Læknablaðið - 15.02.1998, Side 32
120
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
sem greindust á árunum 1961-1976 og
1977-1995. Skiptingin miðast nteðal annars
við áherslubreytingar í meðferð í samræmi
við niðurstöður framangreindra rannsókna
NWTS og SIOP.
Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí-
kvaðratsprófi og t-prófi. Breytingar á ný-
gengi voru reiknaðar með tímaleitni (time-
trend) prófi (15). Tölfræðileg marktækni
miðast við p-gildi <0,05. Gefin eru upp með-
altöl, staðalfrávik og bil.
Niðurstöður
Aldursstaðlað nýgengi Wilmsæxlis á
rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 á 100.000
íbúa á ári og 1,0 (staðalfrávik 0,6-1,7) fyrir
börn undir 15 ára aldri. Ekki varð marktæk
breyting á nýgengi á tímabilinu (p>0,l). Mynd
1 sýnir fjölda tilfella á árunum 1961-1995 og
hversu margir sjúklinganna voru á lífi í lok
rannsóknartímabilsins. A tímabilinu frá 1961
til 1976 greindust átta einstaklingar og eru sjö
þeirra látnir. Af þeim níu sem greindust frá
1977 til 1995 eru tveir látnir. Meðalaldur barn-
anna var 33 mánuðir (tvö ár og níu mánuðir),
staðalfrávik 19 (bil 5-77 mánuðir), en full-
orðnu sjúklingarnir voru 25 og 29 ára (mynd
2). í níu tilfellum reyndist æxlið vera í hægra
nýra, sjö vinstra megin og einn sjúklingur
hafði æxli í báðum nýrum.
Algengustu einkennin sjást í töflu II. Fyrir-
ferð (65%) og kviðverkir eða óværð (53%) eru
algengustu einkennin en tæpur þriðjungur sjúk-
linganna hafði hita og fjórðungur sýnilega
blóðmigu.
Æxlin fundust yfirleitt við þreifingu, en
þvagfæramyndataka (urography) var fram-
kvæmd hjá 14 sjúklingum og leiddi hún alltaf í
ljós æxli í nýra. Auk þess var tölvusneiðmynd
tekin af kviðarholi og aftanskinurými (retro-
peritoneum) hjá sex sjúklingum og ómskoðun
af sama svæði framkvæntd hjá þremur.
Lungnamynd sýndi meinvörp hjá tveimur sjúk-
lingum (stig IV), en var eðlileg hjá hinum 15.
Ekki fundust önnur meinvörp, en einn sjúkling-
ur hafði sjúkdóm í báðum nýrum (stig V). Tafla
I sýnir nánar stigun sjúkdómsins við greiningu.
Einn sjúklingur var á stigi I (6%), sex á stigi II
(35%) og sjö á stigi III (41%). Samkvæmt
sjúkraskrám var enginn sjúklingur með skapn-
aðargalla, en í krufningarskýrslum var minnst á
að einn sjúklingur hefði verið með rangmynd-
un í eggjastokkum (ovarian dysgenesis).
Number
65 70 75 80 85 90 95
□ Dead at the end of study period. Peri(
■ Alive at the end of study period.
Fig. 1. Number of patients with Wilms ’ tumor in 5-year periods
in Iceland in 1961-1995.
Number
Fig. 2. Age distribution of 17 patients with Wilms' tumor in
lceland in 1961-1995. The mean age was two years and nine
months.
Table II. Symptoms of 17patients diagnosed with Wilms’ tumor
in lceland in 1961-1995. Each patient can have more than one
symptom.
Symptom Number (%)
Abdominal mass 11 (65)
Abdominal pain 9 (53)
Fever 5 (29)
Hematuria (macroscopic) 4 (24)
Vefjaskoðun reyndist dæmigerð í öllum til-
vikum nema tveimur, en þá var um villivöxt
(anaplasiu) að ræða í öðru tilvikinu og sark-
meinsútlit í hinu, sem er óhagstæð (unfavora-
ble) vefjagreining með tilliti til horfa (tafla III).
Stærð æxlanna var að meðaltali 12 crn (staðal-
frávik 3,6 cm, bil 7-20 cm) og þyngd 570 g
(staðalfrávik 383 g, bil 150-1400 g).