Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 34

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 34
656 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Árið 1991 fannst stökkbreyting í APP geni hjá fjölskyldu með snemmkominn Alzheimers sjúkdóm. Þrátt fyrir leit að stökkbreytingum í APP geni meðal hundruða fjölskyldna hafa þær aðeins fundist í 10 til 15 fjölskyldum. Árið 1992 var stökkbreyting í PS-1 geni tengd við snemmkominn Alzheimers sjúkdóm. Fleiri en 35 mismunandi stökkbreytingar meðal 60 óskyldra fjölskyldna hafa fundist í PS-1 geninu. Um helmingur þeirra sem fá ættlægan, snemm- kominn Alzheimers sjúkdóm eru með stökk- breytingu í þessu geni. Þeir sem hafa stökk- breytingu í PS-1 geni fá sjúkdóminn oft fyrir fimmtugt og jafnvel fyrir fertugt. Þriðji kím- línugenagallinn fannst svo 1995 í PS-2 geni með því að kemba genamengið í leit að samsvarandi DNA-bút við PS-1 genið. Tvær ólíkar stökk- breytingar hafa fundist í PS-2 geni. Afbrigði apólípóprótíns E (ApoE4) eykur líkur manna á að fá síðkominn Alzheimers sjúkdóm, en það er til í þremur afbrigðum: ApoE2, ApoE3 og ApoE4. Þrjár genasamsæt- ur (e2, e3 og e4) á litningi 19ql3.2 skrá mismun- andi afbrigði af ApoE. Aukin áhætta fylgir arf- hreinu arfgerðinni e4 (e4/e4). Sama á við um þá sem eru arfblendnir um samsætuna e4 (e3/e4 eða e2/e4) þó að áhætta þeirra aukist ekki í sama mæli og hinna arfhreinu. Fleiri litningasvæði hafa verið tengd við síð- kominn Alzheimers sjúkdóm. Sem dæmi má nefna svæði á litningi 12. Einnig hafa stökk- breytingar í hvatberagenum sem skrá cýtó- króm c oxíðasa (CO) ensím verið tengd við Alzheimers sjúkdóm. Inngangur Alzheimers sjúkdómur er stigvaxandi hrörn- unarsjúkdómur í miðtaugakerfi sem einkum herjar á eldra fólk og leiðir til vitglapa (dem- entia). Árið 1907 lýsti þýski taugasérfræðingur- inn Alois Alzheimer (1864-1915) fyrstur manna einkennum sjúkdómsins og þeirn sjúklegu breytingum í heila sem fylgja honum. Alzheim- ers sjúkdómur einkennist öðru fremur af minn- istapi, skertri dómgreind og versnandi skiln- ingi. Þessi einkenni ágerast og á seinni stigum sjúkdómsins bregst minnið nær alveg og sjúk- lingurinn verður ófær um að annast sig sjálfur. Alzheimers sjúklingar lifa í sjö ár að meðaltali frá fyrstu einkennum (1-3). Sjúkdómurinn er algengur meðal aldraðra og er talið að um 10% þeirra sem komnir eru yfir 65 ára aldur þjáist af honum. Liðlega 90% Alzheimers sjúklinga fá síðkominn sjúkdóm, en þá er átt við að sjúkdómurinn greinist eftir 65 ára aldur. Talið er að allt að helmingur gamalmenna yfir 85 ára þjáist af Alzheimers sjúkdómi (3). Eina örugga leiðin til að greina Alzheimers sjúkdóm er með nákvæmri rannsókn á heila eftir að sjúklingurinn er látinn. Ný heilaskönn- unartækni, sem nefnd er jáeindar útgeislunar sneiðmyndataka (positron emission tomogra- phy, PET), gerir kleift að mæla virkni acetýl- kólínesterasa í heila, en það gæti hjálpað til að greina Alzheimers sjúkdóm jafnvel á byrjunar- stigum. Þessi tækni nýtir sér þá staðreynd að virkni acetýlkólínesterasa minnkar hjá Alz- heimers sjúklingum (4). Alzheimers sjúkdómur lýsir sér með hrörn- un heilabarkar, dauða taugafrumna, fjölgun taugatróðs svo sem stjarnfrumna, uppsöfnun á tau-prótínum í taugatrefjaflækjur (neurofibrill- ary tangles, NFT) og útfellingum á amýloid beta peptíði (Aþ) í taugaflögur (neuritic pla- ques, NP). Taugatrefjaflækjur og taugaflögur eru þráðlaga prótínútfellingar sem greina Alz- heimers sjúkdóm frá elliglöpum af öðrum or- sökum. Taugatrefjaflækjur eru þræðir sem myndast inni í frumu og eru gerðir úr fjölliðuðu tau-prótíni. Taugaflögur eru flögur sem mynd- ast utan frumnanna og eru að verulegu leyti gerðar úr amýloid beta fjölpeptíðum (5-7). Nýlega var lýst nýrri gerð af flögum sem gerðar eru úr óþekktu 100-kd prótíni. Mikið af þess- urn flögum fannst í heilum 32 Alzheimers sjúklinga og sex einstaklinga með Downs heilkenni sem rannsakaðir voru. Þær voru á svipuðum heilasvæðum og amýloid flögurnar en þó aðskildar frá þeim (8). Virkni ensímsins kólínacetýltransferasa er minnkuð í heila Alzheimers sjúklinga á sama hátt og virkni acetýlkólínesterasa (4). Ensímin eru nauðsynleg til myndunar boðefnisins acetýlkólíns og finnast í acetýlkólínháðum taugafrumum. Þessi efnaskiptabreyting í heila endurspeglar dauða acetýlkólínháðra heila- frumna sem byrjar líklega snemma í sjúkdóms- ferlinu. Þetta samband vitrænnar heilastarf- semi og dauða acetýlkólínháðra taugafrumna hefur verið undirstaða þeirrar lyfjameðferðar sem reynd hefur verið við Alzheimers sjúk- dóm. Meðal annars hafa verið notuð lyf sem hemla sundrun acetýlkólíns og auka þannig virkni acetýlkólínháða miðtaugakerfisins (9). Hin nýja heilaskönnunaraðferð með jáeindar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.