Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 97

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 97
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 181 Ný stjórn FÍLÍS Aðalfundur Félags íslenskra lækna í Svíþjóð (FÍLÍS) var haldinn 27. nóvember síðastliðinn á sænsku Riksstámmunni í Stokkhólmi. Ekki var fjölmennt en óvenju góðmennt. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Sigurður E. Sigurðsson formaður Lundi, netfang: sigurdur.sigurdsson@swipnet.se Anna B. Magnúsdóttir ritari Lundi, Anna Stefánsdóttir gjaldkeri Kristianstad, meðstjórn- endur Bjarki Karlsson og Guðmundur Daníelsson Lundi. Ný stjórn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna Á aðalfundi íslenskra ofnæmis- og ónæm- islækna þann 9. desember síðastliðinn var kosin ný stjórn. Hana skipa: Davíð Gíslason formaður, Unnur Steina Björnsdóttir ritari, Sigurður Kristjánsson gjaldkeri, Björn Árdal og Sigurveig Sigurðardóttir meðstjórnendur. Ný stjórn í FILIB Á aðalfundi Félags íslenskra lækna í Bretlandi 30. nóvember 1996 var ný stjórn skipuð: Engilbert Sigurðsson formaður, Páll Matthíasson ritari og Vigdís Þórisdóttir gjald- keri. Netfang formanns enghar@premier.co.uk Heimilisfang: 1, Warren Cottages, Hillside Lane, Hayes, Kent BR2 7AP, England. Félagsgjöld 1997 Þeir læknar, sem enn eiga ógreidd félagsgjöld til LÍ fyrir árið 1997, eru hvattir til að semja um greiðslu þannig að unnt verði að ganga frá ársuppgjöri. Iðgjald til Lífeyrissjóðs lækna Eitt stíg fyrir árið 1997 er kr. 204.000,- þannig að lágmarksiðgjald til að viðhalda réttind- um, það er 1/3 úr stigi, er kr. 88.000,- Þau sem borga iðngjaldið beint til sjóðsins, eru beðin að inna það af hendi sem fyrst. Læknar og EES/ESB Nýlega kom út upplýsinga- bæklingur um réttindi íslenskra lækna á evrópska efnahagssvæð- inu. Bæklingurinn nefnist Lækn- ar og EES/ESB og er gefinn út af Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og Læknafélagi íslands í sameiningu. Bæklingur- inn er þýddur og staðfærður úr sænsku, eftir bæklingi sem gef- inn var út af Sænska læknafélag- inu og Socialstyrelsen í Svíþjóð og nefnist Lákarna och EU/EES. Sveinn Magnússon læknir og Sólveig Guðmunds- dóttir höfðu veg og vanda af út- gáfunni. I bæklingnum er fjallað um réttindi og skyldur sem íslenskir læknar hafa innan EES-svæðisins, hlutverk lögbærra heilbrigðisyfir- valda og hver þau yfirvvöld eru, taldar eru upp íslenskar sérgreinar í læknisfræði sem tilkynntar eru í læknatilskipun ESB auk þess sem listi er yfir helstu tilskipanir, lög og reglugerðir er lúta að starfí lækna innan svæðisins. Bæklinginn er hægt að fá á skrifstofu LÍ.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.