Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 651 um ræðir því munurinn er mjög marktækur á öllum prófum þótt þau séu misjafnlega við- kvæm fyrir prófstað. Þegar MMS-prófið er lagt fyrir er meðal annars spurt um hvar viðkom- andi er staddur og mætti ætla að flestum heila- biluðum gangi betur að svara þeirri spurningu ef prófað er á heimili þeirra en ef þeir eru staddir á öðrum stað. Ef einstakir þættir í MMS-prófinu eru skoðaðir sérstaklega bendir niðurstaðan til þess að prófstaður hafi lítið að segja í þessari rannsókn. Önnur próf svo sem slóðarpróf A eru lítið eða ekkert viðkvæm fyrir staðsetningu próf- staðar en þá er sá tími mældur er tekur að leysa af hendi einfalt verkefni (sjá aðferðir). Líkamlegt heilsufar getur haft áhrif á niður- stöður svo sem léleg sjón eða heyrn, léleg hreyfifærni, skjálfti og fleira. Ef allir eru teknir út úr útreikningum sem prófendur mátu að hefðu líkamlega ágalla er gætu haft áhrif á frammistöðu er niðurstaðan sú sama. Þá er að leita skýringa í mismun á þýði. Heimtur voru nánast hinar sömu á báðum svæðum og brottfall einnig. Aldur er sterkasti áhættuþátturinn fyrir heilabilun og hefði ald- ursmunur milli landsvæðanna auðveldlega geta skýrt mikinn mun á útkomu prófanna. Aldur þátttakenda á svæði S reyndist hins veg- ar eilítið hærri en á svæði L. Kynjamunur, áhrif hugsanlegs brottflutnings og skólaganga geta ekki skýrt framkominn mun. Hugsanlegt er að munurinn geti skýrst af arfgengi en ekki er að finna upplýsingar úr þessari rannsókn sem geta varpað ljósi á þann möguleika. Nú hefur til dæmis komið í ljós, en var ekki vitað er þessi rannsókn fór fram, að til er arfgengur áhættuþáttur fyrir Alzheimers sjúkdóm. Um er að ræða afbrigði af einu burð- arefna blóðfita, apólípóprótín E4 (ApoE4), en önnur afbrigði ApoE2 og ApoE3 hafa ekki í för með sér aukna hættu á sjúkdómnum (19). Ekki hefur verið athugað hvernig arfgerð Is- lendinga er með tilliti til þessara afbrigða og er nauðsynlegt að kanna það. Annar möguleiki sem ekki er unnt að meta út frá fengnum niðurstöðum er að mismunandi árangur skýrist með mismunandi menningu. A þeim tíma sem fólk af þessari kynslóð er að vaxa og þroskast er atvinnulíf á svæði L að miklu leyti bundið við landbúnað en atvinnulíf á svæði S við sjávarútveg. Getur verið að ís- lensk bændamenning leiði til betri vitrænna hæfileika en íslensk sjómannamenning? Rann- sóknin hefur þannig ekki getað leitt í ljós skýr- ingu á þeim marktæka muni sem virðist vera á hæfileika aldraðra á tveimur aðskildum dreif- býlislandsvæðum á íslandi til að leysa af hendi einföld verkefni sem byggja á vitrænni getu. MMS-prófið hefur meðal annars verið notað til að kanna algengi heilabilunar. Oftast nær er miðað við ákveðin mörk í prófinu og ályktað að miklar líkur séu á heilabilun ef niðurstaðan er 22 eða 23 stig eða færri. Þessi mörk hafa þó sýnt sig vera mjög breytileg eftir menntun, allt frá 17/18 meðal þeirra sem ekki eru læsir til 25/26 meðal þeirra sem eru langskólagengnir (20). Ef notuð eru mörkin 22/23 stig í þessari rannsókn er tíðni heilabilunar 14,4% á svæði L en 35,7% á svæði S, í heildina 23,4%. Ef hins vegar eru notuð mörkin 21/22 stig sem er senni- lega nær sanni miðað við skólagöngu verður tíðnin 10,5% á svæði L en 28,1% á svæði S. Einnig verður að hafa fyrirvara á hinni íslensku útgáfu prófsins því leiða má rök að því að hún sé erfiðari en enskar og skandinavískar útgáf- ur. Tvennt veldur þessu. í íslensku útgáfunni er orðið „vernd“ stafað afturábak. Þetta er hugtak en ekki hlutlægt orð eins og til dæmis orðin „world“ og „penge“ sem stöfuð eru í ensku og í dönsku útgáfunum. Því eru líklega fleiri sem eiga erfitt með þennan lið verkefnis- ins á Islandi en í öðrum löndum. Auk þess er tíðni orðsins „vernd“ aðeins 26 af hverjum milljón íslenskum orðum en tíðni orðsins „world“ nálægt 600 í sama úrtaki enskra orða. í annan stað er notuð orðarunan „engin ef og eða en“ í því skyni að fá þátttakanda til að hafa eftir og er hún algerlega merkingarlaus. I öðr- um tungumálum eru notaðir málshættir sem eru lítillega breyttir svo sem í ensku útgáfunni: „no ifs ands or buts“ og er það þannig auðveld- ara úrlausnar en samhengislaus smáorð Af ofangreindum ástæðum kemur ekki á óvart að tíðni heilabilunar samkvæmt íslensku útgáfu MMS-prófsins skuli vera hærri en í er- lendum rannsóknum. í rannsókn í Kungshol- men í Stokkhólmi (17) reyndust 16,3% þátttak- enda 75 ára og eldri fá 23 stig eða færri á MMS-prófinu og voru af þeim sökum grunaðir um að hafa heilabilun. í þeirri rannsókn voru einstaklingar skoðaðir bæði innan og utan stofnunar. Þessa tiltölulega lágu tíðni heilbil- unar má sennilega skýra með skólagöngu en 25% þeirra höfðu gengið í framhaldsskóla eða háskóla. I rannsókn í Osló (21) sem aðeins náði til íbúa sem bjuggu utan stofnana fengu 11,1%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.