Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 7

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 631 sykursýki og jafnvel fleiri þáttum, eftir því hver á í hlut. Slíkar forvarnir eiga sinn þátt í vaxandi líkum á langlífi. A svipuðum nótum má verjast heilaáföllum með því að meðhöndla hvfldar- og slagbilsháþrýsting, lækka kólesteról og forðast reykingar. Aspirín í lágum skömmtum gefur verulegan ávinning ef æðakölkun í heila og hjarta hefur þegar gert vart við sig. Enn- fremur auka opnar og lokaðar aðgerðir við kransæðaþrengslum lífslíkur og eins aðgerðir við hálsæðaþrengslum, ef þau eru á háu stigi og með einkennum (8). Blóðþynning við gáttatifi skiptir máli, en ekki síður að stilla meðferðina nákvæmlega á INR gildi 2-4 (9). Forvarnir á öllum stigum, fyrsta, öðru og þriðja stigi, skila árangri og margir hafa þar hlutverk; einstak- lingurinn, heimilislæknirinn, lyflæknirinn, skurðlæknirinn og öldrunarlæknirinn. Öldrunarmat hefur sannað gildi sitt. Sjúk- dómar aldraðra eru margvíslegir og birtingar- myndir breytilegar eftir einstaklingum. Grein- ingarvinna verður skilvirkari og hefur verið sýnt fram á bætta greiningarvinnu á þunglyndi og heilabilun. Endurhæfing leiðir til bættrar færni og lyfjanotkun minnkar gjarnan. Loks hefur verið sýnt fram á bætta nýtingu á heil- brigðisúrræðum og aukningu í heimaþjónustu, en færri innlagnir á sjúkrahús og færri einstak- lingar þurfa langtímavistun. Öldrunarlækning- ar hafa því sérstaka þýðingu fyrir bráðasjúkra- hús, þar sem ná þarf hámarks nýtingu á hverju rúmi sérhæfðra deilda (10). Öldrunarlækning- ar gegna lykilhlutverki í skilunum milli sjúkra- húsþjónustu og langtíma umönnunar, hvort heldur er í heimahúsi eða á elli- og hjúkrunar- heimilum. Aldraðir einstaklingar sem eru full- greindir og endurhæfðir á öldrunarlækninga- deildum þurfa að eiga greiðan og óhindraðan aðgang að langtímaúrræðum, þannig að ekki verði tafir í tilfærslum innan hinna kostnaðar- sömu hátækni- og bráðasjúkrahúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, en slíkar tafir draga úr afköstum margra deilda, þar á meðal öldrunarlækningadeilda. Einnig er ósanngjarnt gagnvart öldruðum að þeir þurfi að dvelja á sjúkrahúsum, þegar heimilislegri valkostir ættu við. Með því að seinka aldurstengdum sjúkdóm- um sparast umtalsverð útgjöld vegna þessara sjúkdóma. Vistun aldraðra kostar til dæmis um sex milljarða króna á ári. Meðalævilíkur á hjúkrunarheimili eru 3,6 ár og með því að fresta inntöku um 1,2 ár sparast tveir milljarðar að öðrum forsendum óbreyttum (11). Ýmsir útgjaldaliðir heilbrigðiskerfisins í dag leiða til framtíðarsparnaðar þar sem þeir fela í sér kostnað við aðgerðir er draga munu úr fötlun (12). Ef litið er á heilbrigðiskostnað á æviskeið- inu öllu sýnir sig að síðasta ár ævinnar er kostn- aðarsamast. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að þessi kostnaður er lægri fyrir aldraða en unga (1). Með því að fyrirbyggja sjúkdómsein- kenni og fötlun er því ekki aðeins verið að bæta líðan og líf fólks, heldur er það einnig fjárhags- lega skynsamlegt fyrir samfélagið. Hin mikla fjölgun aldraðra samfara auknum ævilíkum gerðu það að verkum að ritstjórar yfir 90 læknatímarita í 33 löndum völdu að vekja athygli alheimsins á þessu sviði með því að helga októberhefti blaða sinna þessu mál- efni. Læknablaðið er eitt þessara blaða. Einn helsti heilsufarsvandi aldraðra er heilabilun og er því vel við hæfi að þrjár greinar þessa tölu- blaðs fjalli um það efni. Einnig er fjallað ítar- lega um forvarnir. Fyrsta meðferðarmarkmið hjá öldruðum á að vera að viðhalda færni og vellíðan. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu og leita eftir lífsviðhorfum þeirra, ekki síst við lífslok (13). Á öðrum æviskeiðum getum við ítrekað gildi forvarna í bættri heilsu á efstu árum. Ef heil- brigði, færni og meðalaldur eykst vaknar hins vegar upp sú áleitna spurning hvort eftirlauna- aldur eigi að hækka. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Stephan G.Stephansson (1901) Jón Eyjólfur Jónsson Pálmi V. Jónsson HEIMILDIR 1. Lubitz J, Beebe J, Baker C. Longevity and Medicare expenditures. N Engl J Med 1995; 332; 999-1003. 2. Jónsson G, Magnússon MS. Hagskinna. Sögulegar hag- tölur um ísland. Reykjavík: Hagstofa íslands, 1997. 3. Rowe JW, Kahn RL. Human aging: usual and success- ful. Science 1987: 237; 143-9. 4. Fiatarone MA, O'Neill EF, Ryan ND, Clements KM, Solares GR, Nelson ME, et al. Exercise training and nutritional supplementation for physical frailty in very elderly people. N Engl J Med 1994; 330: 1769-75. 5. Bush TL, Miller SR, Criqui MH, Barrett-Connor E. Risk factors for morbidity and mortality in older pop- ulations: an epidemiologic approach. In: Hazzard WR, Andres R, Bierman EL, Blass JP, eds. Principles of Geriatric Medicine and Gerontology. 3rd ed. USA: McGraw-Hill, 1994.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.