Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 80

Læknablaðið - 15.10.1997, Qupperneq 80
696 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fréttatilkynning S / Afmælisráðstefna SAA um áfengis- og vímuefnavandann SÁÁ efnir til ráðstefnu um áfengis- og vímuefnavandann dagana 16.-18. október næst- komandi í tilefni af 20 ára af- mæli samtakanna. Þetta er vafa- lítið umsvifamesta ráðstefna sem haldin hefur verið um þetta viðfangsefni hér á landi. Margir af fremstu sérfræðingum heims á sviði áfengis- og vímuefna- meðferðar munu halda fyrir- lestra á ráðstefnunni sem haldin verður á Hótel Loftleiðum. Afmælisráðstefna SÁÁ er ætluð öllum þeim sem láta sig þetta málefni varða, en þó eink- um þeim sem koma að áfengis- og vímuefnavandanum í gegn- um störf sín. Á ráðstefnunni verður fjallað um viðfangsefnið af sjónarhóli læknisfræði, fé- lagsfræði, sálfræði, hjúkrunar- fræði og stjórnmála. Einnig verður rætt um þær einstöku að- stæður sem eru hér á landi til áfengis- og vímuefnameðferðar og rannsókna á því sviði. Til ráðstefnunnar er boðið áfengisráðgjöfum, félagsráð- gjöfum, sálfræðingum, prest- um, læknum, hjúkrunarfræð- ingum, stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem tengjast við- fangsefninu í gegnum störf sín. Þátttakendur koma víða að, frá Islandi, Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu, Bandaríkj- unum og Kanada. Fjöldi ís- lenskra og erlendra fyrirlesara verða á ráðstefnunni. Þar á meðal eru sérfræðingar í áfengissýki og áfengismeðferð, hjúkrun, lifrarsjúkdómum, geð- lækningum og áfengislækning- um. Á afmælisráðstefnu SÁÁ verður jafnt fjallað um málefni sem eiga erindi við alla þátttak- endur og atriði sem höfða sér- staklega til ákveðinna faghópa. Hægt verður að sækja ráðstefn- una í heild eða hluta. Bandarískir og íslenskir sérfræðingar Margir af fremstu sérfræðing- um Bandaríkjanna í áfengis- meðferð munu miðla af þekk- ingu sinni á ráðstefnunni. Fremstan meðal jafningja má nefna David E. Smith, sem er fyrrum formaður Bandarísku áfengislækningasamtakanna (ASAM) og stofnandi hinna frægu Haight Ashbury Free Clinics í San Francisco. Af öðrum erlendum fyrirles- urum má nefna Sheila B. Blume lækni, Sarah Calhoun ráðgjafa, Jake Epperly ráðgjafa, Norman S. Miller geðlækni, Ralph E. Tarter geðlækni og John Walla- ce sálfræðing og ráðgjafa. Meðal íslenskra fyrirlesara verða Einar Gylfi Jónsson sál- fræðingur, Georgía Krist- mundsdóttir sálfræðingur, Har- aldur Briem læknir, Helga Hannesdóttir læknir, Kári Stef- ánsson læknir, Sigurður Ólafs- son læknir, Tómas Helgason læknir, Þóra Björnsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Þórarinn Tyrfingsson læknir. Forvarnir og meðferð Auk hinna faglegu umræðna um áfengismeðferð og ráðgjöf, verður sérstakur dagskrárliður þar sem spáð verður í framtíð forvarna- og meðferðarstarfs hér á landi og erlendis. Islensk- ir, sænskir, færeyskir og græn- lenskir stjórnmálamenn og áhrifamenn í meðferðarmálum munu tjá sig um þessi mál. Heimsóknir og sérhópar Ráðstefnugestum verður boðið upp á skoðunarferðir á starfsstaði SÁÁ á höfuðborgar- svæðinu, þar á meðal Vog, Vík og göngudeild. Á ráðstefnunni verða sérstakir fyrirlestra- og umræðuhópar um afmörkuð viðfangsefni, eins og læknis- fræði, hjúkrun og forvarnir. Einnig verða tveir hópfundir fyrir þá sem starfa að meðferð. Skráning Skráning fer fram hjá ferða- skrifstofunni Urval-Útsýn, ráð- stefnudeild, Lágmúla 4, Reykjavík, sími 569 9300, bréf- sími 568 5033, netfang: helga@uu.is Ráðstefnugjald er 19.500 kr. fyrir alla ráðstefnudagana og 7.500 kr. fyrir einn dag. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá SÁÁ, Ármúla 18, Reykjavík, sími 5812399. Einn- ig eru upplýsingar á heimasíðu SÁÁ: http://www.this.is/saa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.