Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 48

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 48
134 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 gildir það bæði um texta, töflur og gröf. Töflur og gröf vistist sem sérstök skjöl. Tilgreina skal í hvaða vinnsluumhverfi grein er unnin og leita samráðs við ritstjórnarfulltrúa. Frágangur útprents: Handrit skulu prentuð skýrt og greinilega öðrum megin á pappírsark- ir í stærðinni A4, með að minnsta kosti 40 mm spássíu vinstra megin og 20 mm spássíu hægra megin. Línubil skal vera tvöfalt (8,5 mm). Byrjið eftirfarandi hluta handrits á nýrri blað- síðu: titilsíða, ágrip á ensku, ágrip, meginmál, þakkir, heimildir, einstakar töflur og mynda- texta. Blaðsíður handrits skulu tölusettar í röð í efra horni hægra megin og byrjað á titilsíðu. Slfk töluröð er áframhaldandi á öllum hlutum handrits þar á meðal heimildum, töflum og myndatextum. Titilsíða: Á titilsíðu skal vera: 1. heiti grein- ar sem ætti að vera stutt, en skýrt, og lýsa við- fangsefni greinarinnar, 2. nöfn höfunda og að- setur (deild, stofnun), 3. nafn deildar/stofnunar þar sem rannsóknin var unnin ef hún er önnur en aðsetur höfunda(r), 4. nafn og aðsetur höf- undar sem annast fyrirspurnir og bréfaskipti, 5. tvö til fjögur lykilorð á íslensku og ensku til réttrar færslu greinarinnar í spjaldskrá. Höfundar: Höfundar að grein skulu einung- is vera þeir sem verulega hafa lagt af mörkum til tilurðar greinarinnar. Er þar fyrst og fremst átt við: 1. grunnhugmynd, hönnun og skipu- lagningu rannsóknar, túlkun og framsetningu niðurstaðna, 2. verulega eða meginábyrgð á söfnun gagna eða á rannsóknarvinnu og 3. rit- un uppkasts að handriti eða gagnrýnin yfirferð handrits með tilliti til vitræns og vísindalegs innihalds. Yfirmenn deildar eða rannsóknar- stofu sem að öðru leyti koma ekki að rannsókn- arvinnunni, fjárhagslegir styrktaraðilar og þeir sem einungis taka lítinn þátt í vinnunni ættu ekki að teljast höfundar greinar. Þeim má hins vegar færa þakkir í lok handrits. Sérhver höf- undur á að hafa tekið nægan þátt í vinnu þeirri sem að baki greinar liggur til að geta borið ábyrgð á öllu efni hennar og rætt það opinber- iega. Agrip: Agrip skal ekki vera lengra en 250 orð eða um 1370 slög (gildir fyrir kaflaskipt ágrip). Ágrip enskt og íslenskt skulu sett fram á skipulagðan, kaflaskiptan hátt. Efnisþættir verði: tilgangur (objective), efniviður og að- ferðir (material and methods) þar skal getið vali á sjúklingum eða tilraunadýrum, aðferð við söfnun og úrvinnslu niðurstaðna, niður- stöður (results) sérstaklega skal getið sértækra tölulegra niðurstaðna og tölfræðilegs vægis ef unnt er og ályktun (conclusion) með áherslu á nýjar og mikilvægar hliðar rannsóknarinnar. Ágrip yfirlitsgreina og sjúkratilfella þurfa ekki að vera kaflaskipt (lengd 150 orð). Ritstjórnar- greinar þarfnast ekki ágripa ekki heldur ein- stakir greinaflokkar samkvæmt nánari ákvörð- un ritstjórnar, má þar nefna til dæmis sjúkratil- felli mánaðarins. Enskt ágrip skal birta með öllum fræðilegum greinum í Læknablaðinu. Þar komi fram heiti greinar á ensku og höfund- ar. Enskt ágrip má vera bein þýðing þess ís- lenska. Inngangur: Greint skal frá tilgangi rann- sóknar og meginforsendum. Einungis skal vitn- að til helstu (og fárra) greina sem að þeim lúta, ekki skal reynt að skrifa ítarlegt yfirlit um efn- ið. Niðurstöður og umræður uin þær eiga ekki heima hér. Efniviður og aðferðir: Lýsa ber efniviði (sjúklingum, tilraunadýrum og svo framvegis, þar á meðal viðmiðunarhópum) skilmerkilega. Lýsa ber aðferðum, tækjabúnaði (nafn fram- leiðanda og heimilisfang (borg, land) í sviga) og aðgerðum í nægilegum smáatriðum til að aðrir geti endurtekið rannsóknina og (væntan- lega) fengið sömu niðurstöður. Vísa ber til heimilda um algengar og vel þekktar aðferðir, lýsa stuttlega aðferðum sem hafa verið birtar en eru ekki vel kunnar; lýsa nánar nýjum eða mjög breyttum aðferðum, tilgreina skal ástæðu þess að þeim var beitt og meta kosti þeirra og galla (næmi, sértæki og svo framvegis). Greint skal frá öllum lyfjum og efnum sem notuð voru með samheiti þeirra (sérlyfjaheita má geta inn- an sviga), skömmtum og íkomuleið. Siðfræði: Þegar lýst er niðurstöðum sem fengnar eru við athuganir á mönnum skal þess getið hvort rannsóknin var gerð með samþykki siðanefndar (hvort sem nefndin er á vegum stofnunar, fagfélags eða opinberra aðila) og hvort hún var gerð í samræmi við ákvæði Helsinkiyfirlýsingarinnar frá 1975 (endurskoð- uð 1983). Ekki skal nota nöfn fólks, upphafs- stafi, fæðingardag eða sjúkraskrárnúmer, eink- um skal þess gætt á myndum (röntgenmyndum og þess háttar). Staðtöluleg úrvinnsla gagna: Lýsa skal að- ferðunt stuttlega með tilvitnun í aðgengileg rit, geta tölvuforrita sem notuð voru. Gæta skal ná- kvæmni eins og unnt er og greina tölulegar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.