Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 52

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 52
138 Umræða og fréttir Formannsspjall LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Snúum bökum saman! Frá aðalfundi Ll 1997. Amór Víkingsson, Sigurlaug Sveinbjömsdóttir, Kristján Guðmundsson og Stefán B. Matthíasson. Félagar! Umræða um bætt samstarf lækna verður líklega seint of mikil. Samstarf lækna og sam- vinna hefur oftast verið mjög góð en alla tíð hafa komið upp ágreiningsefni, sem leitt hafa til skoðunarmunar og jafnvel vissr- ar sundrungar. Síðari áratugi hafa deilur um kjör oftast verið undirrót slíkra átaka en einnig viss hugmyndafræðilegur mun- ur, er snertir fyrirkomulag heil- brigðisþjónustu og hlutverk ein- stakra lækna og sérgreina f heil- brigðisþjónustunni. Slíkt er í raun eðlilegt. Á íslandi hafa verið að byggjast upp nýjar sér- greinar og verkefni sem ungir læknar hafa flutt með sér erlendis frá, þar sem misrnun- andi heilbrigðiskerfi hafa mótað huga þeirra og viðhorf. Síðustu ár hafa einkennst nokkuð af innri átökum lækna og telja verður undirrótina oftast hafa verið þá sömu, það er að segja deilur um kjör. Þá eru bág samskipti milli lækna viður- kennd staðreynd sem auðvelt og sjálfsagt er að bæta, ekki síst með hagsmuni sjúklinga í huga. Sundrung í læknastétt og reyndar fleiri háskólastéttum vekur mikla athygli almennings. Þá vekur það athygli að innan okkar eigin raða virðist tortryggni og öfund landlæg. Þetta er mjög til baga og veikir samtök lækna. Mikil- vægt er að læknar vinni heils- hugar og samtaka að hagsmuna- málum sínum og láti ekki ólgu skammtímahagsmuna ýta sér út af réttri braut í þeim efnum. Samvinna og heilindi í lækna- stétt eru nauðsynleg fyrir velferð sjúklinganna sem við önnumst. Menn mega ekki múra sig inni í gömlum musterum, hvort sem þau heita sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar eða læknastöðvar. Læknar geta spurt sig að því hvort þeir geri nóg af því að styðja við bakið á kollegunt sínum og brjótist þannig út úr viðjum kreddu, vanans eða gamalla hefða. Hví ekki að hafa fleiri heimilislækna inni á sjúkrahúsum eða sérfræðinga í héruðum sem ráðgjafa? Bættar samgöngur og framfarir í upp- lýsingatækni gera slíkt auðveld- ara en fyrr. Meginmarkmiðið rneð viðleitni okkar hlýtur að vera að nýta sameiginlega krafta okkar í þágu sjúklinga. Vonandi styttist í að ró komist aftur á í kjaramálum lækna, þar eð samningar eru þegar frá- gengnir eða virðast rnunu leysast fljótlega. Forsendur eru því allar fyrir því að beina kröftum okkar að innra starfi félagsins og efla styrk þess. Að mörgu er að hyggja í þeinr efnum. Sameinað- ir læknar búa yfir meira afli en sundraðir, heildarafl samtakanna sameinaðra verður ætíð meira en summa einstaklinganna. Sam- einuð og samhent læknasamtök eru okkar styrkur. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að eyða tortryggni og styðja við bakið hvert á öðru óháð sérgreinum. Brjótum niður múra, bindum bönd, bætum samskipti. Guðmundur Björnsson form@icemed.is \
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.