Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 26

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 26
206 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Table II. Number and percentage of patients and controls with specified risk factors. P-values and f-values using Yates-correct- ion. Total number of patients is 18. Total number of controls is 36. Risk factors Patients Number (%) Controls Number (%) P-value *2 Umbilical catheter 5 (27.8) 9 (25.0) 1 0 Perinatal asphyxia § 11 (61.1) 15 (41.7) 0.3 1.1 Polycythemia # 2 (11.1) 1 ( 2.8) 0.3 ** Acute/semiacute cesarian section 12 (66.7) 8 (22.2) 0.004’ 8.3 Respiratory distress 8 (44.4) 8 (22.2) 0.2 1.9 Small for gestational age 4 (22.2) 7 (19.4) 1 0 §: Defined as one or more of the following: abnormal CTG (cardiotocogram), meconium stained amniotic fluid, Apgar score <5 at one minute and <7 at five minutes or the need for resuscitation. #: As documented by clinical symptoms and the need for plasmapheresis. *=Significant difference. **=Calculated using Fishers exact test. Table III. Number of patients and controls with specified number of risk factors. Tliere is a significant linear trend towards more risk factors per individual in the patient group (p=0.01). Number of risk factors Patients Number (%) Controls Number (%) Total Patient (%) No risk factors 1 ( 5.6) 15 (41.7) 16 ( 6.3) 1 risk factor 4 (22.2) 6 (16.7) 10 (40.0) 2 risk factors 4 (22.2) 6 (16.7) 10 (40.0) 3 or more risk factors 9 (50.0) 9 (25.1) 18 (50.0) Total 18 (100) 36 (100) 54 (33.3) með sykursýki. Fimmtán samanburðarbörn (41,2%) höfðu engan áhættuþátt. Þrettán sjúk- lingar (72,2%) og 15 samanburðarbörn (41,2%) höfðu tvo eða fleiri áhættuþætti. Níu börn úr hvorum hópi höfðu þrjá eða fleiri áhættuþætti. P-gildi fyrir línulega leitni, í þá átt að fleiri sjúklingar en viðmiðunarböm hafi marga áhættuþætti, er 0,01 (x2=6,7) og er það marktækur munur. Umræða Rannsóknin leiddi ekki í ljós marktækan mun á magnaukningu þeirrar fæðu sem sjúk- lingarnir höfðu fengið í maga áður en þeir veiktust og á fæðu samanburðarbarnanna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður- stöður Lui og samstarfsfólks (11), en þau fundu ekki heldur mun milli sjúklinga og samanburð- arbarna hvað varðar magnaukningu. Ljóst er þó af myndum 1 og 2 að dreifing mæligildanna er mikil og því óvíst að hægt sé að sýna fram á mun þótt einhver væri. Zabielski og samstarfsfólk (6) komust að annarri niðurstöðu en þau gerðu rannsókn á tímabili þar sem voru bæði stök tilfelli og far- aldur. Meðan eingöngu greindust stök tilfelli fannst ekki annar munur á fæðumagni sjúk- linga og samanburðarbarna en sá að sjúkling- arnir fengu meira magn daginn áður en þarma- drepsbólgan greindist. I faraldrinum fengu sjúklingarnir meira en samanburðarbörnin og magnið var aukið hraðar. McKeown og sam- starfsfólk (12) framkvæmdu svipaða rannsókn og fundu að sjúklingarnir höfðu fengið meira magn fæðu en samanburðarbörnin. Við fundum ekki heldur marktækan mun milli hópanna á gerð þeirrar fæðu sem börnin fengu. Það er í andstöðu við rannsókn Lucas og Cole (7) sem lýstu allt að tífalt hærri tíðni þarmadrepsbólgu hjá börnum sem fengu ein- göngu þurrmjólk en hjá börnum sem eingöngu fengu brjóstamjólk. Virtist þeim gerilsneydd gjafamjólk gera sama gagn og fersk til að draga úr hættu á sjúkdómnum. Kliegman (13) lýsti því hins vegar yfir um svipað leyti að fátt benti til þess að brjóstamjólk hefði áhrif á tíðni sjúk- dómsins. Tvö af öðrum atriðum sem skoðuð voru í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.