Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 68
152
skyldra félaga. Stjórninni er skylt að taka van-
traustið fyrir á félagsfundi innan þriggja vikna og
skal boða fundinn samkvæmt 14. gr. um félags-
fundi.
VI. kafli
Ýmis ákvæði
19. grein
Erlend samskipti
Félagið er aðili að Nordisk rád for yngre læger
(NRYL) og tekur virkan þátt í starfsemi þess.
Þannig hefur félagið bein samskipti við önnur félög
ungra lækna á Norðurlöndum. Þá er félagið einnig
aðili að Permanent Working Group of Junior Doct-
ors in Europe (PWG) og tekur þátt í starfi þess eft-
ir því sem aðstæður leyfa. Erlend samskipti skulu
vera á hendi formanns félagsins nema annað sé
ákveðið á aðalfundi. Formaður sækir því árlega að-
alfundi NRYL og aðalfundi PWG sem að venju eru
haldnir bæði að vori og hausti. Til að tryggja sam-
fellu í alþjóðlegum samskiptum félagsins skal frá-
farandi formaður fylgja nýjum formanni á hans
fyrsta fund (vorfundur PWG) en annars sækir for-
maður fundina einn. Formaður ber ábyrgð á að
varðveita öll skjöl sem tengjast samskiptum þess-
um og koma upplýsingum, sem þannig berast, til
félagsmanna með reglulegum skýrslu- og greina-
skrifum í Læknablaðið. Blöð og tímarit sem félög
unglækna á Norðurlöndunum og PWG gefa út
skulu varðveitt í fræðabúri félagsins og vera þar
öllum félagsmönnum aðgengileg.
20. grein
Utgáfustarfsemi
Stjórn félagsins ber ábyrgð á að miðla upplýsingum
til félagsmanna um þau málefni sem stjórnin er að
vinna að hverju sinni, uppfræða þá um réttinda og
kjaramál og efla með þeim stéttarvitund og félags-
kennd. Markmið þessi skulu vera hvati útgáfu
fréttabréfs FUL. Ritstjórn fréttabréfsins er í hönd-
um ritara félagsins en efni bréfsins á ábyrgð stjórn-
ar FUL.
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
21. grein
Fræðabúr
Fræðabúr félagsins er upplýsingasafn félagsins.
Það skal varðveitt af kennslu- og fræðslunefnd
samanber gr. 16, tl. 2 og ber nefndin ábyrgð á eðli-
legri endurnýjun þess. Markmið fræðabúrsins er
upplýsingaþjónusta við unga lækna um allt er teng-
ist sérfræðinámi lækna hérlendis sem erlendis. Til
að fræðabúrið nái þeim markmiðum skal það vera
aðgengilegt og staðsett sem næst stærstu vinnu-
stöðum ungra lækna. Stefnt skal að því að það
verði aðgengilegt öllum ungum læknum á rafrænu
formi.
22. grein
Upplýsingar til kandídata
Stjórn FUL skal sjá um, að kandídatar í læknisfræði
frá Háskóla íslands, svo og íslenskir eða erlendir
ríkisborgarar, sem tekið hafa kandídatspróf erlend-
is, en fá læknaréttindi á íslandi, fái lög FUL, kjara-
samninga sjúkrahúslækna og siðareglur lækna
(Codex Ethicus), svo að þeim sé ljós tilvera félags-
ins, tilgangur þess og reglur, og réttindi þeirra og
skyldur í því sambandi.
23. grein
Lagabreytingar
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda
hafi breytingatillögum verið dreift einni viku fyrir
fund. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist
stjórn félagsins að minnsta kosti 10 dögum fyrir að-
alfund. Lagabreytingar eru lögmætar, ef aðalfundur
er lögmætur og að minnsta kosti 2/3 fundarmanna
greiða þeim atkvæði.
Lagabreytingar skulu staðfestar, eins og lög
Læknafélags Islands segja til um, af stjórn LI.
24. grein
Brottvísun
Stjórn FUL getur, í samráði við Siðanefnd LÍ, vís-
að félagsmanni úr félaginu fyrir alvarlega van-
rækslu skyldustarfa, velsæmisbrot, brot á siðaregl-
um Iækna eða fyrir ítrekuð minni brot. Urskurði
stjórnarinnar um brottvikningu skal taka fyrir á
næsta reglulega fundi félagsins til staðfestingar eða
synjunar.