Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 41

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 219 Lömun þvagblöðru Tengsl viö góökynja æxli í mænugöngum Ársæll Kristjánsson", Lars Malmberg2’ Kristjánsson A, Malmberg L Detrusor acontractility due to tumor in the spinal canal Læknablaðið 1998; 84: 219-22 A request for normal micturition is an intact mictu- rition center and neural pathways (micturition ref- lex). In the case of detrusor acontractility, micturition is often augmented by abdominal straining. In a pati- ent with a voiding difficulties, micturition history and appropriate urodynamic investigations are help- ful. We describe herein a 47 year old male who pres- ented with an history of micturition difficulties. Cor- rect diagnosis was established by help of physical examination, urodynamic and magnetic resonance investigations and appropriate treatment was ini- tated. Key words: detrusor acontractility, micturition center, micturition reflex, spinal tumor. Ágrip Forsenda eðlilegra þvagláta (micturition) er að taugastjórnun þvagblöðrunnar sé órofin. f þeim tilvikum þegar þvagblöðruvöðvinn (detrusor muscle) er óstarfbæfur, er þvaglátum oft viðhaldið með hjálp kviðarvöðva. Hjá sjták- lingum með þvaglátaerfiðleika eru sjúkrasaga og viðeigandi mælingar á starfsemi þvag- blöðru/neðri þvagvega (urodynamic in- vestigations) hjálplegar. Hér er lýst 47 ára gömlum karlmanni með sögu um þvaglátaerf- Frá "Domus Medica, 2lþvagfæraskurödeild Háskólasjúkra- hússins í Lundi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ársæll Kristjáns- son, Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Lykilorð: lömun þvagblöðru, taugastjórnunþvagláta, æxli í mænugöngum. iðleika. Rétt greining fékkst með sögu, rann- sókn á starfsemi þvagblöðru og segulómrann- sókn og viðeigandi meðferð var hafin. Sjúkratilfelli Karlmaður 47 ára gamall leitaði á göngu- deild þvagfæraskurðdeildar í janúar 1994 vegna erfiðleika við að tæma þvagblöðru. Ein- kennin höfðu staðið í um það bil 10 ár en versnað verulega síðastliðið eitt ár. í sögu sjúk- lings kom fram að þvaglát voru tíð á daginn (átta til níu sinnum) en næturþvaglát óveruleg. Sjúklingur þurfti að setjast niður og nota kvið- arvöðva við tæmingu þvagblöðru. Skoðun leiddi í ljós nárakviðslit báðum megin. Vöðva- spenna (tonus) í endaþarmsvöðva var skert og bulbocavemous viðbragð reyndist ekki vera fyrir hendi. Þvagflæðismæling sýndi 100 ml þvagmagn og hámarksflæði 12 ml á sekúndu. Speglun þvagrásar og þvagblöðru var eðlileg. Vegna gruns um truflun á taugastjórnun þvagblöðrunnar var starfsemi þvagblöðru/neðri þvagvega mæld(urodynamic investigations). Við blöðrumælingu (cystometry), þar sem mældur er þrýstingur í blöðru í sentimetrum vatns (cmH^O), við ákveðið magn í blöðru, var notast við þvaglegg þar sem þrýstingur í blöðru (intravesical pressure) var mældur á sama tíma og innrennsli (natríumklóríð) fór fram í liggj- andi og standandi stöðu. Þrýstingur í kviðarholi var mældur með þrýstingsmæli í endaþarmi. Samdráttur í þvagblöðruvöðvanum (detrusor muscle) var reiknaður út frá jöfnunni; Pdetrusor — Pintravesical — Pabdominal (P=þrýstingur í cmH^O). Rannsóknin sýndi blöðru sem rúmaði 700 millilítra. Við tæmingu þvagblöðrunnar, sem var ófullkomin, var þvag- blöðruvöðvinn nánast óvirkur og tæming fór fram með hjálp kviðarvöðva (mynd 1). Þar sem viðhlítandi skýringu skorti og grun-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.