Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 66
684 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Að selja nafn sitt í timaritinu Lancet frá 23. ágúst síðastliðnum er ritstjórn- argrein sem ber titilinn Selling out, sem í samræmi við efni greinarinnar mætti útleggja frjálslega að selja sig. Á þessum tímum sölumennsku, þegar allt er metið til fjár og faðirvori frelsisins snúið uppá andskot- ann í nafni frjálshyggju, virðist mér að þessi grein eigi erindi til íslenskra lækna, að minnsta kosti til umhugsunar en mögu- lega sumum til eftirbreytni. Pví ákvað ég að snara greininni lauslega yfir á íslensku í heilu lagi í stað þess að endursegja hana. En greinin er svona: „Þróun amerískrar læknis- fræði er furðuleg, hvernig sem á hana er litið. Læknar eru orðnir að almennum heilsuveitendum (generic health providers), sem starfa í þjónustu stórra gróða- fyrirtækja. Sjúklingunum hefur verið breytt í heilsugœsluneyt- endur (health- care consumers), sem skoðast nánast eins og hlutabréf í fyrirtækinu. Einu sinni gátu sjúklingar litið upp til Ameríska læknafélagsins, AMA (félags lækna sem höfðu helgað sig heilbrigði amerísku þjóðarinnar) í von um hjálp til að rétta af hið ósiðlega ójafn- vægi í heilsufari þjóðarinnar. En í síðustu viku seldi Ameríska læknafélagið nafn sitt og með því fórnaði það hluta af valdi sínu til að þjóna réttlætinu. AMA hefur gert samning við lækningaáhaldafyrirtækið Sun- beam um að félagið fái greiðslu fyrir að mæla með þeim fram- leiðsluvörum fyrirtækisins sem nota á til heimahjúkrunar. Fé- lagið neitar að gefa upp fjár- hæðir, aðeins að hlutur þess verði tengdur söluverðmæti framleiðslunnar. í fimm ára gagnkvæmum samningi skuld- bindur AMA sig til að mæla með hitapúðum, blóðþrýstings- mælum, hitamælum, loft- hreinsibúnaði og öðrum heimil- isheilsutækjum frá fyrirtækinu Sunbeam. (Nuddtæki verða einnig inni í samningnum því að í sameiginlegu auglýsingaplaggi frá AMA og Sunbeam er sér- staklega tekið fram að þeir hjá Sunbeam voru fyrstir til að setja á markað fótanuddtæki sem bæði verkaði sem fótasnyrting- ar- og nuddtæki). Auk þessa mun ÁMA sjá um kennsluefni á umbúðir, sjá til dæmis um hóp- mælingar á blóðþrýstingi og stofna ráðgjafarnefnd til að hjálpa Sunbeam við að koma nýjum heimilisheilsuvörum á markað. Einn alvarlegasti þátturinn í samkomulaginu er einokunar- svipur hans. Munu sjúklingar sniðganga samkeppnisvörur, jafn góðar eða jafnvel betri og ef til vill ódýrari, sem ekki hafa gæðastimpil AMA? Eru læknar skuldbundnir, vegna álits AMA að ráðleggja aðeins rakatæki sem AMA hefur samþykkt. Er hugsanlegt að í þjóðfélagi þar sem menn eru lögsóttir fyrir lít- ilræði yrðu þeir neyddir til þess? Ættu sjúklingar að trúa því að læknar eða sjúkrahús væru lak- ari vegna þess að þau ráðlegðu önnur tæki en þau sem AMA græddi á? Hvar stæði AMA ef eitthvað af vörunum reyndist gallað eða hættulegt? Og útilok- ar samningurinn AMA og fé- laga þess frá því að ráðleggja almenningi jafngóða vöru frá öðru fyrirtæki? Meðmæli með framleiðslu- vörum eru ekki ný í amerískri læknisfræði. Á síðari hluta fimmta áratugarins mælti Am- eríska tannlæknafélagið, ADA, opinberlega með Crest tann- kremi og á stuttum tíma hækk- aði markaðshlutdeild tann- kremsins uppí 30%. Það varð söluhæsta tannkrem í Ameríku. En ólíkt AMA gerði ADA sér ekki fjárhagslegan mat úr því en veitti öðrum tannkremstegund- um sem uppfylltu staðla ADA einnig viðurkenningu. í seinni tíð hefur manneldisnefnd Am- eríska hjartafélagsins, AHA, mælt með 580 fæðutegundum sem framleiddar eru af 53 fram- leiðendum. Bæði þessi félög rukka framleiðendurna aðeins um prófunarkostnað en hvorugt græðir á ágóðanum af vörunum sem þau mæla með. I Bretlandi varð rimma í síð- ustu viku útaf ágengri sölu- mennsku Breska læknafélags- ins, BMA. í tímaritinu General Practitioner, tímariti heimilis- lækna, var gefið í skyn að BMA væri tilbúið að selja persónu- upplýsingar um 155 þúsund meðlimi sína, hvaða fyrirtæki sem vildi borga, fyrir 30 pence eða rúmlega 30 ísl. krónur. Upplýsingarnar sem seldar eru, eru um staðsetningu og þjóð- fræðilega stöðu (geo-demogra- phic profile) þeirra. Þessi maka- lausa söluvæðing í stofnun sem hefur verið skoðuð sem fagfélag lækna hefur valdið skelfingu og skömm meðal margra almennra lækna í Bretlandi. Skyldi uppá- tæki AMA eiga eftir að valda svipaðri ógleði meðal meðlima þess félags? Ein svörun var fyrirsjáanleg. Petta var snilldarbragð af hálfu Sunbeam sagði Sam Craig, pró- fessor í markaðsfræði við New University Stern School of Buisness í viðtali við Lancet. Petta veitir nýju lífi í framleiðni þeirra. Ég get ekki séð að neitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.