Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 67

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 151 kosti einnar viku fyrirvara, eftir hentugleika skrif- lega eða með auglýsingum. I fundarboði skal getið dagskrár. Fundur er ályktunarhæfur um tilkynnt dagskráratriði, ef hann er löglega boðaður og 1/4. gjaldskyldra félagsmanna er viðstaddur. Nú reynist fundur ekki ályktunarfær, og má þá boða til auka- fundar um sömu mál. Þann fund má eigi halda fyrr en að viku liðinni, nema sérstaklega standi á og er hann ætíð ályktunarfær, en geta skal þess í fundar- boði, að ákvörðun verði tekin um dagskráratriði fundarins. Afl atkvæða ræður alla jafna úrslitum mála á fundum félagsins. Við allar meiriháttar stefnumarkandi ákvarðanatökur og lagabreytingar þurfa 2/3 fundarmanna að samþykkja. Halda skal fundargerðabók. V. kafli Stjórn félagsins, skipan og verksvið 15. grein Stjórn Stjórn félagsins skipa átta menn, formaður, ritari sem jafnframt er varaformaður, gjaldkeri og fimm meðstjórnendur. Þeir skulu kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna til eins árs í senn. Formaður skal að jafnaði vera úr hópi deildarlækna en varafor- maður úr hópi læknakandídata. Stefna ber að því að fráfarandi varaformaður taki að sér formannsemb- ættið. Kjósa skal formann sérstaklega, síðan ritara og gjaldkera. Afl atkvæða ræður kosningu en hlutkesti ef atkvæði eru jöfn. Séu fleiri en tveir í framboði skal kjósa aftur milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði hlutu. Meðstjórnendur og þrír varamenn stjórnar eru kosnir í einu lagi. Ef einhver fundar- manna óskar þess skulu kosningar vera skriflegar. Forfallist maður úr stjórn félagsins, tilnefnir stjórn og meðstjórn mann í hans stað úr sínum hópi. Tillögur um stjómarmann þurfa ekki að berast fyr- ir aðalfund. 16. grein Verksvið stjórnar Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðal- funda. Stjórnin er ábyrg gagnvart aðalfundi. Verksvið stjórnar er að vera á verði og fylgjast með öllu er varðar hag allra íslenskra lækna, búsettra á Islandi eða annars staðar. Stjórn FUL skal þó eink- um bera hag félagsmanna sinna fyrir brjósti og ber þá hæst kjaramál, atvinnumál og kennslumál. Ritari skal skrá fundargerð allra stjórnarfunda í gerðabók félagsins. Stjórnin kýs eftirtaldar fastanefndir til eins árs í senn og skulu nefndirnar vera fullskipaðar innan eins mánaðar frá aðalfundi. 1. Samningafulltrúanefnd. Hún skal halda utan um kjarasamninga félagsmanna, annast kjararannsókn- ir og undirbúa gerð kjarasamninga. Nefndarmenn skulu vera fulltrúar FUL innan samninganefndar LI þegar við á. Þá skal nefndin vera félagsmönnum til aðstoðar ef ágreiningur kemur upp á milli læknis og vinnuveitanda varðandi framkvæmd kjarasamn- ings eða annað er varðar kjör hans. Nefndin skal halda reglubundna fræðslufundi, fyrir unga lækna og læknanema, um kjaramál og tengd efni. 2. Kennslumála- og fræðslunefnd. Hún skal vinna að aukinni fræðslustarfsemi meðal félagsmanna innan sjúkrastofnana. Tveir nefndarmanna skulu vera fulltrúar FUL innan Framhaldsmenntunarráðs læknadeildar HI og skal annar þeirra jafnan vera formaður nefndarinnar. Þá skal nefndin hafa yfir- umsjón með fræðabúri félagsins og vinna að aukn- um umsvifum þess og útbreiðslu. Nefndin skal halda fræðslufundi um ýmis sérmálefni ungra lækna eftir þörfum. Fastanefndir skulu að minnsta kosti skipaðar þrem- ur mönnum og skulu nefndarformenn eiga sæti í stjórn félagsins. Stefna ber að því að nefndarfor- menn hafi starfað með nefndinni árið á undan sem meðstjórnendur. Stjórnin markar starfssvið fasta- nefnda á hverjum tíma. Stjórnin getur skipað aðrar nefndir og/eða kvatt félagsmenn til nefndarstarfa, eftir því sem þurfa þykir. Allar fastanefndir skulu skila skýrslu um störf sín til stjórnarinnar, eigi síð- ar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Stjórn hefur yfirumsjón með samskiptum félagsins við sambærileg félög erlendis samanber grein 19. Stjórn hefur yfirumsjón með útgáfustarfsemi sam- anber grein 20. Stjórn ber ábyrgð á að halda samskiptum við for- mann Félags læknanema og boða hann á stjórnar- fundi ef þess gerist þörf. Stjórn ber að stuðla að auknum samskiptum milli ungra lækna á mismunandi vinnustöðum meðal annars með því að standa að kappleikjum, skemmtikvöldum, árshátíð og svo framvegis. 17. grein Stjórnarfundir Stjórnarfundir skulu haldnir á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Fundir skulu boðaðir með dag- skrá og með sem lengstum fyrirvara og þá jafnan á síðasta stjómarfundi. Fundir stjórnar eru ákvörðun- ar- og ályktunarhæfir ef fimm stjórnarmenn sækja fund og hann boðaður með minnst tveggja daga fyrirvara. 18. grein Vantraust Óski félagsmaður að bera fram vantraust á stjórn eða einstaka embættismann, skal það gert skriflega og undirritað af að minnsta kosti fjórðungi gjald-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.