Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 77

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 161 Hæstaréttardómur um fóstureyðingu Réttindi kvenna varin Fyrir nokkrum árum synjaði úrskurðarnefnd um fóstureyð- ingu konu um fóstureyðingu. Landlæknir vísaði konunni til kvensjúkdómalæknis með vísan til þess að ákvörðun „fóstureyð- ingarnefndar“ væri einungis bindandi eftir 16. viku þungunar. A þessum tímapunkti var konan komin tæpar 13 vikur á leið. Fóstureyðing var framkvæmd með vísan til félagslegra raka. Svo undarlega brá við að „úrskurðarnefndin“ kærði land- lækni og kvensjúkdómalækninn til ríkissaksóknara. Kæruefnið var ólögmæt aðstoð við fóstur- eyðingu. Viðurlög ef sök sannast eru allt að fjögurra ára fangelsi! Ríkissaksóknari fór fram á lögreglurannsókn sem tók Iang- an tíma. Ari síðar vísaði ríkis- saksóknari þeim hluta málsins frá er varðaði landlækni en lagði fram ákæru á hendur kvensjúk- dómalækninum. Héraðsdómur féll alfarið kvensjúkdómalækn- inum í vil. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og farið fram á að öll vitni er leidd voru fyrir héraðs- dóm yrðu kölluð fyrir Hæstarétt sem er mjög óvenjuleg máls- meðferð ef ekki einstök. Oneit- anlega var málið því sótt af hörku. í nóvember 1997 féll dómur Hæstaréttar, þar sem dómur héraðsdóms var í einu og öllu staðfestur. Oneitanlega vekur athygli að nefndarmenn í „úrskurðarnefnd- inni“ túlka lögin ranglega. Að vísu mun túlkun lagabókstafs nokkuð hafa ruglað, þá er ekki túlka lög vandlega, að fæðinga- deild Landspítalans tók upp þann sið fyrir rúmum 20 árum að vísa öllum konum sem komnar voru 12 vikur eða lengra á leið til „úrskurðarnefndar". Landlæknir tjáði þá yfirlækni að slík gerð væri ekki lögum samkvæmt. Landlækni var þá tjáð að þessi ráðstöfun væri gerð með samþykki Heilbrigðisráðu- neytisins. Síðan hefur núverandi yfirlæknir kvensjúkdómadeildar fellt úr gildi framangreinda reglu. Ljóst má vera að nefnd sem túlkar lög landsins á svo gróflega rangan hátt, skerðir réttindi kvenna í veigamiklu máli og tekur sér stjórnsýsluvald sem ekki er lögbundið getur ekki setið áfram. Nefndin hefur nú sagt af sér og telur að hún hafi ekki úrskurðarvald. Nefndin hef- ur úrskurðarvald varðandi fóst- ureyðingu eftir 16. viku lögum samkvæmt. Undirstrikar þessi lagatúlkun vel túlkunarmáta fyrrverandi úrskurðarnefndar. Óskiljanlegt er með öllu að málinu var ekki vísað til lögskýringaraðila svo sem Lagastofnunar Háskóla íslands í stað þess að kæra málið af fullri hörku með kröfu um allt að fjögurra ára fangelsisrefsingu fyrir landlækni og kvensjúk- dómalækninn. Eftir stendur: Dómgreind lærist ekki á bókum. Ólafur Olafsson landlæknir ✓ Heilbrigðistækni á Islandi Rannsóknarráð íslands (Rannís) stendur nú fyrir úttekt á heilbrigðistækni á Islandi í samvinnu við Samtök iðnaðar- ins, Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og Heilbrigðis- tæknifélag Islands. Heilbrigðis- tækni tekur yfir það svið sem tengist tækjabúnaði, tækni og tækniþekkingu sem notuð er á heilbrigðisstofnunum og starf- semi tengdri líftækni, heilsu- vernd og læknavísindum. Hér er að stórum hluta um að ræða það svið sem á ensku er kallað bio- medical engineering. Meginmarkmið úttektarinnar er þríþætt: 1. Uttekt á stöðu heilbrigðis- tækni á Islandi. 2. Stefnumótun og skilgrein- ing markmiða. 3. Tillögur að aðgerðum til að ná settum markmiðum. Rannís hefur skipað verk- efnisstjórn og ráðið verkefnis- stjóra, Jón Braga Björgvinsson hjá Skyn ehf, til að vinna að framgangi málsins. Búið er að setja upp vefsíðu fyrir verkefnið. Þeir sem hafa aðgang að tölvupósti eða vef- skoðunarforritum eru eindregið hvattir til að nota þann miðil en aðrir geta fengið sendar upplýs- ingar í pósti. Vefsíða: http://www.skyn.is/ht Tölvupóstur: ht@skyn.is Póstfang: Skyn ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, b/t Jóns Braga Björgvinssonar. Haldinn verður stefnumótun- arfundur dagana 25. og 26. febr- úar á Hótel Örk í Hveragerði. Stefnt er að því að þátttakendur verði 30-40 talsins. Samtök iðn- aðarins sjá um skipulagningu fundarins. Úr fréttatilkynningu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.