Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 14

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 14
102 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Heildarbeinmagn (g/cm2) Mynd 3. Samanburður á heildarbeinmagni (g/cnr) og líkamsáreynslu (fjölþáttaaðhvarfsgreining) í aldurshópum 16-20 ára þar sem leiðrétt hefur verið fyrir fjölda árafrá upphafi tíða. Fylgnistuðull = 0,0045; p=0,001; heildarbeinmagn =1,009 + 0,0045 x líkamsáreynsla (klst. á viku). 5%. Það er athyglisvert að hámarkslíkamshæð er náð fyrir eða um 18 ára aldur en beinmagnið vex um að minnsta kosti 2% eftir að fullri hæð er náð. Hvort hér sé um aukningu á beinþéttni eða aukningu á beinummáli að ræða er ekki unnt að fullyrða þar sem rannsókn okkar bygg- ir ekki á þrívíddarmælingu. Á hinn bóginn óx flatarmál beinanna á þessu tímabili einnig um 2% og því verður að telja líklegt að beinum- málið hafi aukist á þessu skeiði. Erfitt er að gera beinan samanburð á hámarksbeinmagni íslenskra kvenna við er- lendar niðurstöður þar sem úrtak og mælitækni þyrftu að vera nákvæmlega eins. Þær rannsóknir sem helst eru sambærilegar, frá Sví- þjóð, Hollandi, Kanada, Ástralíu og Bandaríkj- unum (hvítar konur) benda til að hámarksbein- magn kvenna í þessum löndum sé svipað (19-23). Það er athyglisvert í ljósi mismunandi breiddargráðu, mataræðis og erfða. Samkvæmt þessum rannsóknum virðist hámarksbeinmagni hins vegar náð á mismunandi aldri, það þarfn- ast þó frekari staðfestingar þar sem sumar rannsóknanna styðjast ekki við slembiúrtak eins og okkar rannsókn og sumar byggja á minni rannsóknarhópum. Kalkneysla: í rannsókninni fannst ekki marktæk fylgni milli kalkneyslu og beinmagns, nema meðal þess hóps 18 ára stúlkna sem neytti innan við 1000 mg á dag. Það magn af kalki gæti því verið æskileg kalkneysla fyrir stúlkur á þessunr aldri og er það í samræmi við fyrri erlendar rannsóknir (24,25) og okkar (26). Meðalkalkneysla íslenskra kvenna virðist mikil í samanburði við flestar aðrar þjóðir (1200-1600 mg á dag) og vel ofan áðurnefndra 1000 mg marka. Hins vegar er þó nokkur hópur íslenskra kvenna undir þessum mörkum, til dæmis neyttu yfir 10% hópsins innan við 800 mg af kalki á dag, sem gæti stuðlað að ófull- nægjandi kalksöfnun beina, þótt svo verði ekki fullyrt af okkar rannsóknum. Rannsóknin byggir á notkun tíðnikönnunarlista til ákvörð- unar fæðumagns. Aðferðafræðilegar rannsókn- ir sýna að gildi þessarar aðferðar er vel viðun- andi, en þó heldur lakara en vikulöng skráning neyslu sem almennt er talin gefa nákvæmasta mynd af neyslunni (8). Hins vegar er mat á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.