Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 691 Fréttatilkynning Nýtt norrænt tímarit um hjarta- og æðasjúkdóma Hafin er útgáfa á nýju alþjóð- legu tímariti sem ber heitið Scandinavian Cardiovascular Journal. Fagtímaritið er gefið út í samstarfi milli samtaka hjartalyflækna og skurðlækna í Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Tímaritið er opinbert málgagn þessara sam- taka og byggir á gömlum merg. Pað tekur við af tímaritinu Scandinavian Journal of Thora- cic and Cardiovascular Surgery. Að útgáfunni stendur útgáfufé- lag Acta Chirugica Scandina- vica sem upphaflega var stofnað 1869 af prófessor Axel Key í Svíþjóð. Tímaritið er skrifað á ensku og koma sex hefti á ári í 4000 eintökum. Pað er skráð í Index Medicus. Markmið tímaritsins er að tengja saman þá vísindavinnu sem unnin er á ýmsum sviðum hjarta- og æðasjúkdóma, allt frá grunnrannsóknum í lífeðlis- fræði, til klínískra rannsókna á öllum sviðum hjartalækninga og tækniþróunar tengdum þeim. Tímaritið stefnir að því að birta fljótt til dæmis greinar sem eru hluti af doktorsverkefni, ágrip frá vísindaþingum, sjúkratilfelli og einnig verður umræðuþáttur um það sem er efst á baugi í hjartalækningum hverju sinni. Ennfremur mun ritstjórn biðja valda höfunda um að skrifa yfir- litsgreinar. Peim sem vinna að vísindastörfum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma er bent á að not- færa sér þetta tímarit og stuðla þannig að velgengni þess. Fyrir hönd íslands sitja nú í ritstjórn, Ragnar Danielsen, Jón Högnason, Guðmundur Porgeirsson og Bjarni Torfa- son. Blaðið er sent til allra hjartalækna á Norðurlöndunum en verður einnig fáanlegt á Bókasafni Landspítalans. Greinar til birtingar sendist til: Dr. Axel Henze, Editor-in- Chief, Thoracic Surgery Clinic, Akademiska Sjukhuset, S-751 85 Uppsala, Svíþjóð. Um endurskoðun flokkunar sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála og flokkunaraðferða og -aðgerða í skurðlækningum Um síðustu áramót tóku ný flokkunarkerfi gildi hér á landi. Eins og við var að búast, eru þessar skrár ýmsum annmörk- um háðar og þær svara ekki að fullu öllum kröfum allra sér- greina. Til dæmis vantar tilfinn- anlega skráningarnúmer fyrir ýmsar nýlegar greiningarað- ferðir. Skipuð hefir verið norræn starfsnefnd (Referensgruppen för Nordiska Klassifikations- frágor) á vegum WHO Collab- orating Centre for the Clas- sification of Diseases in the Nordic Countries, sem er sam- starfsstofnun Norðurlandaráðs og Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar og hefir aðsetur í Sví- þjóð. Er starfsnefndinni ætlað að safna saman ábendingum og athugasemdum og gera endur- bætur á þeim flokkunarkerfum, sem í notkun eru. Komi læknar auga á villur eða vöntun í flokkunarkerfunum, eru þeir beðnir að hafa sam- band við fulltrúa íslands í starfs- nefndinni, Örn Bjarnason for- stöðulækni, Skrifstofu Ríkis- spítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, í síma 560 2308 eða um bréfsíma 562 0090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.