Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 10
98 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tafla II. Líkamseinkenni og nœringarsaga þátttakenda (meðalgildi ± staðalfrávik). Aldurshópar 16 ára (n=71) 18 ára (n=60) 20 ára (n=118) 25 ára (n=86) Þyngd (kg) 57,8±9,4 61,9±9,1 65,0±11,9 64,6±11,4 Hæð (cm) 165,8±5,8 167,6±5,6 167,4±6,2 167,9±15,0 Mjúkvefjamagn (%) 64,7±7,3 62,9±6,6 60,3±6,6 59,9±6,1 Magn fitu (%) 30,1 ±11,6 32,1 ±11,0 35,0±14,0 34,7±7,9 Kalkneysla (mg á dag) 1613,0±712,0 1432,0±738,0 1438,0±652,0 1245,0±555,0 D-vítamínneysla (gg á dag) 7,5±7,9 7,9±7,8 9,7±9,6 11,2±11,6 25-OH-D í sermi (nmól/L) 41,4±20,0 43,0±21,0 45,8±20,0 50,1±24,0 Prótínneysla (g á dag) 94,4±34,0 84,0±38,0 88,0±32,0 82,1 ±27,0 hjálp mynda. Við útreikninga á magni fæðu- efna var stuðst við íslenskar næringarefnatöflur frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (9) ásamt gagnagrunni Manneldisráðs um hráefna- samsetningu matvæla. Heildarhópnum var skipt í þrennt með tilliti til kalkneyslu, innan við 800 mg á dag, 800-1200 mg á dag og yfir 1200 mg á dag. Könnun á líkamshreyfingu og þjálfun: Notaður var staðlaður spurningalisti saminn upp úr könnun Slemenda og fleiri (10). Spurt var hversu margar klukkustundir á viku síðastliðna þrjá mánuði þátttakendur hefðu stundað ýmsar íþróttir, göngur og fleira. Hópunum var skipt eftir svörum í fimm hópa, þær sem stunduðu líkamshreyfingu innan við hálfa klukkustund á viku, hálfa til tvær stundir á viku, tvær til fjórar stundir og yfir sjö stundir á viku. Almennar spurningar: Spurt var hvenær blæðingar hefðu byrjað og þannig reiknaður út tími í mánuðum frá upphafi tíða. Einnig var spurt um notkun getnaðarvarnarpillu og reykingar. Mœling á 25-OH vítamín D í blóði: Serum 25-OH vítamín D (25-OH-D) var mælt með hjálp mótefna og geislavirkra efna (RIA, INC- STAR Corporation, Stillwater, MN, USA). Breytistuðlar aðferðarinnar (coefficient of vari- ation, CV%) voru 9,4% og 12,7% fyrir 36,2 og 121,8 nmól/L. Viðmiðunarmörk eru 25-100 nmól/L. Hópunum var síðan skipt eftir því hvort þeir voru ofan eða neðan við 25 nmól/L, sem margir hafa álitið æskileg viðmiðunar- mörk á 25-OH-D (11). Hæð (cm) og þyngd (kg) voru mæld með Seca mæli. Beinmagnsmœlingar: Við beinmagnsmæl- ingar var stuðst við DEXA (Dual Energy X-ray Absorptiometry) eins og lýst hefur verið (12,13) Þessi aðferð mælir magn kalks á flatareiningu (bone mineral density) g/cm2 sem er ekki raunveruleg þéttleikamæling þar sem um er að ræða magn kalks á cm2 en ekki cm’. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að undir flestum kringumstæðum endurspeglar þessi mæling vel beinmagnið (14). I þessari grein verður því notað beinmagn fremur en bein- þéttni. Notað var tæki af gerðinni Hologic QDR 2000+. Mælistaðir: a) Heildarbeinmagn (total skele- ton). b) Lendaliðbolir ( L:II-L:IV). c) Vinstri mjöðrn (lærleggsháls, lærhnúta (trochanter) og nærendi lærleggs (intertrochan- ter). d) Framhandleggur (víkjandi hendi), fremsti þriðjungur. Magn mjúkvefja (lean mass) og fitu var einnig ákvarðað með DEXA. Breytistuðull (CV%) mælinga var 0,9% fyrir framhandlegg, 1,0% fyrir lendhrygg og heild- arbeinmagn og 1,6% fyrir mælingar á mjöðm (12,13). Tölfrœði: Reiknað var út meðaltal, staðal- frávik og hæstu og lægstu gildi. Við fylgniút- reikninga (r) var aðferð Pearsons notuð, t-próf var notað við samanburð milli hópa og mark- tækni miðuð við p< 0,05. Framkvæmd var línu- leg fjölþátta aðhvarfsgreining (linear regres- sion analysis) til að finna samband milli einnar háðrar breytu og ýmissa óháðra breytna. Notuð var aðferð (step down backward-elimination procedure) þar sem allir þættirnir voru teknir með í útreikninga í upphafi en þeir þættir síðan teknir út sem ekki höfðu marktæk áhrif (15). Niðurstöður Kalkneysla og beinmagn: Tafla II sýnir að meðalkalkneysla var á bilinu 1245-1613 mg á dag, mest í 16 ára hópnum en marktækt minnst í 25 ára hópnum (p<0,01). Hins vegar var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.