Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 25

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 649 betur fram á áhættuþætti. Árið 1989 birtist samanburðarrannsókn á þýði í Finnlandi og Kína (11), og var notað staðlað MMS-próf. Núna er verið að gera nokkrar stórar slíkar rannsóknir og má nefna rannsókn er gerir sam- anburð á landsvæðum í Indlandi og Banda- ríkjunum (12) og einnig hina svokölluðu Ni- Hon-Sea rannsókn sem ber saman tíðni heila- bilunar og mismunandi orsaka hennar í Japan, Honolulu og Seattle (13). Sú rannsókn sem hér er lýst var gerð samtím- is og með sömu aðferðum á tveimur aðskildum landsvæðum á Islandi. Notuð voru einföld mælitæki á vitræna getu og getur niðurstaðan því ekki sýnt eiginlega tíðni heilabilunar því ekki er tekið tillit til annarra klínískra þátta. Höfundum er ekki kunnugt um rannsókn sem gerir samanburð milli landsvæða innan sama lands, samtímis og með sömu mælitækjum. Tilgátan var sú að enginn munur væri á tíðni heilabilunar á þessum landsvæðum og að heild- arniðurstöður gæfu góða mynd af tíðni ein- kenna heilabilunar í dreifbýli á íslandi. Efniviður og aðferðir Höfundar þjálfuðu tvo sálfræðinema og kennara í notkun sálfræðiprófanna. Þeir skiptu með sér landsvæðunum og að prófunum lokn- um fóru höfundar yfir þau öll, mátu vafaatriði og skráðu niðurstöður. Haft var samstarf við heilsugæslulækna á hvoru landsvæði og voru þeir til aðstoðar varðandi aðstöðu og skipulag. Rannsóknin fór fram sumarið 1992 og fram á haustið og var ýmist farið heim til viðkomandi eða þeir boðaðir á heilsugæslustöð. Haft var samband við alla einstaklinga 70 ára og eldri hvort sem þeir bjuggu á heimilum sínum eða á stofnun og falast eftir þátttöku. Einstaklingar sem ekki voru í ástandi til að taka þátt voru skráðir. í töflu II má sjá fjölda íbúa 70 ára og eldri, fjölda þeirra sem haft var samband við og fjölda þátttakenda í sálfræðiprófum. Farið var eftir þjóðskrá frá 1. desember 1991 og ekki rætt við aðra en þá sem þar var að finna. Ekki var farið í aðra landshluta til að leita uppi brott- flutta. Notuð voru einföld próf og fyrirlagning þeirra er með alveg stöðluðum fyrirmælum Eftirfarandi próf voru notuð: * MMS-próf (10). Notast var við þýðingu Krist- ins Tómassonar frá 1986 (14). Þetta er mest notaða skimprófið á heilabilun í dag og gefur það frá 0 stigum (alvarleg glöp) upp í 30 stig (eðlilegt). * Líkingar úr WAIS greindarprófi Wechslers (Wechsler Adult Intelligence Scale) fyrir full- orðna (15). Spurt var um sameiginleg einkenni orðapara, til dæmis hvað líkt sé með banana og epli, alls 13 pör. Prófið mælir tjáningargetu og hugtakamyndun. Svörin voru skráð og síðan metin eftir á af einum höfunda (ÞJJ). * Slóðarpróf A (16). Dregin er lína á blaði milli tölustafa frá einum upp í 25 og mældur tími í sekúndum. Prófið mælir hraða hugsunar og framkvæmdar. * Slóðarpróf B (16). Dregin er lína milli tölu- stafa og bókstafa til skiptis (1-A-2-B-3-C og svo framvegis) og mældur tíminn í sekúndum. Prófið metur hæfileikann til að vinna úr tveim- ur áreitum samtímis auk þess sem hraði hugs- unar og framkvæmdar skiptir máli. Ekki var spurt um skólagöngu í þessari rann- sókn en sumarið 1993 var úrtak úr þýðinu rann- sakað nánar og var þá spurt um skólagöngu. Til að meta brottflutning voru fengnar upp- lýsingar úr þjóðskrá um fjölda búsettra ein- staklinga á báðum landsvæðum á tímabilinu frá og með 1920 til og með 1970 með 10 ára milli- bili. Munur milli landsvæða var metinn með t- prófi. Tölfræðilega marktækur munur var skil- greindur sem p-gildi undir 0,05. Niðurstöður Heimtur voru sambærilegar á báðum svæð- um eða 79,3% á svæði L og 79,8% á svæði S. Eins og sjá má í töflu III var mjög marktækur munur á niðurstöðum eftir landsvæðum í öllum prófunum fjórum. Misjafnt var hversu margir gátu leyst af hendi mismunandi próf. Slóðar- próf B reyndist of erfitt fyrir meirihluta þátt- Table II. Inhabitants in areas of agriculture (area A) andftshing (area F) aged 70 and over Dec 1,1991 and their participation. Age in years Interviewed Participating Region 70-74 >75 n (%) n (%) Area A 113 240 280 (79.3) 256 (72.5) Area F 85 153 190 (79.8) 185 (77.7) Total 198 393 470 (79.5) 441 (74.6)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.