Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 16

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 16
104 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 þó aldrei fullyrt í þversniðsrannsókn hvað sé orsök og hvað afleiðing, þannig er hugsanlegt að vöðvastæltar stúlkur og konur veljist frekar til að stunda meiri líkamsþjálfun en aðrar. Þó er athyglisvert, og væntanlega mikilvægustu niðurstöður þessarar rannsóknar, að bein tengsl fundust milli tímalengdar líkamshreyfingar á viku og beinmagns þátttakenda á aldrinum 16-20 ára. Konur sem hreyfðu sig fimm klukkustundir á viku höfðu um 2% meira bein- magn heldur en þær sem minnst hreyfðu sig. Vel má vera að þetta séu lágmarksáhrif í útreikningum okkar ef áhrif aukins vöðva- magns af völdurn langtímahreyfingar koma þar lil viðbótar. Þessi fylgni fannst hins vegar ekki meðal 25 ára hópsins. Hugsanlegt er að áhrifin séu mest áður en hámarksbeinmagni er náð (um 20 ára aldur) eða að áhrifin hafi ekki komið fram vegna þess hversu lítill ntunur er á hreyfingu innan 25 ára hópsins, sem hreyfði sig að meðaltali mun minna en aldurshóparnir undir tvítugu. Hinsvegar var fylgnin við mjúkvefja- magnið enn fyrir hendi í 25 ára hópnum. Einnig er athyglisvert að konur virðast byrja að tapa beini í mjöðm þegar upp úr tvítugu. Þetta hafa aðrar rannsóknir sýnt (23). Orsök þess er hins vegar óviss en í þessari rannsókn virðist þetta tap haldast í hendur við minnkaða líkams- hreyfingu á þessum aldri. í 25 ára aldurshópn- um var einnig athyglisvert að notkun getnaðar- varnarpillu og áhrif fæðinga komu ekki fram á beinmagni. Fjölþáttagreining: I fjölþáttagreiningu þar sem heildarbeinmagnið var borið saman við áðurnefnda næringarþætti, það er kalk, D- vítamín (±25-OH-D í blóði) og prótín, líkams- þætti eins og líkamsþyngd, magn fitu og mjúkvefja og líkamshreyfingu, komu einungis út sem sjálfstæðir áhrifaþættir magn mjúkvefja og líkamshreyfing í yngri aldurshópunum og magn mjúkvefja og fitu og líkamshæð í 25 ára hópnum (tafla V). Af heildarbreytileika í bein- magninu tengdist 36-43% þessum þáttum sem bendir til að aðrir þættir, og þá væntanlega erfðaþættir, ráði hinum 60% sem ekki er fjarri því sem tvíburarannsóknir hafa bent til (40). Þetta bendir þó vissulega til að unnt sé að hafa áhrif á beinmagnið, sérstaklega fyrir tvítugt, með æskilegri líkamsþyngd og þá sérstaklega nægilegu vöðvamagni. Það er athyglisvert að tímalengd frá upphafi tíða hafði áhrif fram að tvítugu en þau áhrif voru horfin í 25 ára hópnum. Því virðist það ekki skipta rnáli fyrir endanlegan beinmassa hvenær tíðir byrja, en það er andstætt því sem rannsókn frá Japan virtist benda til (41). Áhrif reykinga komu einungis fram í 18 ára hópnum (sem reyndar reykti mest) og því verður ekki fullyrt um áhrif reykinga á hámarksbeinmagn íslenskra kvenna út frá þessari rannsókn, slíkt þarfnast frekari rannsóknar. Hér er um þversniðsrannsókn að ræða sem vissulega þyrfti að staðfesta með langtímarann- sóknum á hópum sem fengju mismunandi ráð- leggingar hvað varðar líkamshreyfingu og fleira. Slíkum rannsóknum er erfitt að fram- fylgja í langan tíma. Framskyggnar rannsóknir frá Finnlandi og Hollandi (20,42), þar sent litið var á hópa ungmenna yfir langan tíma bentu til að beinmagn þeirra um 27 ára aldur byggðist mest á því hvernig þeir hefðu reynt á sig frá unglingsárum. Hæfileg lfkamshreyfing á þessum aldri sem stuðlar að æskilegu vöðvamagni virðist því getað stuðlað að auknu hámarksbeinmagni, sem gæti gert viðkomandi konur betur undir- búnar undir aldursbundið beintap síðar á ævinni og þannig orðið ein besta vörnin gegn beinbrotum af völdum beinþynningar á efri árum. Þakkir Höfundar þakka Díönu Oskarsdóttur rönt- gentækni fyrir allar beinþéttnimælingar, Guð- rúnu Kristinsdóttur ritara fyrir margháttaða að- stoð, meinatæknum rannsóknardeildar fyrir D- vítamínmælingar og Helga Sigvaldasyni verk- fræðingi fyrir tölfræðiaðstoð. Höfundur (GS) þakkar RANNÍS, Vísinda- sjóði Borgarspítalans og Kvenfélagasambandi Islands fyrir styrk til þessa verkefnis. HEIMILDIR 1. Hansson T, Ross B. Nachemson A. The bone mineral con- tent and ultimate compressive strength of lumbar verte- brae. Spine 1980; 5: 46-55. 2. 0rtoft G. Mosekilde L, Hasling C. Mosekilde L. Estimation of vertebral body strength by dual photon absorptiometry in elderly individuals: comparison between measurements of total vertebral and vertebral body bone mineral. Bone 1993; 14: 667-73. 3. Hui SL, Slemenda CW, Johnston CC Jr. The contribution of bone loss to postmenopausal osteoporosis. Osteoporosis Int 1990; 1: 30 4. 4. Lu PW, Briody JN, Ogle GD, Morley K, Humphries IR, Allen J, et al. Bone mineral density of total body, spine, and femoral neck in children and young adults: a cross-sectional and longitudinal study. J Bone Mineral Res 1994; 9: 1451-8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.