Læknablaðið - 15.02.1998, Side 20
108
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Afdrifa þessara hópa var leitað í dánarmeina-
skrá og krabbameinsskrá og þau borin saman
með óbeinni stöðlun við dánartíðni og nýgengi
krabbameina hjá öllum íslenskum körlum. Auk
þessa voru stöðluðu dánarhlutföllin (standard-
ised mortality ratios, SMRs) og nýgengihlut-
föllin (standardised incidence ratios, SIRs)
borin saman milli hópanna. Gerð var sérstök
könnun í gögnum Hjartaverndar á reykinga-
venjum lækna og lögfræðinga og reiknuð út
hugsanleg truflandi áhrif reykinga á nýgengi
lungnakrabbameins.
Niðurstöður: Dánartíðni í hópi lögfræðinga
var svipuð og hjá öðrum körlum en dánartíðni
í læknahópnum var lægri en hjá öðrum og
einnig lægri en meðal lögfræðinga. Þetta átti
rót sína að rekja til lægri dánartíðni vegna allra
krabbameina, magakrabbameins, lungna-
krabbameins, heilablóðfalls og öndunarfæra-
sjúkdóma, stöðluð dánarhlutföll þessara dánar-
meina voru: 0,73, 0,27, 0,44, 0,53 og 0,54.
Dánartíðni var hins vegar hærri meðal lækna
vegna sjálfsmorða sem framin voru með lyfj-
um, föstum eða fljótandi efnum, staðlað dánar-
hlutfall 5,75. Krabbamein voru yfirleitt fátíðari
hjá læknum en lögfræðingum og átti það eink-
um við um lungnakrabbamein, nýgengihlutfall
0,45. Krabbamein í ristli og heila voru þó tíðari
hjá læknum en hjá öðrum körlum, en munurinn
var einungis tölfræðilega marktækur fyrir
krabbamein í ristli, nýgengihlutfall 1,93. Reyk-
ingar voru minni meðal lækna en annarra karla
og lögfræðinga.
Ályktun: Lægri dánartíðni meðal lækna
bendir til heilsusamlegs lífernis enda reykja
þeir síður en aðrir karlar eða lögfræðingar. Vera
má að læknar njóti læknisfræðilegrar þekking-
ar sinnar þannig að þeir komist fyrr í betri með-
ferð við sjúkdómum sem þeir kunna að fá.
Krabbamein, einkum lungnakrabbamein, eru
fátíðari meðal lækna en annarra sem tæpast
skýrist eingöngu af minni reykingum þeirra.
Inngangur
Rannsóknir á körlum í læknastétt í mörgum
löndum hafa sýnt að heildardánartíðni þeirra er
lægri en annarra (1-12). Nokkur dánarmein eru
þó tíðari í þeirra hópi. Flestar athuganir benda
til hærri dánartíðni vegna sjálfsmorða (8,11-
15), og eldri rannsóknir sýndu hærri dánartíðni
meðal lækna vegna hjartasjúkdóma (1,7,16).
Þetta hefur ekki verið staðfest í nýrri rannsókn-
um heldur hið gagnstæða, að hjartasjúkdómar
eru fátíðari meðal lækna en annarra
(5,6,11,12). Svo virðist sem hætta á blóð-
krabbameinum vegna geislunar hafi minnkað
eða jafnvel horfið á síðari árum með betri
geislavörnum (17-20).
Rannsóknir á læknahópum hafa sýnt að dán-
artölur vegna allra krabbameina eru lægri með-
al þeirra en annarra (2,4-6,11,12) og nýgengi
allra krabbameina var lægra meðal finnskra og
danskra lækna en annarra karla (21-23). Hugs-
anleg mengun krabbameinsvalda í vinnu virðist
því ekki hafa áhrif til hækkunar á dánartíðni
eða nýgengi krabbameina í heild. Rannsóknir á
breskum meinafræðingum sýndu hærri dánar-
tíðni vegna krabbameina í eitlum, blóðmynd-
andi vefjum og heila (24-26). Nýgengi krabba-
meins í ristli var hærra meðal finnskra lækna en
annarra, en niðurstöðurnar voru ekki tölfræði-
lega marktækar (22).
Niðurstöður nokkurra rannsókna benda til að
dánartíðni meðal heimilislækna sé hærri en
meðal annarra lækna (7,17,27), sem í einni
rannsókn var talið stafa af meiri reykingum
heimilislækna (28). Gamlar bandarískar rann-
sóknir bentu til að þeir sem ekki væru sérfræð-
ingar lifðu skemur en aðrir læknar (29,30).
Lág dánartíðni og lágt nýgengi krabbameina
í heild meðal lækna hefur að nokkru verið skýrt
með því að þeir njóti þess að vera af hærri stig-
um þjóðfélagsins þar sem dánar- og krabba-
meinstíðni sé almennt lág (31,32). í þessu sam-
bandi hefur athyglin beinst að lífsháttum lækna
og þeir taldir betri en annarra (10-12). Læknar
reykja til dæmis minna en aðrir (10,11,21,27,
33-35). Könnun meðal íslenskra lækna sýndi
að daglegar reykingar þeirra voru tvisvar til
þrisvar sinnum fátíðari en meðal almennings
(36).
Til þess að taka tillit til velþekkts munar á
dánar- og krabbameinstíðni fólks í mismunandi
þjóðfélagshópum hafa rannsóknir á læknum
beinst að samanburði við hópa í sama þjóðfé-
lagsþrepi (10,22) eða að samanburði á læknum
innbyrðis (11,12,24-26,28,30,37). Samanburð-
ur á læknum og lögfræðingum hefur fengið
nokkra hefð en með því að taka annan háskóla-
menntaðan hóp til samanburðar er unnt að ná
stjórn á áhrifum þjóðfélagsstigunar (38,39).
Markmið rannsóknarinnar var að kanna
hvort dánartíðni og nýgengi krabbameina hjá
íslenskum læknum séu lægri en meðal annarra
karla og meðal lögfræðinga, einkum með tilliti