Læknablaðið - 15.02.1998, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
131
in þessara fæðutegunda inniheldur C-vítamín.
Sjúklingur og maki hans fengu næringarráð-
gjöf, auk þess sem sjúklingur var meðhöndlað-
ur með fjölvítamínum og C-vítamíni (500 mg á
dag). Líðan sjúklings batnaði nokkuð, einkum
minnkaði þróttleysið.
Helstu áhættuþættir fyrir C-vítamínskorti
eru áfengissýki eða einhæft fæði og var það
síðarnefnda orsakavaldur í sjúkratilfellinu sem
hér er greint frá. Hlutverk C-vítamíns er mikil-
vægt fyrir frásog járns, það er einnig mikilvægt
fyrir efnahvörf amínósýra, fólats og einstakra
efnahvata, auk þess að virka andoxerandi og
fyrirbyggja þannig ef til vill hjarta- og æða-
sjúkdóma, auk krabbameins (2).
Sigurjón Jónsson héraðslæknir á Dalvík lýsti
1940 í Læknablaðinu 64 ára gamalli konu með
alvarlegan C-vítamínskort (3). En með nútíma
fæðuúrvali má ætla að í dag sé C-vítamínskort-
ur sjaldséð vandamál hér á landi, en mögulegt
er þó að hann sé vangreindur í vægari tilfellum
sem því er hér hefur verið greint frá.
HEIMILDIR
1. Black MM, RookAVilkinson/Eblin. Textbook of Derma-
tology. Oxford: Blackwell Scientific Publication, 1992:
2367.
2. Sauberlich HE. Pharmacology of vitamin C (review). Ann
Rev Nutr 1994; 14: 371-91.
3. Jónsson S. Ágrip af sjúkrasögu og nokkrar hugleiðingar
um C-vítamín. Læknablaðið 1940; 26: 59-64.
Sjúkratilfelli mánaðarins
er nýjung í Læknablaðinu. Hugmyndin með þessum kafla er að kynna á stutt-
an og hnitmiðaðan hátt hin ýmsu sjúkratilfelli sem um hendur lækna fara.
Þessu hefur verið ætlað rými í hverju tölublaði fyrir sig, ein til tvær blaðsíður í
senn. Ætlast er til að fram komi helstu atriði í sjúkrasögu og sjúkdómsgangi
ásamt stuttum texta varðandi sjúkdóminn sjálfan, en í lokin má geta heimilda
(tveggja til þriggja). Mynd eða myndir verða að fylgja er skýra og styðja text-
ann. Vegna þessarar áherslu á myndir, er nauðsynlegt að þeir sem áhuga hafa
á að nýta sér þetta afli samþykkis sjúklings þar sem persónuleynd viðkomandi
gæti verið í húfi. Hvað varðar ritrýni á þessu efni, þá gerist hún hjá ritstjórn
Læknablaðsins og er það gert til að stytta megi þann tíma sem líður frá því að
efni berst inn og þar til að birtingu kemur. Með þessum aðfararorðum hvetur rit-
stjórn Læknablaðsins alla lækna til að gefa þessum kafla gaum og senda inn
áhugaverð tilfelli, þannig að hafa megi af gagn og gaman.
Ritstjórn