Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 17

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 641 tækisins á íslandi árið 1994. í þeirri könnun kom meðal annars fram að nær allir vistmenn voru skráðir sjálfráða, enda þótt um það bil helmingur hafi haft einhvers konar vitræna skerðingu. Heilabilun var ein algengasta sjúk- dómsgreiningin. Fjórðungur allra tók geð- deyfðarlyf og 54-62% íbúanna tóku róandi lyf og svefnlyf. Atta af hverjum 10 voru með gervi- tennur og um þriðjungur átti erfitt með að tyggja. Margar fleiri athyglisverðar niðurstöð- ur komu fram og er þeim lýst í sérstakri skýrslu. Inngangur Lengi hefur verið vitað að víðtækt öldrunar- mat er lykill að því að ná sem bestri líkamlegri og andlegri færni aldraðra ásamt með því að auka lífsgæði þeirra. Rannsóknir hafa staðfest að víðtækt öldrunarmat bætir gæði þjónustu við aldraða og dregur úr ótímabærri vistun á öldrunarstofnunum með því að bæta færni og líðan aldraðra, hvort heldur um er að ræða sjúkrahús eða göngudeildir (1-6). Nýleg þróun staðfestir gildi víðtæks öldrun- armats á elli- og hjúkrunarheimilum. Tilurð RAI (Resident Assessment Instrument) mæli- tækisins og notagildi er lýst með augum höf- unda mælitækisins (7), jafnframt er lýst nokkr- um af niðurstöðum íslenskrar forkönnunar á Stór-Reykjavíkursvæðinu árið 1994. RAI-mælitækið RAI mælitækið var þróað í Bandaríkjunum fyrir tilstuðlan Bandaríkjaþings með setningu laga árið 1987. Lög þessi urðu til vegna upplýs- inga um misjafna þjónustu og gæði á öldrunar- stofnunum þar í landi. Mikilvægasta ákvæði laganna er að þróa skuli algilt, víðtækt mats- tæki fyrir þá sem dvelja á öldrunarstofnunum. Víðtækt færnimat aldraðra skyldi verða horn- steinn meðferðaráætlana er skyldu miða við að bæta, viðhalda og draga sem mest úr tapi á færni einstaklingsins. Stjórnsýslustofnun fjár- magns til heilbrigðismála (Health Care Financ- ing Administration) annaðist yfirumsjón með verkinu en þróun mælitækisins var í höndum hóps rannsóknaraðila. Þróun mælitækisins hófst síðla árs 1988. Stofnaðir voru 18 klínískir vinnuhópar til að þróa, prófa og endurskoða einstaka þætti og vinnuferli. I vinnuhópunum voru fjölmargar heilbrigðisstéttir; öldrunarlæknar, hjúkrunar- fræðingar, félagsráðgjafar, næringarráðgjafar, sjúkra- og iðjuþjálfar, talmeinafræðingar og tannlæknar, auk stjórnenda öldrunarstofnana, virkniráðgjafa og annarra fræðimanna. Þróun- in fól í sér nokkur mikilvæg skref: 1. að yfirfara eldri mælitæki, 2. að ákvarða hvaða þættir væru innifaldir, 3. að ákvarða atriði, skilgrein- ingar og fjölda valkosta í hverjum þætti, 4. að ákvarða gildi og áreiðanleika mælitækisins og 5. að þróa kennslu- og þjálfunarefni sem fylgdi mælitækinu. Þróunarhópurinn yfirfór meira en 80 þekkt öldrunarmatstæki og greindi lykilatriði sem yrðu að felast í mælitækinu. Þó að mörg mæli- tækjanna væru góð þá voru þau öll takmörkuð að einu eða öðru leyti og ekkert þeirra gaf heildræna mynd af hinum aldraða. Sérstaklega vantaði að þau lýstu styrkleika og óskum ein- staklingsins svo og þörfum hans. Einnig voru mörg tækjanna tengd ákveðinni heilbrigðis- stétt og þróuð til dæmis fyrir lækna, hjúkrunar- fræðinga, sjúkra- eða iðjuþjálfa. RAI mælitæk- inu er ætlað að vera heildrænt og stuðla að og auðvelda tjáskipti milli þverfaglegra teyma er annast hinn aldraða. Þannig skyldi mælitækið verða hið sameiginlega tungumál teymisins, til dæmis læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráð- gjafa, næringarfræðings og sjúkra- og iðju- þjálfa. Það skyldi einnig vera nothæft á venju- legu hjúkrunarheimili, sem jafnvel hefði ekki á að skipa fullkomnu teymi heilbrigðisstarfs- manna til að annast hinn aldraða. Mörg annars ágæt mælitæki tóku ekki tillit til þess að fjöldi vistmanna á öldrunarstofnunum hefur vitræna skerðingu og getur því ekki tjáð sig um eigin þarfir. Áður en mælitækið var reynt fyrst hafði það verið endurskoðað 27 sinnum vegna athuga- semda frá hundruðum klínískra sérfræðinga vítt um Bandaríkin. Mælitækið var prófað á 28 öldrunarstofnunum í sex fylkjum og meira en 600 vistmenn voru metnir. Með þessum próf- unum voru gildi og áreiðanleiki mælitækisins og kennsluefnisins metin og reynt var að fækka matsþáttum svo sem kostur var (8). Áður en mælitækið var endanlega frágengið hafði það verið þróað í gegnum meira en 40 vinnuhand- rit. Einnig hafa verið þróuð minni mælitæki úr einstökum þáttum RAI mælitækisins til að lýsa vitrænni getu (9), andlegri- og félagslegri líðan (10), svo að dæmi séu tekin, og þau borin sam- an við „gullstaðal“ mælitæki, svo sem Folstein Mini-Mental Status prófið hvað vitræna getu varðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.