Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 51

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 671 Table VII. Centenarians in Iceland. Years at birth (cohorts) Percentage of total population surviving to the age of 100 1831—40 0.06 1841-50 0.08 1851-60 0.11 1861-70 0.12 1871-80 0.17 1881-90 0.39 uð jöfn fyrstu fjóra áratugina en svo tvöfaldast fjöldi þeirra hlutfallslega á síðasta fæðingar- áratugnum (tafla VII). Ber það vitni um góðan aðbúnað aldraðra á íslandi borið saman við aðrar þjóðir (40). Ástæða þess að ekki er farið aftar en til ársins 1831 er sú að eldri heimildir eru ekki taldar nægilega traustar. Umræða Ætla má að hin aukna lifun íslensku þjóðar- innar um og fyrir aldamót hafi aðallega orðið til vegna bætts efnahags og almennrar rnennt- unar. Margar síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að tekjur og menntun fólks hafa góða fylgni við aukna lifun. Á síðari hluta 20. aldarinnar óx tæknivæddri læknisfræði verulega fiskur um hrygg og mun hlutverk hennar fara vaxandi í framtíðinni. Víst er að hún kemur öldruðum til góða og mikilvægt er að þeir hafi greiðan og góðan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Vægi sérhæfðra öldrunarlækninga þarf einnig að aukast til þess að heilbrigðisþjónusta við aldr- aða verði í senn skilvirk og hagkvæm. Öldrunarlækningar hafa haslað sér völl á ís- landi og þar eru forvarnir hafðar í fyrirrúmi líkt og hjá mörgum öðrum sérgreinum. Forvarnir geta verið margvíslegar, allt frá almennum upplýsingum og fræðslu til endurhæfingar eftir sjúkdómsáföll. í menningu okkar ríkir sterkur vilji til að koma náunganum til hjálpar og að fyrirbyggja heilsubrest, jafnvel þótt síðar verði á ævinni. Fleiri eru til kallaðir en útvaldir og nægir í því sambandi að nefna kukl og skottu- lækningar sem mikið framboð er af. Einnig sýnir sú mikla sala á margvíslegum undraefn- um sem eiga að bæta líðan og fyrirbyggja sjúk- dóma að eftirspurn er fyrir hendi. Á sama tíma eru margar þekktar leiðir til árangursríkra að- gerða í forvarnarskyni vannýttar og benda má á meðferð við blóðþrýstingi og blóðþynningu sem verulega er ábótavant. Þörfin fyrir líkams- rækt er mjög vanrækt og fæðuval, vítamín- og hormónanotkun mætti stórum bæta meðal aldraðra (41). íslendingar hafa þurft að aðlagast miklum þjóðfélagsbreytingum á skömmum tíma (42). Þjónusta fyrir aldraða hefur verið skipulögð á fjölþættan hátt og rannsóknum í læknavísind- um fleygt fram. Aðstæður á íslandi falla vel að faraldsfræðilegum athugunum og vandað er til vinnubragða. Sem dæmi má nefna eina af fjöl- mörgum rannsóknum Hjartaverndar þar sem í ljós kom að púlshraði hjá miðaldra Islendingi tengdist bæði líkamsþyngd, húðklipuþykkt, kólesteróli og þríglýseríðum í sermi, fastandi blóðsykri, blóðrauða, blóðþykkt, sökki, blóð- þrýstingi og reiknaðist einnig sem sjálfstæður áhættuþáttur (43). Þær erlendu rannsóknir sem gerðar hafa verið á forvarnarstarfi eru misjafnar að gæðum. Að mati tveggja stjórn- skipaðra nefnda frá Kanada og Bandaríkjun- um, er fjölluðu um forvarnarstarf, fengu aðeins þrjú atriði í forstigsforvörnum fyrstu einkunn fyrir fullnægjandi rannsóknir og önn- ur þrjú atriði í annars stigs forvörnum (19,20). Þrjú fyrri eru um árangur reykbindindis og áhrif bólusetninga við inflúensuveiru og við lungnabólgusýklum. Seinni atriðin voru fjöl- þáttameðferð við byltum, skimun fyrir brjósta- krabbameini hjá konum til 69 ára aldurs og heimahjúkrun til að draga úr óhóflegri stofn- anavistun (3). Eitthvað það hættulegasta í lífinu er að eld- ast og sú áhætta vex stöðugt svo að tiltölulega snemma á ævinni yfirgnæfir hún alla aðra áhættuþætti sem litið er til í forvarnarstarfi. Á efri árum verður stundum að taka tillit til „ólif- aðrar meðalævi" þegar afstöðu þarf að taka til meðhöndlunar alvarlegs sjúkdóms. Á sama hátt verður að gera þær kröfur til forvarnar- starfs fyrir aldraða að það sé markvisst (44). Á sama tíma þurfa margir aldraðir aðstoð við að glíma við einangrun og þarfnast hvatningar til félagslegra samskipta og líkamsræktar. Ótal öðrum mikilvægum atriðum hafa heldur ekki verið gerð skil í þessari grein en mikilvægt er að einstaklingarnir haldi sínu sjálfsforræði sem lengst og hafi jafnframt greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þeir óska. Starf öldrunarlæknisins beinist að forvörn- um og felst í því að greina til hlítar þá læknan- legu sjúkdóma og kvilla sem hinn aldraði kann að hafa, viðhalda og efla líkamlega og andlega færni aldraðs fólks og stuðla að sem bestum aðbúnaði þannig að það fái notið sín til fulls.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.