Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 77

Læknablaðið - 15.02.1998, Síða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 161 Hæstaréttardómur um fóstureyðingu Réttindi kvenna varin Fyrir nokkrum árum synjaði úrskurðarnefnd um fóstureyð- ingu konu um fóstureyðingu. Landlæknir vísaði konunni til kvensjúkdómalæknis með vísan til þess að ákvörðun „fóstureyð- ingarnefndar“ væri einungis bindandi eftir 16. viku þungunar. A þessum tímapunkti var konan komin tæpar 13 vikur á leið. Fóstureyðing var framkvæmd með vísan til félagslegra raka. Svo undarlega brá við að „úrskurðarnefndin“ kærði land- lækni og kvensjúkdómalækninn til ríkissaksóknara. Kæruefnið var ólögmæt aðstoð við fóstur- eyðingu. Viðurlög ef sök sannast eru allt að fjögurra ára fangelsi! Ríkissaksóknari fór fram á lögreglurannsókn sem tók Iang- an tíma. Ari síðar vísaði ríkis- saksóknari þeim hluta málsins frá er varðaði landlækni en lagði fram ákæru á hendur kvensjúk- dómalækninum. Héraðsdómur féll alfarið kvensjúkdómalækn- inum í vil. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og farið fram á að öll vitni er leidd voru fyrir héraðs- dóm yrðu kölluð fyrir Hæstarétt sem er mjög óvenjuleg máls- meðferð ef ekki einstök. Oneit- anlega var málið því sótt af hörku. í nóvember 1997 féll dómur Hæstaréttar, þar sem dómur héraðsdóms var í einu og öllu staðfestur. Oneitanlega vekur athygli að nefndarmenn í „úrskurðarnefnd- inni“ túlka lögin ranglega. Að vísu mun túlkun lagabókstafs nokkuð hafa ruglað, þá er ekki túlka lög vandlega, að fæðinga- deild Landspítalans tók upp þann sið fyrir rúmum 20 árum að vísa öllum konum sem komnar voru 12 vikur eða lengra á leið til „úrskurðarnefndar". Landlæknir tjáði þá yfirlækni að slík gerð væri ekki lögum samkvæmt. Landlækni var þá tjáð að þessi ráðstöfun væri gerð með samþykki Heilbrigðisráðu- neytisins. Síðan hefur núverandi yfirlæknir kvensjúkdómadeildar fellt úr gildi framangreinda reglu. Ljóst má vera að nefnd sem túlkar lög landsins á svo gróflega rangan hátt, skerðir réttindi kvenna í veigamiklu máli og tekur sér stjórnsýsluvald sem ekki er lögbundið getur ekki setið áfram. Nefndin hefur nú sagt af sér og telur að hún hafi ekki úrskurðarvald. Nefndin hef- ur úrskurðarvald varðandi fóst- ureyðingu eftir 16. viku lögum samkvæmt. Undirstrikar þessi lagatúlkun vel túlkunarmáta fyrrverandi úrskurðarnefndar. Óskiljanlegt er með öllu að málinu var ekki vísað til lögskýringaraðila svo sem Lagastofnunar Háskóla íslands í stað þess að kæra málið af fullri hörku með kröfu um allt að fjögurra ára fangelsisrefsingu fyrir landlækni og kvensjúk- dómalækninn. Eftir stendur: Dómgreind lærist ekki á bókum. Ólafur Olafsson landlæknir ✓ Heilbrigðistækni á Islandi Rannsóknarráð íslands (Rannís) stendur nú fyrir úttekt á heilbrigðistækni á Islandi í samvinnu við Samtök iðnaðar- ins, Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og Heilbrigðis- tæknifélag Islands. Heilbrigðis- tækni tekur yfir það svið sem tengist tækjabúnaði, tækni og tækniþekkingu sem notuð er á heilbrigðisstofnunum og starf- semi tengdri líftækni, heilsu- vernd og læknavísindum. Hér er að stórum hluta um að ræða það svið sem á ensku er kallað bio- medical engineering. Meginmarkmið úttektarinnar er þríþætt: 1. Uttekt á stöðu heilbrigðis- tækni á Islandi. 2. Stefnumótun og skilgrein- ing markmiða. 3. Tillögur að aðgerðum til að ná settum markmiðum. Rannís hefur skipað verk- efnisstjórn og ráðið verkefnis- stjóra, Jón Braga Björgvinsson hjá Skyn ehf, til að vinna að framgangi málsins. Búið er að setja upp vefsíðu fyrir verkefnið. Þeir sem hafa aðgang að tölvupósti eða vef- skoðunarforritum eru eindregið hvattir til að nota þann miðil en aðrir geta fengið sendar upplýs- ingar í pósti. Vefsíða: http://www.skyn.is/ht Tölvupóstur: ht@skyn.is Póstfang: Skyn ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, b/t Jóns Braga Björgvinssonar. Haldinn verður stefnumótun- arfundur dagana 25. og 26. febr- úar á Hótel Örk í Hveragerði. Stefnt er að því að þátttakendur verði 30-40 talsins. Samtök iðn- aðarins sjá um skipulagningu fundarins. Úr fréttatilkynningu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.