Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 70
688
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Heildstæða afleysinga-
þjónustu vantar
Þegar lækni vantar til afleys-
inga á heilsugæslustöð eða
sjúkrahús, oft fyrirvaralítið,
getur verið erfitt að finna slíkan
án þess að eyða verulegum tíma
í leit. Þeir afleysingalæknar sem
um er að ræða geta verið úr eft-
irfarandi hópum:
- læknanemar,
- læknakandídatar,
- heimilislæknar hérlendis,
- heimilislæknar erlendis,
- læknar í sérnámi hérlendis,
- læknar í sérnámi erlendis,
- sérfræðingar hérlendis,
- sérfræðingar erlendis.
Sem dæmi má stilla því upp
að lækni vanti til að leysa af
heilsugæslu- og sjúkrahúslækni
úti á landi. Stundum ber þetta
skjótt að. Það gæti þurft að
hringja fyrst í nokkra lækna sem
vonandi vita um einhvern í
kunningjahópnum sem er
reyndur í svona vinnu, ef til vill
með sérfræðiviðurkenningu í
heimilislækningum, og vill leysa
af. Eftir nokkurn tíma getur
komið í ljós að það ber ekki ár-
angur. Þá er hringt í landlækni
og spurt um kandídata. Ef það
gengur ekki, er læknanemum
boðin staðan. Að síðustu má
ekki gleyma þeim íslendingum
sem eru við sérnám erlendis og
vildu gjarnan koma heim til að
leysa af en veigra sér við að
hringja á millilandataxta til að
finna út hvar og hvenær afleys-
ingastaða fæst (oftlega fyrir-
varalítið). Þá eru laun og önnur
kjör, til dæmis afnot af húsnæði
og bfl, misjöfn og engin kerfis-
bundin skráning á sér stað um
slíkt nú.
Ferðir sérfræðinga á
heilsugæslustöðvar
Þegar læknisumdæmi þarfn-
ast sérfræðings í móttöku eða
aðgerðir reglulega er stundum
úr vöndu að ráða vegna þess að
margir sérfræðingar eru störf-
um hlaðnir. Gjarnan eru nýir
sérfræðingar fáanlegir, en nöfn
þeirra eru ekki aðgengileg til
dæmis vegna þess að þeir eru
fyrst um sinn ekki í símaskrá.
Sérfræðingar sem eru tilleiðan-
legir í læknisferðir út á land ættu
að geta skráð sig á lista hjá
Læknamiðluninni og fengið
verkefni við hæfi.
Læknisráðgjafarþjónusta
fyrir sjúklinga
Hægt væri að senda í heima-
hús upplýsingakort í krítar-
kortsstærð um þjónustusíma-
númer. Þegar hringt er í númer-
ið, greiðir hringjandinn mínútu-
gjald til þjónustuaðilans. Hjúkr-
unarfræðingur svarar. Efhjúkr-
unarfræðingur treystir sér ekki
til að svara fyrirspurn, má vísa
henni til heimilislæknis, sem sit-
ur fyrir svörum (heima hjá sér ef
vill). Læknisviðtal um síma
kostar sama og stofuviðtal -
greitt er með því að gefa upp
krítarkortsnúmer. Ef læknirinn
vill vísa málinu til sérfræðings,
hringir hann í GSM síma sér-
fræðings og sjúklingurinn fær
viðtal við hann. Rúmlega tutt-
ugu sérfræðingar í hinum ýmsu
sérgreinum og hliðargreinum
læknisfræðinnar myndu bera á
sér GSM síma og standa vakt
fyrir Læknamiðlunina. Heimil-
islækni eða sérfræðingi er greitt
fyrir hvert viðtal í gegnum
Læknamiðlunina, af greiðslu-
korti sjúklings sjálfs. Þegar einn
vaktsérfræðingur hættir á vakt
og annar tekur við fer GSM sím-
inn á milli manna. Öll samtöl
eru tekin upp á segulband.
Hjúkrunarfræðingur vélritar
meginefnispunkta hvers símtals
sjúklings við heimilislækni og
sendir heimilis-/heilsugæslu-
lækni sjúklings afrit næst dag.
Þannig lærir hjúkrunarfræðing-
ur ráðgjafarlist af heimilislækn-
inum og getur væntanlega svar-
að sjálfur sams konar fyrirspurn
sjúklings næst. Það er ódýrara.
Heimilsilæknir sem vísar spurn-
ingu til sérfræðings hlustar á
samtalið síðar af segulbandi og
skráir helsta efni þess niður.
Þannig lærir hann ný úrræði.
Afrit fer til heimilislæknis sjúk-
lings næsta dag nema annars sé
óskað. Líklegt er að glænýir sér-
fræðingar og þeir sem vildu hafa
meira að gera á stofu vilji standa
slíkar vaktir, því að í kjölfar
sumra símaviðtalanna koma
óhjákvæmilega nokkur stofu-
viðskipti.
Tímapöntunarþjónusta
sérfræðinga
Sérfræðingar og aðrar heil-
brigðisstéttir, til dæmis sjúkra-
þjálfarar og sálfræðingar, geta
skráð sig hjá Læknamiðluninni.
Um leið fær miðlunin til ráð-
stöfunar tíma sem má bóka í.
Sjúklingar geta þannig náð í
fyrsta mögulega tímann hjá til
dæmis barnalækni með undir-
grein í ofnæmislækningum, eða
sjúkraþjálfara ef til vill samdæg-
urs. Þarna væri fargi létt af
heimilislæknum sem þurfa nú
að eltast við sérfræðinga til að
ná hagstæðum tímabókunar-
samningum fyrir hönd sjúk-
linga. Líklega gætu nýir sér-
fræðingar fyrir tilstilli svona
þjónustu náð viðunandi starfs-
möguleikum fyrr en ella. Einnig
er hugsanlegt að sumir sérfræð-
ingar og jafnvel heilu læknastof-
urnar láti Læknamiðlunina um
alla tímabókunarþjónustu. Að
sjálfsögðu má tölvufjarskipta-
væða starfsemina og koma
henni á skjá við borð hvers
læknis, ef kostnaður er viðráð-
anlegur.
Afleysingaþjónusta lækna
Rétt væri að senda bréf til
allra íslenskra lækna, hérlendis