Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 25

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 205 mínútu og <7 við fimm mínútur eða endurlífg- unaraðgerðir), blóðríki (klínísk einkenni, blóð- þynnandi aðgerðir), bráða eða hálfbráða keis- araskurði, öndunarerfiðleika og lága fæðingar- þyngd. Að lokum var skráður fjöldi áhættuþátta hjá hverju barni fyrir sig. Hóparnir voru bornir saman (kí-kvaðratspróf) með tilliti til tíðni og fjölda einstakra áhættuþátta. Mismunur milli hópa telst marktækur ef p<0,05. Þar sem kí-kvaðratspróf var notað var það gert með Yates-leiðréttingu. í niðurstöðum eru gefin upp p-gildi og %2-gildi þar sem við á. Niðurstöður Sextán af sjúklingunum 18 höfðu fengið fæðu í maga áður en þeir veiktust. Þeir höfðu allir verið nærðir um magaslöngu. í saman- burðarhópnum höfðu hins vegar 20 af 36 verið nærðir um magaslöngu eða 55,6% og er það marktækur munur (%2=4,6; p=0,03). Fleiri sam- anburðarbörn (18 af 36; 50%) en sjúklingar (þrír af 16; 18,8%) höfðu fengið brjóstamjólk í fyrstu gjöf en munurinn reyndist ekki tölfræði- lega marktækur (%2=3,3; p=0,07). Ekki finnst heldur marktækur munur á því hve margir höfðu eingöngu fengið brjóstamjólk eða þurr- mjólk eða hvort tveggja (%:=3,2; p=0,2). A myndum 1 og 2 eru dreifirit sem lýsa ein- stökum gjöfum, annars vegar hjá sjúklingunum og hins vegar hjá samanburðarbörnunum. Hallatölur línanna lýsa meðalaukningu í magni fæðu á klukkustund en skurðpunkturinn við y- ás lýsir meðalmagni í fyrstu gjöf. A mynd 3 má sjá meðaltalsmagn í gjöf á 12 tíma fresti fyrir báða hópana. A myndinni sést hvernig meðaltölin víxlast. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á mismunargildum einstak- linganna en samanburður með t-prófi sýnir ekki marktækan mun milli hópa (t=0,5; p=0,6). Hallatala aðhvarfslínu fyrir sjúklingahópinn er -0,005 en -0,007 fyrir samanburðarhópinn. Auk magaslöngunotkunar sýndi einn áhættu- þáttur marktækan mun milli hópa (tafla II), bráður eða hálfbráður keisaraskurður. Tólf af 18 sjúklingum (66,7%) höfðu fæðst með þeim hætti en einungis átta af samanburðarbörnun- um 36 (22,2%) (x2=8,3; p=0,004). í töflu III er samantekt á fjölda áhættuþátta hjá börnum í hvorum hópi. Samanburður milli hópanna með kí-kvaðratsprófi gaf p-gildið 0,05 (X2=7,9), sem er ekki marktækur munur. Einn sjúklingur (5,6%) hafði engan áhættuþátt, sá var lagður inn á Vökudeild þar sem móðirin var ml/kg Fig. 1. Amount offood (ml/kg) per meal every 12 hours, 16 patients. y = 0.07x + 4.73 R’ = 0.66 Fig. 2. Amount of food (ml/kg) per meal every 12 liours, 23 controls. y = 0.06x + 5.92 R: = 0.37 ml/kg 25 — 20 15 10 ..Crts tJts tj------- <A- A a-A-Á Time (hours) Fig. 3. Average amount of food (ml/kg) per meal every 12 hours. Patients (o) and controls (A).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.