Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 80
696
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Fréttatilkynning
S /
Afmælisráðstefna SAA um
áfengis- og vímuefnavandann
SÁÁ efnir til ráðstefnu um
áfengis- og vímuefnavandann
dagana 16.-18. október næst-
komandi í tilefni af 20 ára af-
mæli samtakanna. Þetta er vafa-
lítið umsvifamesta ráðstefna
sem haldin hefur verið um þetta
viðfangsefni hér á landi. Margir
af fremstu sérfræðingum heims
á sviði áfengis- og vímuefna-
meðferðar munu halda fyrir-
lestra á ráðstefnunni sem haldin
verður á Hótel Loftleiðum.
Afmælisráðstefna SÁÁ er
ætluð öllum þeim sem láta sig
þetta málefni varða, en þó eink-
um þeim sem koma að áfengis-
og vímuefnavandanum í gegn-
um störf sín. Á ráðstefnunni
verður fjallað um viðfangsefnið
af sjónarhóli læknisfræði, fé-
lagsfræði, sálfræði, hjúkrunar-
fræði og stjórnmála. Einnig
verður rætt um þær einstöku að-
stæður sem eru hér á landi til
áfengis- og vímuefnameðferðar
og rannsókna á því sviði.
Til ráðstefnunnar er boðið
áfengisráðgjöfum, félagsráð-
gjöfum, sálfræðingum, prest-
um, læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, stjórnmálamönnum og
öðrum þeim sem tengjast við-
fangsefninu í gegnum störf sín.
Þátttakendur koma víða að,
frá Islandi, Norðurlöndunum,
meginlandi Evrópu, Bandaríkj-
unum og Kanada. Fjöldi ís-
lenskra og erlendra fyrirlesara
verða á ráðstefnunni. Þar á
meðal eru sérfræðingar í
áfengissýki og áfengismeðferð,
hjúkrun, lifrarsjúkdómum, geð-
lækningum og áfengislækning-
um.
Á afmælisráðstefnu SÁÁ
verður jafnt fjallað um málefni
sem eiga erindi við alla þátttak-
endur og atriði sem höfða sér-
staklega til ákveðinna faghópa.
Hægt verður að sækja ráðstefn-
una í heild eða hluta.
Bandarískir og íslenskir
sérfræðingar
Margir af fremstu sérfræðing-
um Bandaríkjanna í áfengis-
meðferð munu miðla af þekk-
ingu sinni á ráðstefnunni.
Fremstan meðal jafningja má
nefna David E. Smith, sem er
fyrrum formaður Bandarísku
áfengislækningasamtakanna
(ASAM) og stofnandi hinna
frægu Haight Ashbury Free
Clinics í San Francisco.
Af öðrum erlendum fyrirles-
urum má nefna Sheila B. Blume
lækni, Sarah Calhoun ráðgjafa,
Jake Epperly ráðgjafa, Norman
S. Miller geðlækni, Ralph E.
Tarter geðlækni og John Walla-
ce sálfræðing og ráðgjafa.
Meðal íslenskra fyrirlesara
verða Einar Gylfi Jónsson sál-
fræðingur, Georgía Krist-
mundsdóttir sálfræðingur, Har-
aldur Briem læknir, Helga
Hannesdóttir læknir, Kári Stef-
ánsson læknir, Sigurður Ólafs-
son læknir, Tómas Helgason
læknir, Þóra Björnsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og Þórarinn
Tyrfingsson læknir.
Forvarnir og meðferð
Auk hinna faglegu umræðna
um áfengismeðferð og ráðgjöf,
verður sérstakur dagskrárliður
þar sem spáð verður í framtíð
forvarna- og meðferðarstarfs
hér á landi og erlendis. Islensk-
ir, sænskir, færeyskir og græn-
lenskir stjórnmálamenn og
áhrifamenn í meðferðarmálum
munu tjá sig um þessi mál.
Heimsóknir og sérhópar
Ráðstefnugestum verður
boðið upp á skoðunarferðir á
starfsstaði SÁÁ á höfuðborgar-
svæðinu, þar á meðal Vog, Vík
og göngudeild. Á ráðstefnunni
verða sérstakir fyrirlestra- og
umræðuhópar um afmörkuð
viðfangsefni, eins og læknis-
fræði, hjúkrun og forvarnir.
Einnig verða tveir hópfundir
fyrir þá sem starfa að meðferð.
Skráning
Skráning fer fram hjá ferða-
skrifstofunni Urval-Útsýn, ráð-
stefnudeild, Lágmúla 4,
Reykjavík, sími 569 9300, bréf-
sími 568 5033, netfang:
helga@uu.is
Ráðstefnugjald er 19.500 kr.
fyrir alla ráðstefnudagana og
7.500 kr. fyrir einn dag.
Nánari upplýsingar er hægt
að fá hjá SÁÁ, Ármúla 18,
Reykjavík, sími 5812399. Einn-
ig eru upplýsingar á heimasíðu
SÁÁ: http://www.this.is/saa