Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 92

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 92
176 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Aðferðir við að leggja mat á heilbrigðisþjónustu og ieiðir til að meta valkosti Kynntar verða aðferðir, reglur og framkvæmd þegar leggja á mat á heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða meðferð, skipulag, þjónustu eða stefnumörkun. Tekin fyrir heil- brigðisþjónusta sem studd er niðurstöðum vísindalegra rannsókna (evidence based health care), notagildi og takmarkanir. Kennari: John 0vretveit prófessor við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Tími: 19. febrúar kl. 13-18. Verð: 5.800 kr. Heilbrigðislögfræði fyrir stjórnendur heilbrigðisstofnana Námskeiðið er ætlað framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnana, stjórnarfor- mönnum, yfirlæknum, hjúkrunarforstjórum og öðrum stjórnendum. Farið verður yfir helstu laga- og reglugerðarákvæði er snerta starfsemi heilbrigðisstofnana. Kynnt uppbygging heilbrigðiskerfisins og fjármögnun þess, réttindi heilbrigðisstétta, réttindi sjúklinga og skyldur heilbrigðisstétta sem af þeim leiða. Kynnt stjórnsýslu- og upplýsinga- lög, kvartanir og meðferð þeirra og skaðabótakröfur. Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Tími: 12. mars kl. 13:00-18:30. Verð: 4.500 kr. Nýtísku aðhvarfsgreining Námskeiðið er ætlað fólki sem vinnur úr gögnum og er að skipuleggja rann- sóknir. Rifjuð verða upp ýmiss konar Ifnuleg normal líkön, ANOVA og aðhvarfsgreining. Hugtökin meðalhrif (main effects) og víxlhrif (interaction) verða útskýrð og útfærð fyrir aðrar tegund- ir af líkönum, svo sem log-línuleg líkön og logistic líkön. Einnig við athugun á lifunarferlum (survival analysis) og tengsl við Kaplan-Meier mat á endingartíma. Notað verður forritið R (ókeypis og mjög líkt S+). Til að aðlaga námskeiðið að þörfum viðkomandi er hægt að hafa samband við kennara í tölvupósti: helgito@ rhi.hi.is Kennari: Helgi Tómasson tölfræðingur. Tími: 2., 4., 7., 9., 11 og 14. mars, mánudagar og miðvikudagar kl. 17-19 og laugardag- ar kl. 9-13, alls 16 klst. Verð: 18.800 kr.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.