Læknablaðið - 15.02.1998, Side 52
138
Umræða og fréttir
Formannsspjall
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Snúum bökum saman!
Frá aðalfundi Ll 1997. Amór Víkingsson, Sigurlaug Sveinbjömsdóttir, Kristján
Guðmundsson og Stefán B. Matthíasson.
Félagar!
Umræða um bætt samstarf
lækna verður líklega seint of
mikil. Samstarf lækna og sam-
vinna hefur oftast verið mjög
góð en alla tíð hafa komið upp
ágreiningsefni, sem leitt hafa til
skoðunarmunar og jafnvel vissr-
ar sundrungar. Síðari áratugi
hafa deilur um kjör oftast verið
undirrót slíkra átaka en einnig
viss hugmyndafræðilegur mun-
ur, er snertir fyrirkomulag heil-
brigðisþjónustu og hlutverk ein-
stakra lækna og sérgreina f heil-
brigðisþjónustunni. Slíkt er í
raun eðlilegt. Á íslandi hafa
verið að byggjast upp nýjar sér-
greinar og verkefni sem ungir
læknar hafa flutt með sér
erlendis frá, þar sem misrnun-
andi heilbrigðiskerfi hafa mótað
huga þeirra og viðhorf.
Síðustu ár hafa einkennst
nokkuð af innri átökum lækna og
telja verður undirrótina oftast
hafa verið þá sömu, það er að
segja deilur um kjör. Þá eru bág
samskipti milli lækna viður-
kennd staðreynd sem auðvelt og
sjálfsagt er að bæta, ekki síst
með hagsmuni sjúklinga í huga.
Sundrung í læknastétt og reyndar
fleiri háskólastéttum vekur mikla
athygli almennings. Þá vekur
það athygli að innan okkar eigin
raða virðist tortryggni og öfund
landlæg. Þetta er mjög til baga
og veikir samtök lækna. Mikil-
vægt er að læknar vinni heils-
hugar og samtaka að hagsmuna-
málum sínum og láti ekki ólgu
skammtímahagsmuna ýta sér út
af réttri braut í þeim efnum.
Samvinna og heilindi í lækna-
stétt eru nauðsynleg fyrir velferð
sjúklinganna sem við önnumst.
Menn mega ekki múra sig inni í
gömlum musterum, hvort sem
þau heita sjúkrahús, heilsu-
gæslustöðvar eða læknastöðvar.
Læknar geta spurt sig að því
hvort þeir geri nóg af því að
styðja við bakið á kollegunt
sínum og brjótist þannig út úr
viðjum kreddu, vanans eða
gamalla hefða. Hví ekki að hafa
fleiri heimilislækna inni á
sjúkrahúsum eða sérfræðinga í
héruðum sem ráðgjafa? Bættar
samgöngur og framfarir í upp-
lýsingatækni gera slíkt auðveld-
ara en fyrr. Meginmarkmiðið
rneð viðleitni okkar hlýtur að
vera að nýta sameiginlega krafta
okkar í þágu sjúklinga.
Vonandi styttist í að ró komist
aftur á í kjaramálum lækna, þar
eð samningar eru þegar frá-
gengnir eða virðast rnunu leysast
fljótlega. Forsendur eru því allar
fyrir því að beina kröftum okkar
að innra starfi félagsins og efla
styrk þess. Að mörgu er að
hyggja í þeinr efnum. Sameinað-
ir læknar búa yfir meira afli en
sundraðir, heildarafl samtakanna
sameinaðra verður ætíð meira en
summa einstaklinganna. Sam-
einuð og samhent læknasamtök
eru okkar styrkur. Við verðum að
gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til að eyða tortryggni og
styðja við bakið hvert á öðru
óháð sérgreinum.
Brjótum niður múra, bindum
bönd, bætum samskipti.
Guðmundur Björnsson
form@icemed.is
\