Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 62
148 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Frá Félagi ungra lækna Þann 18. desember síðastlið- inn var haldinn aðalfundur FUL og var þá jafnframt kosin ný stjórn félagsins. Nýju stjórnina skipa: Brynhildur Eyjólfsdóttir formaður, Birgir Jóhannsson ritari, Guðrón Bragadóttir gjaldkeri, Guðrún Guðniunds- dóttir, Ingvar Hákon Ólafsson, Óttar IVIár Bergmann, Stein- gerður Anna Gunnarsdóttir og Tryggvi Helgason meðstjórn- endur. Nýja stjórnin tók þegar til starfa. A fjölmennum félagsfundi FUL í Hlíðasmára þann 4. janúar síðastliðinn voru tvær ályktunar- tillögur bornar upp og samþykkt- ar með yfirgnæfandi meirihluta. Þessar voru tillögurnar: I. „Fundur hjá FUL haldinn þann 4. janúar 1998 í Hlíðasmára beinir þeim tilmælum til lækn- ingaforstjóra Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítalans að þeir beiti sér fyrir því, að við þá unglækna sem hafa verið við vinnu undanfarið og hafa því gildan ráðningarsamning við sjúkrahúsin, á rneðan uppsagnir hafa tekið gildi, verði gerður sambærilegur viðbótarráðningar- samningur og gerður verður við þá unglækna sem nú kjósa að snúa aftur til starfa á sjúkrahús- unum.“ II. „Fundur samningslausra ung- lækna haldinn í Hlíðasmára 4. janúar 1998 beinir því til Guðmundar Björnssonar for- manns Læknafélags íslands, að hann leiti leiða til að bæta þeim fjárhagstjón, sem þeir urðu fyrir við að verja hagsmuni stéttarinn- ar í desember 1997 og janúar 1998. Slíkt fé gæti komið úr sjóðum Læknafélags Islands eða með eftirgjöf af árgjaldi til félagsins. Eins mætti leita framlaga hjá sér- fræðingum, sem högnuðust fjár- hagslega í aðgerðunum, eða hjá þeim unglæknum, sem létu sitt eftir liggja í baráttunni og fram- lengdu hana þar með, en njóta til fulls árangurs þriggja vikna atvinnuleysis félaga sinna.“ Fyrri tillagan var send lækn- ingaforstjórum Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þá voru báðar tillögurnar lagðar fyrir næsta stjórnarfund LÍ, sem hald- inn var 6. janúar 1998, þær ræddar og afgreiddar. Stjórn LÍ lýsti yfir stuðningi sínum við báðar tillögurnar. Fyrri tillöguna skyldi styðja með bréfi til lækn- ingaforstjóranna. Þegar fjallað var um framkvæmd og útfærslu á seinni tillögunni var stjórnin sammála um að besta leiðin til þess væri að leita til félagsmanna Ll um frjáls framlög og tók Guð- mundur Björnsson formaður Lí að sér að sjá um það. Brynhildur Eyjólfsdóttir formaður FUL S Arsskýrsla Félags ungra lækna Ársskýrsla Félags ungra lækna var samþykkt á aðalfundi félags- ins þann 18. desember síðastlið- inn. Vegna umfangs er ekki hægt að birta hana í heild sinni hér og því eingöngu birt efnisyfirlit skýrslunnar. Skýrsluna er hægt að nálgast á skrifstofu Læknafé- lags Islands. Efnisyfirlit Stjórn Félags ungra lækna Inngangur Staða ungra lækna innan Lækna- félags íslands Stjórn LÍ Nefndarstarf Endurskipulagning LÍ Aðalfundur LÍ Endurskipulagning FUL Lagabreytingar Fræðslunefnd Félagsfundir og skemmtikvöld Fjármál félagsins Kjaramál Kjarasamningur lausráðinna sjúkrahúslækna Áherslur FUL Samninganefndir læknafélag- anna Undirbúningur kröfugerðar Gangur viðræðna Kjarasamningurinn Miðlunartillaga Vinnustaðasamningar Niðurstaða Aðgengistakmörkun að samn- ingi LR og TR Önnur kjaramál Útgáfustarfsemi Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna Erlend samskipti Almennt PWG NRYL FÍLÍÚ Fylgiskjöl 1. Ályktanir aðalfundar Læknafélags íslands 1997 2. Lög Félags ungra lækna 3. Rekstrar- og efnahagsreikn- ingar félagsins 4. Sundurliðun rekstrarreikn- ings 5. Samninganefndir LI og LR fyrir sjúkrahúslækna og fleiri, 1997 6. Kröfugerð fyrir kjarasamn- ing lausráðinna sjúkrahús- lækna-1/1/97 7. Launatafla með kröfugerð - 1/8/97 8. Endurskoðuð launatafla - 19/9/97 9. Minnisblað varðandi vinnu- tíma unglækna- 6/10/97 10. Miðlunartillaga - 18/12/97 11. Fréttabréf Félags ungra lækna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.