Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
665
is- og tryggingamálaráðuneytisins. Fyrsta veit-
ing sérfræðiréttinda í öldrunarlækningum var
árið 1981 og til þessa hafa á annan tug íslenskra
lækna hlotið slík réttindi.
Öldrunarlækningar hafa verið skilgreindar
af Félagi breskra öldrunarlækna sem undir-
grein almennra lyflœkninga sem fœst við klín-
ísk, fyrirbyggjandi, læknanleg ogfélagsleg við-
horf á heilsuvanda aldraðs fólks. Sérhœfingin
felst íþví að kunna skil áfjölþátta sjúkdómum,
margbreytilegum sjúkdómseinkennum og hlut-
verki félagslegs stuðningsnets fyrir hinn aldraða
einstakling (2). Markmiðum öldrunarlækninga
er lýst með fjórum áhersluatriðum:
1. Að stuðla að því að eldra fólk lifi á virkan
og eðlilegan hátt.
2. Að fyrirbyggja sjúkdóma eða greina þá og
meðhöndla sem fyrst.
3. Að draga úr þjáningum vegna fötlunar og
stuðla að eðlilegri sjálfsbjargargetu sem lengst.
4. Að veita líkn við lok lífs.
í öldrunarlækningum eru forvarnir þunga-
miðjan í stefnumörkun greinarinnar. Flestar
sérgreinar læknisfræðinnar hafa forvarnir að
markmiði sínu og stjórnvöld margra landa setja
forvarnir í fremsta sæti löggjafar um heilbrigð-
isþjónustu.
Forvarnir: Forvarnir felast í því að fyrir-
byggja að heilsuvandi verði til eða nái fram að
ganga. Þær miða að því að koma í veg fyrir eða
minnka þekkta áhættuþætti sjúkdóma og draga
úr afleiðingum sjúkdóma, fylgikvillum þeirra
og fötlun. Forvarnir eru venjulega flokkaðar í
þrjú stig eftir því hvar í sjúkdómsferlið er gripið
(tafla I). Fyrsta stig forvarna felst í því að draga
úr myndun áhættuþátta, annað stig í því að
greina sjúkdóma á frumstigi, það er áður en
þeir eru farnir að gefa einkenni. Priðja stigs
forvarnir felast í því að draga úr líkum á fylgi-
kvillun og fötlun vegna sjúkdóms. Líta má á
hvers kyns endurhæfingu sem forvörn gegn
niðurrifsafli sjúkdómsins.
A undanförnum árum hefur þekkingu á hin-
um fjölþættu sviðum öldrunarfræða fleygt fram
og margar hagnýtar rannsóknir verið gerðar.
Margir búast við stórstígum framförum á sviði
öldrunarfræða á næstu árum og áratugum.
Þekking á aldurstengdum sjúkdómum hefur
einnig aukist, ekki síst með tilkomu sérhæfing-
ar á sviði öldrunarlækninga. Námskeið fyrir
verðandi eftirlaunaþega hafa víða verið haldin
og hafa þau sett sitt mark á forvarnarstarf fyrir
aldraða (3).
Forvarnir á forstigi byggja á þekkingu á
áhættuþáttum hinna aldurstengdu sjúkdóma.
Ahættuþættirnir eru fundnir með faraldsfræði-
legum þýðisrannsóknum og reiknaðir með töl-
fræðilegum aðferðum. Sem dæmi um sjúk-
dóma sem mögulega væri unnt að fyrirbyggja á
forstigi má nefna:
1. Fjölæðaglöp og slag, með betri stjórnun á
blóðþrýstingi.
2. Beinþynningu, með hormónagjöf.
3. Kransæðasjúkdóma, með hollu mataræði
og reykbindindi.
4. Glöp, hjartabilun, brisbólgu og skorpulif-
ur, tengd áfengisneyslu.
5. Offitu, liðagigt, sykursýki og hækkaða
blóðfitu, vegna ofáts og/eða kyrrsetu.
6. Ristilsarpafjöld og gallsteina, með neyslu
nægra trefjaefna.
7. Lungnaþembu, langvinnt berkjukvef og
lungnakrabbamein, tengt reykingum.
8. Næringarskort, sem stafar af einhæfu eða
of litlu fæði.
9. Aukaverkanir lyfja (iatrogenesis).
Aldrað fólk nýtur góðs af fjölbreyttum lyfj-
um og talið er að það neyti um helmings allra
lyfseðilsskyldra lyfjaílandinu. Það hefur vissar
hættur í för með sér og margir aldraðir njóta
leiðsagnar hjúkrunarfræðinga með lyfjatiltekt í
heimahúsi.
Skimun: Skimun felst í því að leita skipulega
að sjúkdómum eða meinsemd á byrjunarstigi
með það fyrir augum að koma við lækningu í
fyrirbyggjandi skyni. Fyrir röskum aldarfjórð-
ungi voru settar fram skýrar leiðbeiningar fyrir
skimun (4).
1. Sjúkdómurinn eða heilsuvandinn þarf að
vera mikilvægur.
2. Náttúrusaga sjúkdómsins þarf að vera
þekkt.
Table I. Prevention.
Grade Condition Method
Primary Risk factor Health education, health promotion
Secondary Asymptomatic disease Screening, case finding
Tertiary lllness (disease) Treatment, rehabilitation