Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 30

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 30
208 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Um njálginn og líffræði hans Karl Skírnisson Skírnisson K On the biology of the pinworm Læknablaðið 1998; 84: 208-13 Pinworm Enterobius spp. has probably been an en- demic parasite in humans in lceland since the colon- ization of the country more than 1100 years ago. A recent survey on pinworm infections in children in playschools indicated that the pinworm is quite common. The results are published in another article in this issue. In this contribution general knowledge on the biology of the parasite (taxonomy, morpho- logy, distribution, life-cycle, transmission, diagnosis and treatment) is reviewed. Recently, dozens of male pinworms found in a stool sample were identified as Enterobius gregorii. Since no other species identifi- cations have been made in Iceland so far, it is not known if the other pinworm species E. vermicularis also occurs in Iceland. Key words: Ertterobius vermicularis, E. gregorii, pin- worm, lceland. Correspondence: Karl Skírnisson, Institute for Ex- perimental Pathology, University of lceland, IS-112 Reykjavík, lceland. E-mail: karlsk@rhi.hi.is Ágrip Eftir því sem best er vitað er njálgs fyrst get- ið á prenti hér á landi árið 1781. Allar líkur eru samt á því að njálgur hafi verið landlægur á ís- landi frá því að menn hófu þar búsetu. Hér á landi hafa ekki verið teknar saman ítarlegar rit- aðar upplýsingar um líffræði njálgs þótt ýmsar upplýsingar um sníkjudýrið sé þó all víða að finna í kennslubókum og í ýmsum þýddum eða FráTilraunastöð Háskóla íslands i meinafræðum að Keld- um. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Karl Skírnisson, Tilrauna- stöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík. Tölvupóstur karlsk@rhi.hi.is Lykilorð: Enterobius spp., njálgur. staðfærðum ritum. í þessari samantekt er fjall- að almennt um líffræði njálgsins. Meðal annars er rætt um útlit og flokkun, útbreiðslu, lífsferil, smitleiðir og hvernig unnt er að staðfesta njálgssmit. Jafnframt eru tilgreindar helstu var- úðarráðstafanir sem beita má til að halda njálgssmiti í lágmarki. Tugir karlkyns njálga seni fundust nýlega í hægðum íslensks sjúklings, reyndust vera af tegundinni Enterobius gregorii. Þar sem aðrar tegundagreiningar hafa enn ekki verið gerðar á njálgum af íslenskum uppruna er ekki vitað hvort hin njálgstegundin, E. vermicularis, finnst hér einnig. Inngangur Eftirfarandi samantekt er skrifuð með það markmið í huga að draga saman ýmsar líffræði- legar staðreyndir um njálg, upplýsingar sem nýst gætu læknum og öðrum þeim sem ætlað er það hlutverk að halda sníkjudýrinu í skefjum hér á landi. Byggt er einkum á upplýsingum sem fram koma í nokkrum nýlegum, erlendum handbókuin og yfirlitsgreinum. í fyrsta kaflan- um er jafnframt getið um þær innlendu heim- ildir um njálg sem höfundi eru kunnar. Kveikj- an að þessari samantekt var rannsókn sem gerð var haustið 1992 á njálgssýkingum í leikskóla- börnum í Kópavogi og Reykjavík (1) en þá kom berlega í ljós að verulegur skortur er hér á landi á aðgengilegum, almennum upplýsingum um njálg. Njálgur á íslandi Njálgur er eitt þeirra fáu sníkjudýra sem tal- in eru landlæg í mönnum á íslandi (2). Raunar eru sterkar líkur á því að njálgur hafi verið hér frá því að menn hófu hér búsetu því sníkjudýr- ið hefur fylgt manninum um allan heim í ald- anna rás (3). Orðið njálgur kemur fyrst fyrir í íslensku rit-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.