Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 51

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 137 Málfar: Greinar skal rita á góðri íslensku og skal íslenska öll erlend orð og heiti, verði því við komið. Sé íslenska heitið ekki vel þekkt hafið alþjóðlega heitið í sviga á eftir. Þetta skal gert í ágripi komi heitið fyrir þar og síðan aftur í fyrsta skipti er heitið kemur fyrir í megin- texta. Ef ekki er til gott íslenskt heiti er al- þjóðaheitið (latneskt eða engilsaxneskt) notað og skrifað með skáletri. Hugtök sem ekki verða íslenskuð með góðu móti skulu skilgreind í stuttu máli og alþjóðaheitið síðan sett í sviga aftan við skilgreininguna. I megintexta eru skammstafanir ekki notað- ar. Undantekningar eru viðurkenndar fræðileg- ar skammstafanir, til dæmis á sjúkdómaheitum, en þá skal óstytt heiti ávallt standa á undan skammstöfun þegar hún er notuð í fyrsta sinn í textanum. Lyfjaheiti skulu rituð á þann íslenska hátt sem gert er í Sérlyfjaskrá, til dæmis atenólól, dexametasón, erýtrómýcín, hýdróklórtíazíð, amílóríð, cefradín, ceftríaxón og svo framveg- is. Meðferð og mat efnis: Sé frágangur hand- rits ekki í samræmi við ofangreindar leiðbein- ingar verður handritið endursent án frekari um- fjöllunar á því stigi með ábendingum þar um. Að öðru leyti eru öll handrit send í ritrýni utan ritstjórnar. Ritrýnar eru venjulega úr hópi lækna sem teljast sérfróðir um það efni er við- komandi grein fjallar um. Umsögn þeirra og leiðbeiningar eru síðan sendar höfundum með athugasemdum frá ritstjórn. Athugasemdir geta lotið að efnisvali, efnismeðferð, túlkun niður- staðna, töflum/myndum, ályktunum, málfari, stíl og svo framvegis. Höfundar fá ekki að vita, hver ritrýnir og ritrýnar fá ekki uppgefin nöfn höfunda eða stofnanir sem höfundar vinna við. Höfundum er skylt að svara gagnrýni, sem frain kann að koma. Ritstjórn er eftir sem áður endanlegur úr- skurðaraðili um birtingarhæfni greinar. Prófarkarlestur: Höfundar fá senda próförk að lokinni yfirferð starfsmanna Læknablaðsins og skulu þeir lesa próförk og leiðrétta, sé þess þörf, og nota til þess prófarkartákn þau sem eru í íslenskum staðli ÍST 3. Leiðréttingar skulu greinilega gerðar, svo að auðskilið sé, til hvers er ætlast. Höfundar skulu bera saman handrit og próförk og ganga úr skugga um, að efnið sé rétt upp sett, að villur hafi verið leiðréttar og nýjar hafi ekki slæðst inn. Próförk skal skilað sem allra fyrst. Oleyfilegt er að gera efnisbreytingar í próförk. Leiðbeiningar í samantekt Öllum greinum ber að skila í tölvutæku formi ásamt með útprenti. Taka skal fram í hvaða vinnsluumhverfi grein er unnin. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A4 blöð með 40 mm spássíu vinstra megin. Hver hluti hand- rits skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð Agrip og heiti greinar á ensku Agrip á íslensku Meginmál Þakkir Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða ís- lensku að vali höfunda Tölvuunnar myndir komi á disklingi ásamt útprenti Sérstaklega þarf að semja um birtingu lit- mynda Höfundar sendi tvær gerðir handrita til rit- stjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogur. Annað án nafna höfunda, stofnana og þakka sé um þær að ræða. Greininni þarf að fylgja bréf þar sem lýst er yfir af hálfu þess höfundar sem annast bréfaskipti að allir höf- undar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.