Læknablaðið - 15.10.1997, Side 54
674
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Umræða og fréttir
Aðalfundur Læknafélags íslands 1997
Aðalfundur Læknafélags ís-
lands var haldinn í Borgarnesi
dagana 26. og 27. september.
í upphafi fundar minntist
Sverrir Bergmann formaður fé-
lagsins, lækna er látist hafa frá
síðasta aðalfundi, þeir eru;
Daníel Daníelsson, Jón Eiríks-
son, Jón Gunnlaugsson, Jón J.
Níelsson, Ólafur Halidórsson,
Ólafur Jensson, Sigurður B.
Ólason, Snorri Ólafsson, Stefán
Ólafsson, Valgarð Þ. Björns-
son, Þorsteinn Sigurðsson og
Þórður Oddsson.
Á fundinum var kjörin ný
stjórn félagsins. Sverrir Berg-
mann gaf ekki kost á sér til end-
urkjörs og lét því af störfum eft-
ir sex ára formennsku, þótt
stjórnarseta hans sé öllu lengri.
Stjórnin skipa:
Guðmundur Björnsson for-
maður, Jón G. Snædal varafor-
maður, Guðmundur J. Elíasson
ritari, Sigurbjörn Sveinsson
gjaldkeri og Katrín Fjeldsted,
Helgi H. Helgason, Sigurður
Björnsson, Sigurður Ólafsson
og Arnór Víkingsson með-
stjórnendur.
Á fundinum var Læknafélag
Vestmannaeyja samþykkt sem
svæðafélag en áður höfðu Vest-
manneyingar tilheyrt Læknafé-
lagi Suðurlands og þar áður
Læknafélagi Reykjavíkur,
þannig að sjálfstæðisbarátta
þeirra er orðin nokkuð löng.
Fundurinn samþykkti einnig að
Félag ungra lækna fengi stöðu
svæðafélags.
Fjöldi ályktunartillagna lá
fyrir fundinum, en samþykktir
fundarins verða birtar í næsta
blaði.
Fráfarandi formaður óskar nýkjörnum formanni allra heilla.
Ljósm.; Lbl.
-bþ-