræðideild* og barnadeild** Landspítalans, Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu*** þess að þessi lyfjablanda gæti verið sjálfstæður áhættuþáttur (3). Þetta bendir til þess að áróður gegn ofnotkun sýklalyfja hafi borið árangur, svo og að notkunin minnkaði hlutfalls- lega mest hjá börnum (mynd 3), en umfjöllunin hafði einkum beinst að því að draga úr notkun sýklalyfja við efri loftvegasýkingum hjá börnum. Heimilislæknar og barnalæknar hafa jafn- framt haft á orði að það hafi orðið viðhorfsbreyting hjá foreldrum. í stað þess að ætl- ast til þess að börn þeirra fái sýklalyf við einföldum efri loftvegasýkingum, er nú lík- legra að foreldrar spyrji hvort það sé í raun þörf á að gefa sýklalyf. Það að draga megi úr notkun sýklalyfja í heilu þjóðfélagi, en ekki aðeins á sjúkrahúsum eins og gert hefur verið áður, er afar uppörvandi. En hver eru áhrifin á sýklalyfja- ónæmið? Á árunum 1994 og 1995 hefur penisillínónæmum pneumókokkum farið fækk- andi á íslandi (mynd 1). Ekki er hægt að fullyrða að minnkandi sýklalyfjaónæmi hjá pneumókokkum á þess- um árum sé eingöngu til- komið vegna minnkandi sýklalyfjanotkunar. Það verður þó að telja líklegt, þar sem ekki er vitað til þess að dregið hafi úr öðrum þekktum áhættuþáttum á sama tíma. Þótt ætlunin sé að greina á ítarlegri hátt frá Fig 1. Proportion of pneumoccocci re- sistant to penicillin, cultured from pa- tients, in Iceland 1988-1995. DDD/1000 inhab./day 30 ------------------ 19881989199019911992199319941995 Year Fig 2. Amount (in defined daily dosag- es/1000 inhabitants/day) of antibacte- rials (J01) prescribed in lceland from 1988-1995. DDD/1000 inhab./year Year Fig 3. Amount (in defined daily dosag- es/1000 inhabitants/day) of antibacte- rials (J01) in mixtures prescribed in Iceland from 1988-1995.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.