Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 39

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 125 Heilablóðfall vegna mígrenis Tvö sjúkratilfelli Jón Hersir Elíasson", Einar M. Valdimarsson", Birna Jónsdóttir2’, Finnbogi Jakobsson" Elíasson JH, Valdimarsson EM, Jónsdóttir B, Jakobsson F Migraine-related stroke. Two case-reports Læknablaðið 1998; 84: 125-9 Migraine is the cause of 3-25% of strokes in young adults. Each year we can expect 9-10 cases of migraine-related stroke in Iceland. The most com- mon symptom is hemianopia but other common symptoms include hemiparesis, hemianesthesia, dys- phasia and various brain stem symptoms. The stroke must occur during a typical migraine attack and other causes have to be excluded. Here we describe two cases of migraine-related stroke. Key-words: stroke, migraine. Ágrip Mígreni er orsök 3-25% heilablóðfalla hjá einstaklingum 50 ára og yngri. A Islandi má á hverju ári búast við 9-10 tilfellunr heilablóð- falla vegna mígrenis. Algengasta einkenni er sjónsviðsskerðing en önnur einkenni geta verið helftarlömun (hemiparesis), helftardofi (hemi- anesthesia), málglöp (dysphasia) og ýmis heilastofnseinkenni. Til að mígreni teljist orsök þarf einstaklingur að fá heilablóðfall í dæmi- gerðu mígrenikasti og útiloka þarf aðrar orsak- ir heilablóðfalls. Við lýsum hér tveimur tilfell- um af heilablóðfalli vegna mígrenis sem greindust nýlega á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Frá "endurhæfinga- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavik- ur, z|Röntgen Domus Medica. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ein- ar M. Valdimarsson, endurhæfinga- og taugadeiid Sjúkra- húss Reykjavíkur, Fossvogi, 108 Reykjavík. Sjúkratilfelli 1 Tuttugu og níu ára gamall karlmaður veiktist um miðjan dag þar sem hann sat í stól heima hjá sér. Honum fannst umhverfið verða óraun- verulegt og hann fann fyrir doðatilfinningu um allan líkamann og fannst hann ætla að líða út af. Hann náði þó að kalla á aðstoð og reyndi að rísa á fætur en missti þá meðvitund í stutta stund. Þessu fylgdu engir sýnilegir krampar. Þegar maðurinn rankaði við sér var hann með mikinn höfuðverk sem lýsti sér eins og sá mígrenihöfuðverkur sem hann hafði oft haft áður. Þessu fylgdu ógleði og uppköst. Einnig tók hann eftir skerðingu á sjónsviði til hægri. Höfuðverkurinn hvarf á nokkrum klukkustund- um en sólarhring síðar var sjónsviðsskerðingin enn til staðar. Þá var maðurinn sendur á bráða- móttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ættarsaga um mígreni er hjá manninum og sjálfur hefur hann haft mígreni frá unglingsár- um. Hann fær að jafnaði tvö til þrjú köst í mán- uði. Stundum fær hann áru sem er eins og ljós- glampar, mest hægra megin í sjónsviðinu. Ár- unni hafa fylgt ógleði og sláttkenndur verkur vinstra megin í enni og gagnauga og hefur verkurinn staðið í allt að sólarhring. Við verkn- um hefur hann tekið acetýlsalicýlsýru sem hef- ur slegið á. Fyrir þremur árum fékk maðurinn óraunveruleika- og doðatilfinningu um allan líkamann, líka þeirri sem hann lýsir nú. í kjöl- farið fann hann fyrir dofa í öllum hægri líkams- helmingi. Dofinn hvarf síðar að fullu. Maður- inn man ekki hvort höfuðverkur fylgdi því kasti. Hann hefur reykt sem samsvarar fimm pakkaárum. Hann var hættur að reykja en byrj- aði aftur fyrir sex mánuðum eftir nokkurra ára hlé. Að öðru leyti hefur hann verið hraustur. Lykilorð. heilablóðfall, mígreni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.