Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 48
668 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 un, háþrýstingur og slag eru þekktar orsakir fyrir fjölæðaglöpum sem mikilvægt er að koma í veg fyrir (16). Geðvernd: Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á náin tengsl geðsjúkdóma við algenga líkamlega sjúdóma síðar á ævinni (17). Faralds- fræðilegar rannsóknir á geðsjúkdómum á ís- landi hafa bent til að talsvert vanti á að geð- sjúklingar fái fullnægjandi meðferð (18). Þessi þekking, auk betri lyfja og öflugri geðlæknis- fræði, er líkleg að leiða til aukinna framfara á næstu árum. Truflanir á skilvitund aldraðs fólks vaxa með aldrinum. Ástæða væri til að ætla að betra væri fyrir sjúkling og aðstandendur að geta undir- búið sig fyrir þessa alvarlegu fötlun í tíma, en vega þarf og meta hverju sinni hvort það sé þess virði að þurfa að horfast í augu við svo alvarlegar horfur fyrr en í nauðirnar rekur (19,20). Glöpin eru oftast komin á alvarlegt stig þegar læknis er leitað. Hagnýt meðferðar- úrræði þurfa að vera tiltæk, en lækning fyrir- finnst engin. Bólusetningar: Bandarísk heilbrigðisyfir- völd hafa allt frá árinu 1979 talið hagkvæmt að bólusetja við pneumókokkum og 10 árum síðar mælti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin einnig með því. Hér á landi hefur landlæknir mælt með þessari bólusetningu frá árinu 1991. Alls staðar hefur þátttaka verið dræm þrátt fyrir góða hvatningu yfirvalda. Ágreiningur hefur meðal annars verið um bóluefnið sjálft, hverja ætti að bólusetja og hvernig best væri staðið að kynn- ingu (21). Bólusetningar við árlegri inflúensu hafa hins vegar notið meiri hylli og munu ís- lendingar vera með stærstu inflúensubóluefnis- þegum í heimi (22). Meðal aldraðra á hjúkrun- arstofnunum ber auk þess að leggja áherslu á bólusetningu starfsfólks (23,24). Beinavernd: Alvarlegustu beinbrot aldraðra eru einkum beinbrot í hryggsúlu og mjöðmum. Tíðni beinbrota fer vaxandi meðal vestrænna þjóða og er það mikið áhyggjuefni heilbrigðis- yfirvalda. Orsakir eru ekki að fullu þekktar en beinþynning er sterkasti áhættuþáttur þessara brota. Hún er að einhverju leyti arfbundin, háð líkamsgerð, mataræði og einnig lífsstíl (25). Leitað er leiða til þess að draga úr beinþynn- ingunni. Kalkefnaskiptin í líkamanum eru ein- staklingsbundin og háð hormónaseytun, D- vítamínbúskap, kalkmagni í fæðu, fæðuvali og líkamsþreki. Kalkgjöf er talin geta dregið úr beinþynningu um allt að helming (26). Islenskar rannsóknir hafa sýnt að í 15% mjaðmarbrota komu fram greinileg merki um beinmeyru (27). Beinmeyru ætti að vera auð- velt að fyrirbyggja með neyslu D-vítamíns. Tryggja þarf nægjanlega kalkinntöku úr fæðu og vöðvastyrkur skiptir einnig miklu máli. Hormónagjöf eftir tíðahvörf dregur marktækt úr tíðni beinbrota og einnig notkun bisfosfónat lyfja sem auka mælanlega beinþéttni. Líkamsrækt: Fjölþátta forvörnum er beitt á árangursríkan hátt við byltum. Sýnt hefur verið fram á að líkamsrækt dregur marktækt úr byltutíðni og beinbrotum (20). Lélegur vöðva- styrkur hjá Bandaríkjamönnum 70 ára og eldri hafði forspárgildi um dvínandi sjálfsbjargar- getu og fötlun aðeins fjórum árum síðar (28). Líkamsræktin stuðlar jafnframt að minni sam- loðun blóðflagna, eykur næmi fyrir insúlíni, styrkir vöðva, eykur háþéttni lípóprótín (high- density lipoprotein, HDL) og lækkar blóð- þrýsting. Árangursríkasta leiðin til þess að sporna við þrekleysi ellinnar er að stunda reglubundna líkamsþjálfun (29). Jafnvel ein- faldur göngutúr í 30-60 mínútur á dag skilar mælanlegum árangri fyrir hjarta og blóðrás hjá öldruðum einstaklingi. Krabbameinsvarnir: Forstigs forvarnir tengjast því að forðast tóbaksreykingar, áfengisneyslu, sólbruna, EB veirusýkingu (Ebstein-Barr virus) og neyta hollrar fæðu (30) . Sem dæmi um annars stigs forvarnir er reglubundin leghálsskoðun hjá konum. Til- fellaleit með árlegri brjóstamyndatöku hjá konum er ekki talin raunhæf eftir 85 ára aldur en þá eru lífslíkur vegna aldurs orðnar skemmri en sjúkdómurinn sem leitað er að (31) . Eðlilegast er þó að krabbameinsleit af þessu tagi sé einstaklingsbundin. Skimun fyrir ristilkrabbameini og krabba- meini í blöðruhálskirtli, sem fjölgar með hækk- andi aldri, þykja ekki enn hafa borið fullnægj- andi árangur sem marktækar forvarnir (19,20). Þar veldur mestu að næmi og sértækni skim- prófanna er ekki nægjanlega gott en rannsókn- ir eru í gangi og vonir eru bundnar við ný og einfaldari próf. Forvarnir á gamals aldri: Áhættuþættir meðal yngra fólks eru vel þekktir. Ljóst er að ekki gilda sömu viðrnið á gamals aldri. Lang- sterkasti áhættuþátturinn er aldurinn sjálfur. Það dregur úr vægi kólesteróls í sermi sem áhættuþáttar með hækkandi aldri og sumar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.