Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 71

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 155 Vistun sakhæfra geðsjúkra fanga Svar I dreifibréfi landlæknisemb- ættisins 18/1997 um „Vistun sakhæfra geðsjúkra fanga á geð- deildum sjúkrahúsa" sem dagsett er 3.12.1997 gætir nokkurrar ónákvæmni. Hinn 14. júlí 1997 gáfu undir- ritaðir út „Starfsreglur vegna skammtímavistunar sakhæfra fanga á geðdeildum sjúkrahúsa". Þar segir: „Fangi sem veikist ífangelsi á rétt á sjúkrahúsdvöl skv. mati fangelsislœkna og lœkna við- komandi deildar. A meðan hann dvelur í sjúkrahúsi hlýtir hann reglum deildarinnar eins og aðr- ir. Hér á eftirfara sérstakar regl- ur sem gilda um þessa einstak- linga. Þegar fangelsislœknir telur að leggja þuififanga inn á geðdeild hefur hann samhand við vakthaf- andi lcekni geðdeildar. Þegar fangi leggst inn á geðdeild eða til mats á göngu- deild er hann fluttur þangað af óeinkennisklceddum mönnum. 3. Starfsmenn fangelsa standa ekki vaktir á sjúkrahúsinu. 4. Fangelsisyfirvöld skipta sér ekki af meðferð sjúklings á sjúkrahúsinu. 5. Ef fangi yfirgefur sjúkrahúsið án heimildar mun vakthafandi lceknir hafa sam- band við Fangelsismálastofnun eða það fangelsi semfanginn var vistaður í fyrir komu. 6. Þegar/ef sjúklingur á að vistast á ný í fangelsi mun viðkomandi lceknir hafa samráð við Fangelsismálastofnun eða fangelsið. “ Auk þess er ástæða til að benda á eins og kemur fram í dreifibréfinu (18/1997), að heimild er í lögum þess efnis að Fangelsismálastofnun getur gert hlé á afplánun manns ef um veigamiklar ástæður, til dæmis læknisfræðilegar, er að ræða. Með von um að ekki rísi frekari misskilningur um mál þessi. Halldór Kolbeinsson yfirlæknir Tómas Zoéga yfirlæknir Læknar á vegum Rauða kross íslands Undirbúningsnámskeið Dagana 3.-8. maí næstkomandi mun Rauði kross Islands efna til námskeiðs fyrir væntanlega sendi- fulltrúa. Um er að ræða undirbúningsnámskeið fyr- ir störf á vegum Rauða kross íslands erlendis. Námskeiðið verður haldið í Munaðarnesi og er um- sóknarfrestur til 1. niars. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20. Ekki er síst leitað eftir almennum skurðlæknum og svæfingalæknum er hefja vildu starf á vegum Rauða krossins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rauða kross Islands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavfk. Skilyrði fyrir þátttöku eru meðal annars þau að umsækjandi sé 25 ára eða eldri, hafi góða tungu- málakunnáttu (enska nauðsynleg, franska æskileg), góða starfsmenntun og almenna þekkingu, auk þess sem æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjómun. Námskeiðið fer fram á ensku og verða fyrirlesarar meðal annars frá Alþjóða Rauða kross- inum í Genf. Á síðasta starfsári störfuðu 22 sendi- fulltrúar fyrir Rauða kross íslands að margvísleg- um verkefnum í 12 löndum í Evrópu, Asíu og Afr- íku. Meðal verkefna má nefna dreifingu hjálpar- gagna, upplýsingastörf, lækningar- og hjúkrun, skipulagningu starfs, uppbyggingu og viðhald, fjár- málastjórn og fræðslu. Meðal sendifulltrúanna var Einar Hjaltason læknir og er hann fyrsti læknirinn um langt skeið sem starfar á þennan hátt fyrir Rauða kross Islands. Allar nánari upplýsingar fást hjá Rauða krossi ís- lands, í síma 570 4000; netfang: gardar@redcross.is

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.