Læknablaðið - 15.02.1998, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
149
Ný lög Félags ungra lækna
Endurskipulagning FUL hefur verið samofin
vinnu undirritaðs við endurskipulagningu LI.
Lokaáfangi þeirrar vinnu var endurnýjun á lögum
Félags ungra lækna sem voru samþykkt á aðalfundi
18. desember 1997 og staðfest af stjórn LI 6. janú-
ar 1998. Þá voru þau staðfest með fyrirvara um að
grein 5 um félagsaðild stæðist landslög. Forsaga
þess er sú að undirritaður taldi réttast að ungir
læknar yrðu sjálfkrafa félagar að FUL við útskrift
eins og þeir verða aðilar að LI. Vel var tekið undir
hugmyndina í endurkipulagningarnefnd LI en
stjórn LI var aftur á móti mótfallin henni á þeirri
forsendu að við ætluðum einnig taka út efri tak-
mörk á félagsaðild en þá væri hætta á að FUL yfir-
tæki LÍ. Til að fylgja hugmyndinni eftir mætti und-
irritaður í boð LI fyrir kandídata og bauð þeim að
ganga í Félag ungra lækna. Raunin varð sú að allir
kandídatar sem þar voru mættir sóttu um félagsað-
ild. Tillaga um sjálfkrafa félagsaðild var borin upp
á aðalfundi LI en ákvörðun frestað vegna gruns um
að slfkt væri brot á lands- og alþjóðlegum lögum
um mannréttindi. Einhverra hluta vegna fórst fyrir
að taka út lagagrein þessa fyrir aðalfund FUL.
Nauðsynlegt er að fá úr þessu skorið fyrir næsta að-
alfund og fella út ef með þarf. Á móti er hægt að
taka upp þá vinnureglu að bjóða kandídötum að
gerast félagar í FUL við útskrift úr HÍ.
Vegna breyttrar stöðu FUL innan LÍ var upp-
færsla eldri laga félagsins orðin mjög tímabær.
Meginþema laganna er sjálfstæði félagsins en meg-
inbreyting þeirra er án efa opnun félagsins en með
nýjum lögum er opnað fyrir þann möguleika að all-
ir læknar geti orðið félagsmenn í FUL, en aukaað-
ilar að öðrum aðildarfélögum. Er það álit undirrit-
aðs að sú breyting muni í framtíðinni stuðla að
stærra og öflugra félagi auk þess sem meiri sam-
fella fæst í störf þess. Öflugt félag ungra lækna er
öllum læknum og læknastéttinni til framdráttar.
Helgi H. Helgason
Lög Félags ungra lækna
Samþykkt á aðalfundi FUL 18.12.1997
I. kafli
Heiti félagsins, lögheimili, eðli og
tilgangur
1. grein
Heiti félagsins, lögheimili og varnarþing
Félagið heitir Félag ungra lækna, skammstafað
FUL. Heiti félagsins á ensku er The Icelandic
Association of Junior Doctors. Lögheimili þess og
varnarþing er í Kópavogi.
2. grein
Eðli félagsins
Félag ungra lækna er sjálfstætt aðildarfélag Lækna-
félags Islands með réttarstöðu svæðafélags.
3. grein
Tilgangur og markmið
Tilgangur félagsins er:
1. að efla og vernda hag ungra lækna.
2. að efla áhuga og þátttöku lækna á öllu er lýtur að
framþróun í heilbrigðismálum.
3. að auka samvinnu, kynni og stéttarþroska ís-
lenskra lækna.
4. að stuðla að bættri þjálfun ungra lækna og auk-
inni grunn- og símenntun allra lækna.
5. að bæta heilsufar landsmanna og efla sjálfsvit-
und þeirra um ræktun eigin líkama og sálar.
II. kafli
Félagsaðild
4. grein
Félagsmenn
Félagsmenn geta þeir orðið sem lokið hafa
kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla íslands og
eru búsettir og/eða starfa sem læknar á Islandi, svo
og íslenskir eða erlendir ríkisborgarar, sem tekið
hafa kandídatspróf erlendis, en fá læknaréttindi á
íslandi.
5. grein
Félagsaðild
Kandídatar frá læknadeild Háskóla Islands verða
sjálfkrafa aðilar að Félagi ungra lækna við útskrift.
Aðrir er æskja inngöngu í félagið skulu senda
stjórn FUL skriflega umsókn þess efnis. Beiðnin
skal tekin fyrir og afgreidd innan eins mánaðar frá
móttöku umsóknarinnar.