Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 55

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 141 máð. Þegar Evrópuráðið var að semja tillögur sínar um persónu- vernd og notkun læknisfræði- legra gagna og erfðafræðigagna var gagnrýnt að setja átti ströng skilyrði um að samþykki sjúk- linga þyrfi til þegar veita átti slíkar upplýsingar. Haraldur seg- ir það hafa stafað af því að menn telji faraldsfræðilegar rannsóknir tapa gildi sínu ef ekki er hægt að framkvæma þær óbjagaðar, það er ef þær skekkjast ekki af því að sumir úr tilteknum hópi geti hafnað þátttöku. „Við erum kannski í nokkrum vanda því löggjafinn er sífellt að gefa rýmri heimildir til að upp- lýsingar séu veittar um heilsufar eða slíkt, meðal annars til að samkeyra við skattskrár eða ann- að vegna bótaréttar eða örorku og þar fram eftir götunum. Stefna Heilbrigðisráðuneytisins hefur verið sú að upplýsingar séu sem mest geymdar þar sem þær verða til, það er sem dreifðast. Ég hef stundum líkt þessu við sprengiefni, það er best að geyma það á nokkrum stöðum því ef eitthvað fer úrskeiðis springa birgðirnar þó ekki nema á einum stað! Þegar menn óska eftir upplýsingum og geta fært fyrir því skynsamleg rök kemur til kasta tölvunefndar að skoða málið.“ Haraldur bendir á að mjög víða sé hætta á misbeitingu upp- lýsinga ef menn ætla sér það og mögulegt sé að gera ýmsan óskunda í þeim efnum. Það eigi kannski ekki síst við um hugsan- lega sölu á upplýsingum, til dæmis ef tryggingafélög, at- vinnurekendur eða stéttarfélög vilja reyna að notfæra sér slíkar upplýsingar. Persónuupplýsingar mega aldrei verða söluvara en Haraldur segir að við vísinda- rannsóknir taki menn ekki áhættu því ljóst sé að misnoti einhver upplýsingar glati hann trausti til að vinna með slíkar upplýsingar. Slíkt myndi grafa undan almennu trausti til vís- indarannsókna og engir vísinda- menn vilji verða til þess. Til að girða sem mest fyrir möguleika á misnotkun er kennitölum oft breytt í dulkennitölur og tengdar sýnum á þann hátt. Annast þá trúnaðarmaður tölvunefndar miðlun slíkra gagna. Komi í ljós að áhugavert gæti verið að ná til viðkomandi fólks hafa trúnaðar- maður og viðkomandi læknir milligöngu um það. Munur á tilgangi upplýs- inganotkunar „Þar sem erfðaefni mannsins geymir upplýsingar um eigin- leika hans er ekki undarlegt að miklar rannsóknir fara nú fram á því og má búast við að kortlagn- ingu þess verði lokið á næstu árum. Þær miða meðal annars að því að finna stökkbreytingar og hugsanleg tengsl þeirra við sjúk- dóma. Upplýsingar sem lesa má út úr erfðaefni hjá einum manni geta einnig átt við ættingja hans og niðja. Það er öllum ljóst að gera verður greinarmun á notkun þessara upplýsinga annars vegar sem hluta af sjúkdómsgreiningu og hins vegar til vísindarann- sókna. Þegar rannsóknir eru annars vegar verður að leita samþykkis viðkomandi ekki síst þar sem niðurstöður slíkra rannsókna geta snert þriðja aðila. Þess vegna verður að tryggja trúnað. Þegar tölvunefnd hefur fengið beiðni um rannsóknir á sam- bandi eiginleika erfðaefnis og sjúkdóma hefur verið tekin sú af- staða að greining erfðaefnisins fari fyrst fram eftir að upplýsing- ar um ættartengsl og sjúkdóma sem koma fyrir hafi verið kort- lagðar í ættartré. Persónuein- kenni verði afmáð áður en erfða- greining fer fram. Við höfum þó leyft undantekningar frá þessu þegar rökstuddar óskir hafa komið fram og er þá notaður greiningarlykill að persónuupp- lýsingum sem er í vörslu þriðja aðila og tiltækur ef nauðsynlegt kann að reynast að afla að nýju persónueinkenna viðkomandi lífsýnis eða sýna.“ Haraldur segir þetta ekki síst nauðsynlegt til þess að valda ekki óróa. „Stundum getur verið óljóst með hvaða hætti upplýs- ingar úr slíkum rannsóknum geta nýst. Vitneskja um líkur á yfir- vofandi sjúkdómi, hugsanlega ólæknalegum, er vandmeðfarin og geta verið skaðlegar viðkom- andi einstaklingi. Vitneskjan ein um mögulegan sjúkdóm getur valdið óþarfa angist og komist hún í hendur vinnuveitanda eða tryggingafélags getur hún skað- að þann sem er að sækja um vinnu eða leita sér tryggingar." Spurning um siðferði Og Haraldur er á því að heilla- vænlegast sé að gæta nokkurrar varkárni í þessum efnum: „Ég tel ekki að varkárni í þess- um málum tefji nokkuð eða trufli framgang vísindarannsókna. Það er mikilvægt fyrir vísindin að við fáum aðgang að ýmsum efniviði sem safnast hefur upp varðandi sjúklinga og meðferð þeirra. Sú skoðun hefur verið uppi, meðal annars innan Evrópusambands- ins, að menn geti neitað læknum um að nota sjúkraskrár sínar vegna vísindarannsókna en ég held líka að þeir sömu sjúklingar verði að leiða hugann að því að framfarir skapast ekki nema með rannsóknum. Hvernig getaþessir sjúklingar ætlast til að fá aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu og þekkingu sem safnast hefur upp meðal annars með margháttuð- um rannsóknum en jafnframt neitað því að leggja nokkuð til þeirra sjálfir, ef eftir því er leit- að? Þetta er líka siðferðileg spuming sem þeir verða að velta fyrir sér.“ -jt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.