Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 10

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 10
98 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tafla II. Líkamseinkenni og nœringarsaga þátttakenda (meðalgildi ± staðalfrávik). Aldurshópar 16 ára (n=71) 18 ára (n=60) 20 ára (n=118) 25 ára (n=86) Þyngd (kg) 57,8±9,4 61,9±9,1 65,0±11,9 64,6±11,4 Hæð (cm) 165,8±5,8 167,6±5,6 167,4±6,2 167,9±15,0 Mjúkvefjamagn (%) 64,7±7,3 62,9±6,6 60,3±6,6 59,9±6,1 Magn fitu (%) 30,1 ±11,6 32,1 ±11,0 35,0±14,0 34,7±7,9 Kalkneysla (mg á dag) 1613,0±712,0 1432,0±738,0 1438,0±652,0 1245,0±555,0 D-vítamínneysla (gg á dag) 7,5±7,9 7,9±7,8 9,7±9,6 11,2±11,6 25-OH-D í sermi (nmól/L) 41,4±20,0 43,0±21,0 45,8±20,0 50,1±24,0 Prótínneysla (g á dag) 94,4±34,0 84,0±38,0 88,0±32,0 82,1 ±27,0 hjálp mynda. Við útreikninga á magni fæðu- efna var stuðst við íslenskar næringarefnatöflur frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (9) ásamt gagnagrunni Manneldisráðs um hráefna- samsetningu matvæla. Heildarhópnum var skipt í þrennt með tilliti til kalkneyslu, innan við 800 mg á dag, 800-1200 mg á dag og yfir 1200 mg á dag. Könnun á líkamshreyfingu og þjálfun: Notaður var staðlaður spurningalisti saminn upp úr könnun Slemenda og fleiri (10). Spurt var hversu margar klukkustundir á viku síðastliðna þrjá mánuði þátttakendur hefðu stundað ýmsar íþróttir, göngur og fleira. Hópunum var skipt eftir svörum í fimm hópa, þær sem stunduðu líkamshreyfingu innan við hálfa klukkustund á viku, hálfa til tvær stundir á viku, tvær til fjórar stundir og yfir sjö stundir á viku. Almennar spurningar: Spurt var hvenær blæðingar hefðu byrjað og þannig reiknaður út tími í mánuðum frá upphafi tíða. Einnig var spurt um notkun getnaðarvarnarpillu og reykingar. Mœling á 25-OH vítamín D í blóði: Serum 25-OH vítamín D (25-OH-D) var mælt með hjálp mótefna og geislavirkra efna (RIA, INC- STAR Corporation, Stillwater, MN, USA). Breytistuðlar aðferðarinnar (coefficient of vari- ation, CV%) voru 9,4% og 12,7% fyrir 36,2 og 121,8 nmól/L. Viðmiðunarmörk eru 25-100 nmól/L. Hópunum var síðan skipt eftir því hvort þeir voru ofan eða neðan við 25 nmól/L, sem margir hafa álitið æskileg viðmiðunar- mörk á 25-OH-D (11). Hæð (cm) og þyngd (kg) voru mæld með Seca mæli. Beinmagnsmœlingar: Við beinmagnsmæl- ingar var stuðst við DEXA (Dual Energy X-ray Absorptiometry) eins og lýst hefur verið (12,13) Þessi aðferð mælir magn kalks á flatareiningu (bone mineral density) g/cm2 sem er ekki raunveruleg þéttleikamæling þar sem um er að ræða magn kalks á cm2 en ekki cm’. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að undir flestum kringumstæðum endurspeglar þessi mæling vel beinmagnið (14). I þessari grein verður því notað beinmagn fremur en bein- þéttni. Notað var tæki af gerðinni Hologic QDR 2000+. Mælistaðir: a) Heildarbeinmagn (total skele- ton). b) Lendaliðbolir ( L:II-L:IV). c) Vinstri mjöðrn (lærleggsháls, lærhnúta (trochanter) og nærendi lærleggs (intertrochan- ter). d) Framhandleggur (víkjandi hendi), fremsti þriðjungur. Magn mjúkvefja (lean mass) og fitu var einnig ákvarðað með DEXA. Breytistuðull (CV%) mælinga var 0,9% fyrir framhandlegg, 1,0% fyrir lendhrygg og heild- arbeinmagn og 1,6% fyrir mælingar á mjöðm (12,13). Tölfrœði: Reiknað var út meðaltal, staðal- frávik og hæstu og lægstu gildi. Við fylgniút- reikninga (r) var aðferð Pearsons notuð, t-próf var notað við samanburð milli hópa og mark- tækni miðuð við p< 0,05. Framkvæmd var línu- leg fjölþátta aðhvarfsgreining (linear regres- sion analysis) til að finna samband milli einnar háðrar breytu og ýmissa óháðra breytna. Notuð var aðferð (step down backward-elimination procedure) þar sem allir þættirnir voru teknir með í útreikninga í upphafi en þeir þættir síðan teknir út sem ekki höfðu marktæk áhrif (15). Niðurstöður Kalkneysla og beinmagn: Tafla II sýnir að meðalkalkneysla var á bilinu 1245-1613 mg á dag, mest í 16 ára hópnum en marktækt minnst í 25 ára hópnum (p<0,01). Hins vegar var

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.