Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 23

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 203 börnin höfðu fengið og að auki tekinn saman fjöldi nokkurra hugsanlegra áhættuþátta og hóparnir bornir saman með tilliti til þeirra. Niðurstöður: Samanburður með t-prófi á mismunargildunum sýndi ekki marktækan mun (p=0,6). Munur á aukningu í fæðumagni barn- anna sem veiktust og barna í samanburðarhópi var því ekki marktækur. Af þeim 18 börnum sem veiktust af þarma- drepsbólgu höfðu 16 (88,9%) fengið fæðu í maga áður en þau veiktust. Börnin höfðu öll verið mötuð um magaslöngu, en einungis 20 (55,6%) viðmiðunarbarnanna, sá munur er marktækur (p=0,03). Brjóstamjólk í fyrstu gjöf fengu þrjú (18,8%) þeirra sem veiktust og 18 (50%) hinna, sá munur reyndist hins vegar ekki marktækur (p=0,07). Af öðrum hugsanlegum orsakaþáttum voru teknir til samanburðar: naflaslagæðarleggur, súrefnisskortur við burðarmál, blóðríki, bráður eða hálfbráður keisaraskurður, öndunarerfið- leikar og léttburður. Aðeins fjöldi keisara- skurða sýndi marktækan mun milli hópa (p=0,004). Samanburður á fjölda áhættuþátta sýndi ekki marktækan mun milli hópa (p=0,05). Hins veg- ar er marktæk línuleg leitni í þá átt að sjúkling- arnir hafi haft fleiri áhættuþætti en viðmiðunar- börnin (p=0,01). Alyktun: Rannsóknin sýndi ekki fram á að faraldur þarmadrepsbólgu á íslandi 1987-1990 stafaði af magni eða magnaukningu þeirrar fæðu sem nýburarnir fengu. Tveir aðrir hugs- anlegir orsakaþættir, magaslanga og keisara- skurður, komu marktækt oftar fyrir hjá sjúk- lingunum en hjá samanburðarbörnunum. Inngangur Þarmadrepsbólgu (necrotizing enterocolitis, NEC) var fyrst lýst árið 1891 (1). Þetta er lífs- hættulegur iðrasjúkdómur (dánartíðni er 20^40%) sem herjar á nýbura, einkum fyrir- bura (2). Orsakir þarmadrepsbólgu virðast geta verið margar. Fyrirburður, súrefnisskortur við burðarmál, andnauð og naflaslagæðarleggur eru meðal annars talin meðal orsakaþátta (2). Einnig hefur verið talið mögulegt að óþekktur sýkill geti valdið sjúkdómnum (3,4) og enn fremur of mikil fæðugjöf (2,5,6). Jafnframt telja margir að brjóstamjólk hafi verndandi áhrif (4,7). Þarmadrepsbólga sýnir tvenns konar tíðni- mynstur, annars vegar eru tilfellin stök og hins vegar koma faraldrar (2,8). í faröldrum eru sjúklingarnir þroskaðri, hafa síður aðra sjúk- dóma og hafa verið nærðir lengur um munn þegar sjúkdómurinn kemur fram (2,9). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort fæðugjöf barnanna sem veiktust í faraldri á nýburadeildum Landspítalans 1987-1990, hafi verið með öðrum hætti, hvað varðar magn og magnaukningu, en annarra barna á sama tíma. Efniviður og aðferðir Börnin 18 sem greindust með þarmadreps- bólgu á árunum 1987-1990, voru þekkt úr annarri rannsókn (10). Eitt eða fleiri af eftir- töldum atriðum voru notuð sem skilmerki fyrir greiningu sjúkdómsins: 1. Oyggjandi geislagreining með loftbólum í garnavegg eða í portæðargreinum. 2. Líkleg geislagreining með þykkum garna- vegg og löngum, teygðum eða þöndum garna- lykkjum, auk sjúkdómseinkenna (blóð í hægð- um, engin garnahljóð, ælur, þaninn kviður, bjúgur í kviðvegg, slappleiki). 3. Vefjagreining á sýnum úr skurðaðgerð eða krufningu. Greining taldist óyggjandi ef í sýn- um fundust drepsvæði, sár eða garnarof með tilheyrandi bólgufrumuíferð. í 11 tilvikum var um að ræða óyggjandi geisla- eða vefjagreiningu. I sjö tilvikum greindu sérfræðingar Vökudeildar sjúkdóminn á grundvelli sjúkdómseinkenna og líklegrar geislagreiningar. í þessum faraldri fengu 11 stúlkur og sjö drengir þarmadrepsbólgu. Meðalfæðingar- þyngd þeirra var 2246,6g (669-4286g) og meðalmeðgöngulengd 33,4 vikur (24-40 vik- ur). Meðalaldur við greiningu sjúkdómsins var 8,3 dagar. Fyrir hvert sjúkratilfelli voru valin, með til- liti til meðgöngulengdar, fæðingarþyngdar og fæðingardags, tvö viðmiðunarbörn úr skrám Vökudeildar Landspítalans og úr fæðingar- skrám (36 börn) (tafla I). Sett var það skilyrði að börnin hefðu lifað að minnsta kosti einn mánuð. Reynt var að velja þannig að fyrir hvert sjúkratilfelli væri annað samanburðarbarnið fætt innan við sex mánuðum á undan sjúklingn- um og hitt innan við sex mánuðum á eftir. Jafn- framt skyldi munur á fæðingarþyngd vera minni en 250g og munur á meðgöngulengd ekki meiri en tvær vikur. Eins og sést í töflu I tókst ekki í öllum tilvikum að uppfylla þessi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.