Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 35

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 123 síðarnefnda flokkinn. Einn sjúklingur reyndist vera með villivöxt og lést hann, en annar var með sarkmeinsútlit og lifði. Almennt má segja að horfur versni í hlutfalli við aldur sjúklings við greiningu (2,8). Stigun æxlisvaxtarins hefur áhrif á lifun og yfirleitt er stuðst við áðurnefnda NWTS stigun, eins og hér var gert, eða við SIOP flokkunina, sem notuð er víða í Evrópu (19). Aðeins einn sjúklingur (6%) reyndist vera á stigi I við greiningu en flestir á stigi II (35%) og III (41%). Flestir sjúklingarnir voru því með til- tölulega langt genginn sjúkdóm, sem er heldur hærra hlutfall en í sambærilegum erlendum rannsóknum (3,10.18,20). Þetta skýrir væntan- lega að hluta verri heildarlifun, en erlendar rannsóknir hafa sýnt allt að 97% fjögurra ára lifun hjá sjúklingum á stigi I með hagstæða vefjagerð, 92% á stigi II, 87% á stigi III og 73% lifun á stigi IV (20). Tilhneiging sést til bættra lífslíka eftir 1976. Frá 1961 til 1976 var lifun 25%, en 61% fyrir tímabilið 1977-1995. Eins og áður sagði var munurinn þó ekki tölfræðilega marktækur sem sennilega skýrist af fæð sjúklinga í báðum hóp- unum. Frá 1982 til loka ársins 1995 lést enginn úr sjúkdómnum hérlendis. Nái frumæxlið að sá sér blóðleið er algeng- asta útbreiðsla til lungna (3,18). Sjúklingar geta læknast þó um útbreiddan sjúkdóm sé að ræða, en því veldur góð svörun Wilmsæxlis við krabbameinslyfjum og geislameðferð (8,21). Þetta á sérstaklega við um sjúklinga með mein- vörp í lungum en til eru rannsóknir sem sýna að yfir helmingur þeirra læknast (3,20). Tveir sjúklingar (12%) greindust með lungnamein- vörp (stig IV) í okkar rannsókn og er annar á lífi. Einn (6%) í okkar rannsóknarhópi reyndist vera með æxli í báðum nýrum og er á lífi í dag, en í erlendum rannsóknunr eru um það bil 5% sjúklinga með sjúkdóm í báðum nýrum (22). Horfur þeirra er misgóðar og fara eftir út- breiðslu æxlis og meingerð æxlisvaxtarins í hvoru nýra fyrir sig (2,22). Skurðaðgerð er hornsteinn meðferðar og er mælt með því að fara að nýranu í gegnum mið- línuskurð (2,18). Þá er hægt að kanna eitla í ná- grenni æxlisins og betra að komast að neðri holæð, en í sumum tilvikum er þar æxlisdrjóli sem teygir sig inn í hana frá nýrnabláæðinni (2) eins og sást í einu tilviki í okkar efniviði. Mið- línuskurður gerir einnig kleift að komast að hinu nýranu en hluti sjúklinganna hefur æxli í báðum nýrum eins og áður er greint frá. í slík- um tilvikum getur komið til greina að fjarlægja annað nýrað og hluta af hinu (2). Allir sjúklingarnir hér á landi voru með- höndlaðir með skurðaðgerð og síðan fengu 12 af 15 sjúklingum geislameðferð. Rannsóknir hafa síðan sýnt fram á að geislameðferð bæti ekki lífshorfur yngri sjúklinga með lítið út- breiddan sjúkdóm (20). Þess vegna fengu tveir síðastgreindu sjúklingarnir ekki slíka meðferð, en þeir fengu lyfjameðferð fyrir aðgerð til að minnka æxlismassa. Skiptar skoðanir eru um þetta atriði, en sýnt hefur verið fram á að um 7-10% sjúklinga sem taldir eru með Wilmsæxli fyrir aðgerð, séu í raun með góðkynja fyrirferð eða illkynja æxlisvöxt af öðrum toga og að þessi meðferðarleið trufli nákvæma stigun sjúkdómsins (3,7,8). Lokaorð Wilmsæxli er mjög illkynja æxli sem svarar þó vel meðferð með krabbameinslyfjum. Sam- kvæmt nýlegum rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að 90% barnanna læknist, jafnvel þótt um útbreiddan sjúkdóm sé að ræða. Þótt þessi rannsókn hafi ekki sýnt tölfræðilega fram á bætta lifun hér á landi er engu að síður stað- reynd að flestir, eða sjö af 10 sem greindust eft- ir 1976, eru á lífi, en einungis einn af sjö sem greindust á árunum 1961-1975. Lélegar lífs- horfur má væntanlega að hluta rekja til lengd- ar rannsóknartímabilsins og langt gengins sjúk- dóms hjá hópnum, sem er áminning til okkar um að hafa þessa greiningu í huga hjá bömum með fyrirferð, kviðverki, hita og blóðmigu. Þakkir Gunnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri og Jónas Magnússon prófessor á handlækninga- sviði, fá sérstakar þakkir, einnig Asgeir Har- aldsson prófessor á bamadeild og Jón R. Krist- insson sérfræðingur á barnadeild. Einnig þökk- um við starfsmönnum skjalasafna spítalanna og starfsmönnum krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags íslands fyrir þægilegt viðmót. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Land- spítalans.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.