Læknablaðið - 15.10.1997, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
677
Árni Sverrisson St. Jósefsspítala Hafnarfírði
Ýmsir þröskuldar áður en
til sameiningar kæmi
St. Jósefsspítali Hafnarfirði.
„Þegar talað er um mikilvægi
þess að auka samstarf sjúkra-
húsa er nauðsynlegt að fram
komi að þegar er um að ræða
mikið samstarf þeirra á milli, til
dæmis hefur verið samstarf við
Sjúkrahús Reykjavíkur frá síð-
ustu áramótum þar sem gert er
ráð fyrir því að bæklunarlækn-
ar hafi hér þrjá aðgerðardaga í
viku. Við leggjum sem sagt til
skurðstofur og annað starfslið
og 550 til 600 slíkar aðgerðir eru
framkvæmdar árlega,“ segir
Árni Sverrisson framkvæmda-
stjóri St. Jóefsspítala Hafnar-
firði.
Framkvæmdastjórinn segir
að aðallega sé um að ræða ferli-
verk en til innlagna komi í um
það bil 25% aðgerða. „Þessi
þjónusta okkar hefur komið til
smám saman þótt við höfum
ekki tekið upp formlegt sam-
starf við SHR fyrr en um síðustu
áramót. Þegar Landakot var
lagt niður sem almennur spítali
urðu þessar aðgerðir útundan
og því lá beinast við að flytja
þær hingað, þar sem skurð-
stofupláss var laust að hluta, en
við erum með tvær skurðstofur
sem gefa 10 aðgerðardaga í
viku. Þrír eru notaðir vegna
bæklunaraðgerða lækna frá
SHR og sá fjórði er notaður af
bæklunarlæknum Landspítal-
ans. Stóru sjúkrahúsin hafa ein-
faldlega ekki húsnæði til að
sinna þessum aðgerðum og því
er mjög eðlilegt að nýta aðstöð-
una hér. Þetta bætir mjög nýt-
inguna hjá okkur því með öðr-
um aðgerðum sem hér fara fram
náum við milli 90 og 95% af-
köstum á skurðstofunum sem
þykir mjög gott.“
Aðspurður um framtíðar-
skýrsluna segir Árni Sverrisson
að yfirstíga verði ýmsa þrösk-
ulda áður en til þeirrar samein-
ingar kæmi:
„Þar á ég við tvo stóra þrösk-
ulda. Annars vegar er það
hvernig samstarfsflokkur heil-
brigðisráðherra, Sjálfstæðis-
flokkurinn, vill taka á málinu og
hins vegar hvernig meirihlutinn
í Reykjavík gerir það. Takist
heilbrigðisráðherra hins vegar
að stíga yfir þessa þröskulda
ætti undirbúningsvinna að geta
hafist af alvöru. Það er ýmislegt
áhugavert í skýrslunni og ekki
óeðlilegt að skoða margt sem
þar er lagt til en það á eftir að
taka drjúgan tíma. Eflaust verð-
ur hægt að koma á einni yfir-
stjórn og trúlega er það nauð-
synlegt út frá faglegu sjónarmiði
en ég held þó að einhver dagleg
stjórn verði að vera á hverjum
stað vegna öldrunarþjónustu og
heilsugæslu.“
Árni segir að búið sé að merg-
sjúga heilbrigðiskerfið svo á síð-
ustu misserum að erfitt hljóti að
vera að spara frekar þrátt fyrir
aukna hagræðingu og/eða sam-
einingu sjúkrahúsa. „Komi það
hins vegar á daginn verður von-
andi hægt að nýta það fjármagn
til meiri framkvæmda í heil-
brigðiskerfinu, þörfin verður
alltaf fyrir hendi og síst minni á
næstu árum en hún er í dag.“
-jt-